Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 68
H ópefli getur verið mikilvægt til skapa betri móral eða auð- velda samvinnu innan ákveðins hóps. Það er nefnilega ekki nóg að setja saman hóp af hæfileikaríku fólki og segja því að vinna saman að verk- efni, fólk þarf að læra inn á aðra einstaklinga í hópnum og stundum sig sjálft. Tökum dæmi um hóp sem virkar illa saman: Einn einstak- lingur í hópnum er gjarn á að vera mjög gagnrýninn á hugmyndir annarra og það getur fælt fólk frá því að koma með hugmyndir. Ann- ar einstaklingur í hópnum segir kannski fátt en er alltaf sammála þeim sem hæst hefur og enn annar er duglegur að koma með óvið- eigandi athugasemdir. Allir þessir einstaklingar geta verið mjög klár- ir en eru kannski ekki meðvitað- ir um vankanta sína í samskipt- um við annað fólk. Þá getur gott hópefli gert gæfumuninn. Á hópeflisnámskeiðum getur fólk lært hvaða öfl eru að verki í hópnum sem það er hluti af, hvernig hópurinn hefur áhrif á það og hvernig það sjálft hefur áhrif á hópastarfið. Fólk lærir af því að taka þátt í ýmiskonar hópa- starfi á námskeiðunum. Markmiðin geta verið mismun- andi, til dæmis að fá betra innsæi í sjálfan sig í samskiptum við aðra, læra að þekkja styrk- og veikleika sína, eða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og áhrifum í hópi til þess að efla forystu- eða stjórn- unarhæfni sína sem best. Í hópi þar samstarfið er gott þá treysta meðlimir hver öðrum og vinna að sameiginlegum markmið- um. Það auðveldar úrlausn verk- efna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkur hópur afkastar næstum tvisvar sinnum meira en hópur þar einhverjir samskiptaerfiðleikar eiga sér stað. Til hvers er hópefli? Það er ekki nóg að setja saman hóp af hæfileikaríku fólki og segja því að vinna sa- man, það þarf líka að læra inn á hvert annað. Gerir gæfumuninn Hópefli getur bætt starfsandann í hópnum og aukið afköst. Mynd | NordicPhotos/Getty FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 20164 RÁÐSTEFNUR&HÓPEFLI Verðum að sjá samferðamenn okkar í fjölbreyttu ljósi Gott að hleypa fólki inn á sitt persónulega rými. Unnið í samstarfi við Skátana Á Úlfljótsvatni býðst hópum af öllum stærðum og gerðum að koma í hópefli í ýmsa leiki sem eru til þess fallnir að efla hópinn og starfsand- ann. „Við fáum fólk hér í dagsferðir, síðan er stundum grillað ofan í hóp- inn eða hann fær kaffi og kökur. Sumir hópar koma í leiki og nýta svo aðstöðuna til þess að funda eða vinna og við sjáum um að gefa þeim að borða,“ segir Guðmundur Finnbogason, fram- kvæmdastjóri á Úlfljótsvatni. „Við fáum hópa sem eru í skipulögðu hópefli eða bara í skemmtiferð- um. Þetta er ekki alltaf þannig að fólk sé að berjast við einhverjar krísur í starfseminni. Það er hluti af vel reknu fyrirtæki að viðhalda móralnum og búa svo um hnútana að andinn sé góður,“ segir Guð- mundur. Leikirnir sem farið er í eru af ýmsum toga og segir Guð- mundur spéhræðslu vera í algeru lágmarki hjá langflestum en enginn sé píndur í neitt. „Hér erum við að búa til aðstæður þar sem fólk sér hvert annað í nýju ljósi og er að vinna verkefni saman sem eru ólík hefðbundnum verkefnum. Fólk sér styrkleika hvert hjá öðru sem það sér ekki endilega á skrifstofunni. Það er síðan eitthvað sem hægt er að nýta í framhaldinu.“ Guðmundur imprar á því að ekki sé nóg að fara einu sinni í hópefli með vinnustaðinn og láta svo stað- ar numið. „Alls staðar þar sem fólk vinnur saman, hvort sem það er í skóla, fyrirtækjum eða hvar sem er, þá er andinn eitthvað sem þarf að efla og reynsluna þarf að endur- nýja. Það er ekki nóg að fara einu sinni, 1986, í hópefli með fyrirtækið og ætla síðan að byggja á því ævi- langt. Við þurfum stöðugt að búa til aðstæður þar sem við getum séð samferðamenn okkar gegnum lífið í fjölbreyttu ljósi.“ Við hópeflið á Úlfljótsvatni eru notaðir klassískir leikir og þrautir sem virkja aðrar heilastöðvar en notaðar eru þegar fólk er að búa til fjárhagsáætlanir og sinna dagleg- um störfum. Þetta er tækifæri til þess að koma og fá að láta ljós sitt skína. Verkefnin krefjast þess að tala saman og skipuleggja sig en líka að vera í nánd við samstarfs- menn sína. „Það er stundum gott að hleypa fólki inn í sitt persónu- lega rými, maður þarf að opna fyrir fólki sem maður kannski opnar ekki fyrir á þann hátt dagsdaglega. Stundum þarf að faðmast sem sumum þykir erfitt en þetta leyfir manni að nálgast vinnufélagana á annan hátt. Guðmundur segir ekki vera mun milli mismunandi atvinnugeira þegar kemur að því að leysa verk- efnin, sömu vandamálin komi upp hvort sem um er að ræða álver, fjár- málastofnun eða hvað sem er. Oftar en ekki snúist vandamálin sem koma upp að því að fólk eigi erfitt með að sleppa stjórnartaumunum. „Ég man eftir einu verkefni, til dæmis, sem tók verulega á fyrir forstjórann því hann gat ekki leyst það. Svo kom einhver sem vann við ræstingar innan fyrirtækisins og kom með lausnina. Þetta fannst viðkomandi erfitt, tók á fyrir hann að hafa ekki þessi svör í rauninni er það þannig að því hærra sem maður er settur innan fyrirtækisins því meiri not hefur maður haft fyrir svona lagað. Þetta var mjög lærdómsríkt fyrir viðkomandi, þarna lærði hann að gefa tækifæri og sleppa tökunum. Kannski átta sig líka á því að það er enginn sem kann allt,“ segir Guðmundur og bætir við að verkefnið sé oftar en ekki að hlusta á aðra, alveg sama hvaða hlutverki þeir gegna innan fyrirtækisins. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.ulfljotsvatn.is Einbeiting „Fólk sér styrkleika hvert hjá öðru sem það sér ekki endilega á skrifstofunni.“ Mynd | Rut Traust „Verkefnin krefjast þess að tala saman og skipuleggja sig en líka að vera í nánd við samstarfsmenn sína.“ Huggulegt Eftir hvetjandi og styrkjandi leiki er hægt að gæða sér á góðum veitingum. „Alls staðar þar sem fólk vinnur saman, hvort sem það er í skóla, fyrirtækjum eða hvar sem er, þá er andinn eitthvað sem þarf að efla og þá reynslu þarf að endurnýja.“ Guðmundur Finnbogason Framkvæmdastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.