Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 Æfði í tvo tíma á dag í hálft ár til að verða Björn Borg Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Konan sem stendur hægra megin við Sverri Guðna-son leikara við afgreiðslu-borðið á kaffihúsinu í Stokkhólmi kannast augljóslega við hann. Hún horfir þannig á hann, eins og hún eigi jafnvel að heilsa honum; lítur á hann aftur og aftur, horfir niður á borðið, og verður pínulítið vandræðaleg á meðan þau bíða saman eftir kaffi- nu sínu. Sverrir hefur á síðustu árum orðið landsþekktur leikari í Sví- þjóð. Hann hefur hann leikið í myndum eins og Monicu Z, Flug- parken og Gentlemen sem fengið hafa góðar viðtökur. Fyrir hlut- verk sín í Monicu Z og Flugpar- ken fékk Sverrir sænsku kvik- myndaverðlaunin Guldbagge og var einnig tilnefndur fyrir hlut- verk sitt í Gentlemen. Þá hefur hann einnig leikið í Wallander- þáttunum. Fyrir nokkrum vikum var frumsýnd í Svíþjóð myndin Den allvarssama leken eftir skáldsögu sænska rithöfundarins Hjalmars Söderbergs, sem Sverrir leikur að- alhlutverkið í. Steinsnar frá kaffi- húsinu, utan á bíóhúsi við götuna Sveavägen í miðborg Stokkhólms, hanga auglýsingaspjöld um ást- armyndina með ljósmyndum af Sverri í faðmlögum við mót- leikkonu sína. Við fleygjum okkur niður við borð, lepjum kaffi og Sverrir segir Fréttatímanum frá störfum sínum og lífi. Túlkar þjóðhetju Sverrir leikur tennishetjuna Björn Borg í mynd sem verið er að taka upp um einvígi hans og Banda- ríkjamannsins John McEnroes í byrjun níunda áratugarins. Tök- ur hafa staðið yfir á myndinni í Tékklandi, Gautaborg og Monakó og lýkur þeim brátt. Leikstjóri myndarinnar er Daninn Jan- us Metz og bandaríski leikarinn og gjörningalistamaðurinn Shia LaBoeuf leikur John McEnroe. „Ég spilaði tennis í tvo tíma á dag í hálft ár. Ég gerði í raun ekkert annað þennan tíma, ég var bara að æfa og borða vel því þegar mað- ur spilar svona mikið tennis þá fara kílóin af manni hratt. Ég er auðvitað ekki orðinn jafn góður og Björn Borg en ég er sæmilegur. Ég ætla að halda áfram að spila eftir myndina,“ segir Sverrir og undir- strikar að hann hlakkar til að spila með nútímalegan tennisspaða en ekki litla, þunga, gamaldags tré- spaðann sem hann hefur notað í myndinni. Borg talinn stærri en Zlatan Til að undirstrika hversu stórt nafn Björn Borg er í Svíþjóð þá valdi sænska blaðið Dagens Nyhet- er hann sem besta íþróttamann í sögu Svíþjóðar í árslok 2014. Borg var þar á lista á undan fótbolta- manninum Zlatan Ibrahimovic sem var ekki sáttur við þá niður- stöðu og sagði að hann teldi að hann ætti að vera í fimm efstu sætunum yfir bestu íþróttamenn Svíþjóðar frá upphafi. Sverrir er því að túlka sænska þjóðhetju sem hefur meðal annars hefur stofnað sitt eigið fatamerki eftir að hann lagði tennisspaðann á hilluna. Þó Sverrir hafi æft sig mikið í tenn- is út af Borg-myndinni – mótleik- ari hans, Stellan Skårsgård, hefur hælt honum í viðtali við Dagens Nyheter fyrir hversu fljótt hann komst upp á lagið með íþróttina – þá þarf stundum að nota atvinnu- menn við tökurnar á vissum sen- um í myndinni. Ýmsum brögðum er því beitt til að gera einvígi Borgs og McEnroes sem trúverðugast. Vildi ekki gegna herskyldu Sverrir hefur eingöngu leikið í Svíþjóð á liðnum árum enda hefur hann búið í landinu frá því hann var tólf ára. Sænska er því eins og hans annað móðurmál. „Ég fæddist í Lundi en fluttist aftur til Íslands þegar ég þriggja ára. Það tók mig svona mánuð að læra sænsku þegar ég flutti hingað aftur þegar ég var tólf. Ég var svo fljótur að læra málið þannig að það heyrðist ekki á mér að ég væri ekki Svíi. En ég var kannski ekki með orðaforðann á hreinu þannig ég vissi ekki nöfnin á hlutunum.