Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is Á yfirgefnum sovéskum herflugvelli norðan við Berlín vinna vísinda- menn hörðum höndum við að fram- leiða allskonar framtíðartól svo að það minnir helst á bækistöð skúrks í Bondmynd. Nema hvað að hér eru menn ekki að reyna að eyða heimin- um. Þeir eru að reyna að bjarga hon- um. Ljóst er að mannkynið verður að finna betri orkugjafa en nú tíðk- ast og það fljótt, en hverjir verða á endanum ofan á veltur að nokkru leyti á því sem gerist hér. „Þetta er eins og þegar VHS og Betamax tókust á og það er ekki endilega víst að besta tæknin muni sigra,“ segir Ronan Kavanagh, írskur umhverfisblaðamaður frá Energy In- telligence, en eins og flestir vita þótti Beta vera betri tæki þótt VHS næði meiri útbreiðslu. Þjóðverjar stefna nú að svokölluðu „Energiwende,“ algerum viðsnún- ingi í orkumálum á næstu 30 árum. Heitið er vísun í „Die Wende,“ sem var sameining Þýskalands árið 1990. Er því gefið í skyn að breytingar þessar verði síst minni. Meðal mark- miða er að 80 prósent af allri raforku verði endurnýtanleg árið 2050, að rafbílum fjölgi frá 20.000 í dag upp í sex milljónir árið 2030 og að saman- lögð orkunotkun verði helminguð. Jafnframt ætla þeir að vera búnir að loka öllum kjarnorkuverum árið 2022. Samkvæmt Parísarsáttmálan- um á að vera búið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 pró- sent árið 2030, en Þjóðverjar ætla að gera enn betur og vera búnir að minnka um 55 prósent á næstu 15 árum og eru þegar komnir um hálfa leið að því markmiði. SVR tímabundið í fararbroddi En hvernig ætla menn að fara að? Sparneytnari bílar og betri skipulagning geta skilað miklu. Vinnuvélarnar á Hamborgarhöfn afferma nú og ferma skipin jafn óðum í stað þess að snúa tómhent- ar helming tímans. Vörubifreiðar flytja vörur í báðar áttir í stað þess að keyra tómar til baka sem minnkar eldsneytisneyslu til muna. Flestum þessum hlutum hefur reyndar þegar verið hrundið í framkvæmd og eru farnir að skila sér. Erfiðara er að ná seinni hluta markmiðanna, en til þess þarf nýja tækni og aðra orku- gjafa en jarðefnaeldsneyti. Vetni er einn möguleiki, en meðal helstu kosta þess eru að þegar vetni er klofið til að knýja farartæki spúir það frá sér meinlausri vatnsgufu í stað koltvísýrings. Reykjavíkurborg var reyndar ein fyrsta borg í heim- inum til að gera tilraunir með vetn- isstrætóa og voru þrír í umferð frá árunum 2003 til 2007. Fleiri borgir hafa reynt það sama en sjaldnast haldið áfram eftir að tilraunastigi lauk. Þrátt fyrir að vera umhverfi- svænir og hljóðlátir þykja strætóar þessir dýrir í bæði framleiðslu og notkun, en vetni kostar mun meira en olía. Tæknin myndi þurfa að verða mjög útbreidd til þess að hún yrði ódýrari, en þangað til þarf að niðurgreiða hana. Vörubílasporvagnar Á gamla sovéska herflugvellinum við Uckermark er reynt að fara aðr- ar leiðir. Sjálft svæðið er svo meng- að af völdum flugvéla að það hentar ekki til ræktunar. Þess í stað er búið að stofna annarskonar búgarð hér og endalausar raðir af sólarskjöld- um sanka að sér orku af himnum ofan allan liðlangan daginn. Í flug- skýlunum hefur skrifstofum og til- raunastofum verið komið fyrir og jafnframt hefur verið byggður æf- ingavegur sem ætlað er að líkja eftir aðstæðum á þjóðvegum Þýskalands. Það er hér sem við fáum að sjá sjálft leynivopnið. Sænskur trukkur frá Scania kem- ur keyrandi niður brautina. Að útliti er hann eins og aðrir vöruflutninga- bílar, nema að úr þaki hans teygja fálmarar sig upp og tengja hann við víra sem eru strengdir fyrir ofan. Rafmagnsvírinn knýr