Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 72
Að sögn Maríu Bjarkar Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
SmáraTívolís, er afar vinsælt að nýta sér Leikjameistarann en þá
er starfsmaður SmáraTívolís með hópnum allan tímann og stjórn-
ar hópnum og afþreyingunni. Þannig er hægt að ná sem mestu út
úr skemmtuninni. „Hér gefast möguleikar á að vinna sér inn góðar
veigar ef maður stendur sig vel í leikjunum. Hópnum er skipt í lið og
það lið sem safnar flestum stigunum í keppninni um Leikjameistarann
hlýtur titilinn auk þess að fá með sér bikar heim að launum,“ seg-
ir María. Hún bætir við að þetta sé afar vinsælt meðal vinahópa og
ekki síður vinnufélaga sem hittast, jafnvel í lok strangrar vinnuviku
og lyfta sér upp. „Þess má líka geta að hópar fá sértilboð á barnum
hjá okkur sem hefur verið mikið nýtt,“ segir María. Meðal þess sem
Leikjameistarinn leiðir hópinn í gegnum er Lazertag, keila, Speed og
light, kappakstur, skotleikur í 7D bíóinu, danstæki og ýmislegt fleira.
Maður er aldrei of gamall til þess
að bregða á leik og gera eitthvað
sem fær adrenalínið til að flæða um
æðarnar. Það verður sífellt vinsælla
að afar og ömmur bjóði allri fjöl-
skyldunni í veislu í tívolí. SmáraTívolí
sér um veitingar og skemmtun með-
an eldri kynslóðin annað hvort tekur
virkan þátt eða fylgist með afkom-
endum og vinum skemmta sér. Þess-
ar veislur hafa vakið mikla lukku,
ekki síst hjá þeim sem eiga orðið
hrúgu af fjörugum barnabörnum og
vilja að allir fái sinn skerf af fjöri.
LeikjameistarinnFullorðinsafmæli
Meira fjör í SmáraTívolíi
Frábær og fjörug skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Unnið í samstarfi við SmáraTívolí.
SmáraTívolí í Smáralind býð-ur upp á fjölbreytt úrval af hópefli fyrir allar gerðir hópa. Frá opnun hafa fjöl-
skyldur, ýmsir hópar og vinnu-
félagar heimsótt SmáraTívolí og
skemmt sér vel og skapað góðar
minningar.
Fjör í Lazertag
Ýmsir hópar úr skólum og fé-
lagsmiðstöðvum mæta líka oft í
SmáraTívolí og þá er Lazertag afar
vinsælt enda auðvelt að fá útrás
og hressandi hreyfingu í þeim leik.
Lazertag salurinn er 200 fermetr-
ar á 2 hæðum og allskyns krókum
og kimum. Hver leikur er fimmtán
mínútur og er klassískt að hópar
taki tvo leiki enda hefur það þótt
mátulegur tími. Allt að fimmt-
án til sautján manns geta spilað í
einu en við setjum líka allt niður í
tvo einstaklinga inn. Lazertag er
frábært hópefli sem snýst um að
sleppa fram af sér beislinu og nýta
útsjónarsemi og samvinnuhæfileika.
Ný tæki
Tímakortin virka í öll tæki nema
barnagæsluna og vinningatækin og
hefur það fyrirkomulag mælst vel
fyrir.
Vinahópar, gæsanir,
steggjanir, afmæli
Í SmáraTívolíi er tilvalið að hrista
saman vinahópinn, vinnufélagana,
fjölskylduna eða hvaða hóp sem
er. Í líflegu umhverfi þar sem öllum
finnst gaman að leika sér og fá sér
hressingu að leik loknum. Dagskrá-
in er sniðin eftir tímaramma hvers
hóps og tilboð gert í skemmtun með
eða án veitinga. Veitingar eru bæði
í föstu og fljótandi formi og er hægt
að panta það sem hentar samsetn-
ingu hópsins hverju sinni.
Fjölskyldudagur
Fátt vekur jafn mikla ánægju hjá
fjölskyldum og að leika sér saman
og það er tilvalið að leika sér í
tívolíi. SmáraTívolí þar sem vinnufé-
lagar eða félagasamtök geta boðið
fjölskyldum sínum skemmtilega
stund í tívolíi án þess að þurfa að
standa í biðröðum. Börnin fá krap,
popp og kandífloss og einnig er
hægt að panta veglegt og girnilegt
pítsuhlaðborð.
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 20168 RÁÐSTEFNUR&HÓPEFLI