“ Sverrir var í Svíþjóð sem barn, líkt og svo margir Íslendingar hafa gert í gegnum árin, af því að foreldrar hans, Bryndís Sverr- isdóttir og Guðni Jóhannesson, voru þar við nám og störf en hann hefur ílendst. Sverrir er gjarnan kallaður Svíi með íslenskar rætur þegar talað er um hann í sænskum fjölmiðl- um. Hann er hins vegar ekki með sænskan ríkisborgararétt, bara íslenskan. „Ég er íslenskur ríkis- borgari en ekki sænskur. Ég veit ekki af hverju ég hef ekki sótt um sænskan ríkisborgararétt; ég hef kannski bara ekki séð tilganginn með því. Þegar ég var yngri þá var ennþá herskylda [hún var afnumin árið 2010] og ég hugsaði að ég vildi ekki vera sænskur ríkisborgari af því ég vildi ekki ganga í herinn. Ég er kannski að spá í fá mér sænsk- an ríkisborgararétt núna til að geta haldið sænsk þemapartí og boðið upp á síld og spilað sænska þjóðlagatónlist.“ Síðastliðin 25 ár hefur Sverrir bara heimsótt Ísland sem gestur, mest á sumrin og til að vinna í unglingavinnunni þegar hann var yngri. Hann segist skilja að Svíar eigni sér hann þar sem hann hafi bara unnið í Svíþjóð. „En ég byrjaði að leika á Íslandi sem barn en ég hef ekkert leikið þar síðan. Ég hef oft fengið boð um hlutverk í mynd- um á Íslandi en ég hef ekki náð að púsla því saman við þau verkefni sem ég er með hér. En mig langar að leika á Íslandi.“ Saga af ómögulegri ást Myndirnar af faðmlaginu utan á bíóhúsinu eru af karakter Sverris, Arvid Stjärnblom, og persónunni Lydiu Stille, sem leikin er af Kar- in Franz Körlöf, úr Den allvars- samma leken. Sverrir segir að myndin sé „ómöguleg ástarsaga“ þeirra Arvids og Lydiu. Lydia er gift þegar hún hefur ástarsam- band við blaðamanninn Arvid. Hún vill hins vegar ekki yfirgefa manninn sinn og Arvid kvænist konu sem hann elskar ekki. Þau halda hins vegar áfram að hittast þrátt fyrir þetta. „Þemað í bókinni er eiginlega: „Maður velur ekki“. Arvid lendir einhvern veginn í svo mörgu. Hann lendir í því að verða blaðamaður og byrja að skrifa gagnrýni um óperur og hann lend- ir í því að kvænast konu sem hann elskar ekki. Það á eiginlega við um alla í bókinni og myndinni; fólk velur ekki til fulls hvaða leið það fer í lífinu. Maður getur pirrað sig mjög mikið á þessum karakter.“ Bæði Arvid og Lydia eignast svo fleiri elskendur og eitt leiðir af öðru. Femínískari sýn Sverrir segir að myndin sé ólík skáldsögunni að því leytinu til að Arvid er sögumaðurinn í bók- inni og að frásögnin eigi sér stað í gegnum hann. Í myndinni ákvað leikstjórinn, Pernilla August, hins vegar að segja söguna með öðrum hætti til að reyna að skilja aðrar sögupersónur betur. „Þegar maður sér myndina þá getur maður fundið til sam kenndar með öllum persónunum. Þetta Þykir sláandi líkur Borg Sverrir Guðnason þykir vera sláandi líkur Björn Borg í myndinni en auk þess að verja miklum tíma í að æfa sig í tennis hefur Sverrir reynt að líkja eftir svipbrigðum og líkamsbeitingu tennishetjunnar. „Ég er auðvitað ekki orðinn jafn góður og Björn Borg en ég er sæmilegur.“ Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason hefur á síðustu árum orðið landsþekktur í Svíþjóð. Hann hefur hlotið sænsku kvikmyndaverðlaunin tvisvar og leikur tenniskappann Björn Borg í nýrri mynd. Í framtíðinni vill hann gjarnan leika í íslenskum kvikmyndum. Einn sá besti Björn Borg þykir vera einn besti tennisleikari sögunnar. Sverrir Guðnason sést hér sem Borg ásamt Tuvu Novotny sem leikur eiginkonu tenniskappans, Mariu Simionescu, í myndinni. VILT ÞÚ VINNA GLÆSILEGT OFYR GRILL? Grillin frá OFYR búa yfir einstakri hönnun og eldunar eiginleikum. Veglegur grillflöturinn gerir grillaranum kleift að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Grillið er stílhreint og einfalt sem gerir það að verkum að klassískar línur grillsins vinna í sátt við umhverfið. Allir viðskiptavinir sem versla í verslun KRUMMA fram að jólum eiga kost á því að fara í pott og vinna glæsilegt grill frá OFYR að verðmæti kr,- 275.000 Dregið verður 23. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.