hann áfram nánast eins og um lest væri að ræða. Er þá ekki allt upp- talið, því þegar hann þarf að taka fram úr, eða það kemur að vegar- kafla þar sem engar rafmagnslínur eru, tekur olíuvél hans við. Hann er því ekki háður vírunum, en getur notast við þá þegar við á og sparar þannig mikla olíu. Bílstjóralausir rafbílar Verkfræðingar Siemens, sem hanna bílana í samstarfi við Scania, segja að lausn þessi sé einungis raunhæf fyrir langferðabíla og trukka, en að jafnframt megi notast við rafstöðvar þessar til að fylla á rafbíla fyrir al- menning. Þannig megi slá tvær flug- ur í einu höggi. Þeir segja að það taki um tíu ár að greiða þann kostnað sem hlýst af lagningu línanna með olíusparnaðinum einum saman, en eftir það hlýst beinn hagnaður af. Þá ber að hafa í huga að í fyrirsjáanlegri framtíð verða æ fleiri bílar bílstjóra- lausir, en fyrir slíka henta rafmagns- vírarnir sérstaklega vel. Auk slíkrar framtíðartækni má einnig notast við þá sem þegar er til. Sem dæmi má nefna að banda- rískir trukkar eru straumlínulag- aðri en evrópskir. Hinir fyrrnefndu hafa vélina framan á bílnum, en hin- ir síðarnefndu eru í laginu eins og múrsteinar sem gerir það að verk- um að þeir nota mun meiri olíu. Kemur þetta til af því að í Evrópu er vélarhúsið talið með þegar lagaleg hámarkslengd trukka er ákvörðuð, en í Bandaríkjunum er það mælt sér. Evrópskir framleiðendur óttast nú að lönd á borð við Kína kjósi frekar bandarísku framleiðsluna og eru því að breyta reglunum. William Todts hjá samtökunum Transport and En- vironment, sem fylgjast með því að umhverfis markmiðum sé náð, segir að reyndar hafi átt að breyta þeim fyrr, en að Volvo-verksmiðjurnar hafi þá verið nýbúnar að kynna nýja trukkalínu og hafi tekist að fresta nýjum lögum um nokkur ár. Endalok bensínaldar Það verður spennandi að sjá hvort við munum einn daginn sjá sjálf- virka vöruflutningabíla, knúna áfram með rafmagnslínum, keyra eftir þjóðvegum Þýskalands, eða jafnvel hringvegi Íslands. Flestir eru sammála um að engin allsherj- arlausn hafi verið fundin, heldur eru menn að notast við fjölbreytilegar aðferðir, en líklegt er að undir lok aldarinnar verði flestar eða allar bif- reiðar knúðar á allt annan hátt en þær eru nú „Það er merkilegt að fyrir rúm- um 100 árum notuðust menn helst við rafmagn til að knýja bíla,“ segir Írinn Kavanagh. „En eftir að menn hættu að nota olíu til að lýsa upp borgir vantaði olíuiðnaðinn nýjan vettvang fyrir vörur sínar og það kom í ljós að bensínbílar voru mun langdrægari.“ Með langdrægum rafmagnsbíl- um má ef til vill fara að hlakka til að hinni háværu og mengunarsömu bensínöld fari að ljúka. Gerbreyttur heimur flutninga eftir 30 ár Samkvæmt Parísarsáttmálanum á að vera búið að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent árið 2030, en Þjóðverjar ætla að gera enn betur og vera búnir að minnka um 55 prósent á næstu 15 árum og eru þegar komnir um hálfa leið að því markmiði. Mannkynið verður hið bráðasta að finna sér aðra orkugjafa en nú eru notaðir. Á yfirgefnum herflugvelli norðan við Berlín vinna vísindamenn við tilraunir í þá átt. Þar sanka endalausar raðir af sólarskjöldum að sér orku af himnum ofan og sjálft leynivopnið er stór flutningabíll sem tengdur er við rafmagnsvíra með fálmurum, með sama hætti og sporvagnar. Þjóðverjar stefna að algerum viðsnúningi í orkumálum á næstu 30 árum. Framtíðin ber í skauti sér rafbíla, sem þjóðir heimsins stefna að. Fálmarar tengdir rafmagnsvír knýja áfram nýjan trukk frá sænska framleiðandanum Scania. Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.