Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 44
44 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 Eggert deilir vinnustofu sinni með Mist og Kústi, tveimur heimilis- köttum sem eiga það til að hanga nálægt Eggerti meðan hann vinn- ur. Hann mætir á vinnustofuna um leið og hann vaknar og er þar fram að miðnætti og hlustar á plötur úr safninu sínu til að halda sér við efnið. Eggert var að fara síðustu um- ferð yfir verk sem hann var að vinna að, fyrsta verkið sem hann klárar á þessu ári. „Þetta eru hæstu blóm, blóm sem vaxa á fjallstoppum. Þarna er jöklasóley í miðjunni og svo er vetrarblóm, steinbrjótur og fjallaskarfakál.“ Stór hluti af degi Eggerts fer fram niðri í kjallara á vinnustofu hans: „Þess vegna er vinnustof- an heima, annars væri ég aldrei heima. Mér finnst vinnustofa vera staður þar sem meður hefur bæk- ur, mér leiðist svona verkstæðis- tilfinning. Ég vil hafa bækur og plötur og heimilislegt, þótt það sé nú ekkert rosalega heimilislegt í augnablikinu,“ segir blómamálar- inn og hlær. | hdó Eggert og flóran. Mynd | Rut. Vinnustofan: Flóran og kötturinn Kústur Á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur stendur fallegt hús eftir arkitektinn Skúla H. Norðdahl. Í þessu fallega húsi býr blómamálarinn Eggert Pétursson og er með vinnustofu. Hamingjan er ekki raunveruleg. Hún er manngert fyrirbæri, mælistika sem við notum til að réttlæta tilveru sem hefur engan tilgang … annan en að vera hamingjusamur. xoxo | Mystique Hamingjumoli: Tilvera sem hefur engan tilgang Pauline McCarthy hefur tileinkað líf sitt því að koma breytingaskeiðinu út úr skápnum. Hún hefur búið á Íslandi í 24 ár og segir Akranes vera gimstein Íslands. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ég kom hingað fyrst þann 19. desember árið 1992 og það fyrsta sem ég lærði að segja var gleðileg jól,“ segir Pauline McCarthy og skellihlær. Stuttu eftir að Pauline kom hingað frá heimabæ sínum, Glasgow, giftist hún íslenskum manni sem hún skildi við stuttu síðar. „Ég elska Íslendinga svo mikið að ég er búin að giftast tveimur,“ segir hún og hlær ennþá meira. „Ég fann mér annan miklu betri og við höfum verið gift í 12 ár.“ „Við fluttum hingað á Akranes því sonur okkar, sem er einhverf- ur, var lagður í svo mikið einelti í Reykjavík. Við vorum orðin alveg úrræðalaus þegar læknirinn hans ráðlagði okkur að flytja í umhverfi þar sem engin þekkti hann, og hann mælti með Akranesi. Þremur mánuðum síðar vorum við flutt hingað og það bjargaði lífi sonar míns. Þetta var ein besta ákvörðun lífs míns og Akranes er yndislegur bær, gimsteinn Íslands.“ „Ég byrjaði á breytingaskeiðinu þegar ég var 45 ára og skildi ekk- ert hvað var að gerast. Fyrstu ein- kennin voru minnisleysi og ég var skíthrædd um að ég væri komin með alzheimer, ég skildi ekkert. Ég fór í allskonar próf og fékk svo þau svör að þetta væru afleiðingar af stressi og hormónabreytingar. Mér var svo létt því það þýddi að þetta myndi batna þegar þessu skeiði lyki. Ég fór á fullt í að leita að upplýsingum á netinu en fann ekkert nema hundleiðinlegar og þurrar læknisfræðilegar grein- ar. Ég komst að því að breytinga- skeiðið var ennþá algjört tabú svo ég ákvað að mitt markmið í lífinu yrði að koma breytingaskeiðinu út úr skápnum,“ segir Pauline sem hefur síðastliðin tíu ár haldið úti vefsíðu um breytingaskeiðið auk þess að ferðast um Bretland og Bandaríkin með sýningu þar sem hún fjallar um breytingaskeiðið á persónulegan hátt, alltaf með húmorinn að leiðarljósi. „Ég er líka með hlaðvarp á vefsíðunni þar sem ég tala um allt sem viðkemur þessu tímabili í lífi okkar kvenna og ég er með hlustendur alla leið til Ástralíu og Suður-Afríku.“ „Mitt breytingaskeið er ekki ennþá búið. Meðaltíminn er fimm ár en ég er ein af þessum heppnu sem þarf að lifa með því lengur,“ segir Pauline og hlær. „Það eru ekki bara konur sem hafa sam- band við mig til að fá upplýsingar heldur líka karlmenn. Þeir spyrja mig hvað í ósköpunum hafi eig- inlega komið fyrir eiginkonur þeirra, þær hafi breyst í bandbrjál- aðar nornir og þeir vita ekkert hvernig þeir eiga að bregðast við. Og þá útskýri ég að þetta séu bara hormón. Og að besta leiðin sé að minnka sykurát og stress og byrja að stunda jóga. Ég reyni að gera þetta allt sjálf þó ég eigi reyndar erfiðast með að sleppa sykrinum.“ Missti minnið og skildi ekki af hverju „Ég byrjaði á breytingaskeiðinu þegar ég var 45 ára og skildi ekkert hvað var að gerast,“ segir Pauline McCarthy. Mynd | Rut Innflytjandinn: Pauline McCarthy Ég komst að því að breytingaskeiðið var ennþá algjört tabú svo ég ákvað að mitt mark- mið í lífinu yrði að koma breytingaskeiðinu út úr skápnum TVÆR SÝNINGAR ÍSLENSKA DANSFLOKKSINS Á AÐEINS 6.900 KR. SPARAÐU ALLT AÐ 42% AF ALMENNU MIÐAVERÐI KORTASALA WWW.ID.IS 568 8000 Da d A Da NS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.