Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 Fjórum sinnum líklegra að Íslendingur missi hálskirtlana Í kynningu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey á skýrslu um Landspítalann og heilbrigðiskerfið var meðal annars varpað upp mynd af því hvernig stefnuleysi í heilbrigðismálum getur birst. Tekið var dæmi af hálskirtla- töku annars vegar og mjaðmaskipt- um hins vegar. Litið er á hálskirtla- töku sem aðgerð sem einkareknar sjúkrastofur ráða við en mjaðmaskipti er flókin aðgerð sem ekki er fram- kvæmd nema á sjúkrahúsum. Eins og sjá má af myndinni eru Ís- lendingar heimsmeistarar í hálskirtla- töku. Árið 2014 voru framkvæmdar 520 slíkar aðgerðir á hverja 100 þús- und íbúa á Íslandi, meira en fjórum sinnum fleiri en að meðaltali í öðrum löndum Efnahags- og framfarastofn- unarinnar, OECD. Næst flestar að- gerðir voru gerðar í Hollandi, 240, minna en helmingi færri en á Íslandi. Á hinni myndinni sést að aðeins voru gerðar 179 mjaðmaskiptaað- gerðir á hverja 100 þúsund Íslendinga árið 2014 á meðan meðaltal hinna landanna var nálægt 240. Það þyrfti að fjölga aðgerðum um þriðjung til að komast upp í meðaltalið og um 125 prósent til að ná jafnmörgum aðgerð- um og framkvæmdar eru í Belgíu, 401 aðgerð á hverja 100 íbúa. Ástæða færri mjaðmaskiptaað- gerða á Íslandi er ekki minni eftir- spurn. Í dag bíða um 492 landsmenn eftir slíkri aðgerð. Miðað við afköst tæki um tíu mánuði að tæma þennan biðlista. Til samanburðar bíða aðeins 38 eftir hálskirtlatöku á spítölunum. Miðað við afköst þeirra, en þó einkum einkastofa sem framkvæma flestar aðgerðanna, tæki það þrjár vikur að tæma biðlistana. Ástæða þess að McKinsey dregur upp þessa mynd er að hún kristallar vanda íslenska heilbrigðiskerfið eftir langvarandi stefnuleysi. Kerfinu tekst ekki að forgangsraða verkefnum. Það er ekki svo að bólgnir kirtlar séu mest áríðandi verkefni heilbrigðiskerfis- ins, þótt ekki sé ástæða til að gera of lítið úr hugsanlegum skaða af þeim. Og það er heldur ekki svo að í öðrum löndum séu bólgnir kirtlar stórkost- lega vanmeðhöndlað vandamál. Ástæða þess að McKinsey dregur fram þennan samanburð er að hann sýnir hvernig stefnuleysið hefur þokað kerfinu í að gera veigaminni aðgerðir sem einkastofur ráða við og framkvæma með stuðningi skatt- greiðenda en ekki tekist að halda í við aðrar þjóðir þegar kemur að veigameiri aðgerðum sem færa fólki stóraukin lífsgæði. Segja má að myndin sé af kerfi sem byggst hafi upp af aðhaldi gagnvart stærri opinberu kerfunum en eftirlits- og aðhaldsleysi gagnvart einkarekn- um lækningastofum. | gse Byggt á glæru úr kynningu McKinsey. Aðgerðir á hverja 100 þúsund íbúa. Margar hálskirtlatökur – fáar mjaðmaaðgerðir Ísland 520 Holland Holland Belgía Sviss Þýskaland Austurríki Finnland Noregur Frakkland Danmörk Svíþjóð Lúxemborg Ítalía Bretland Ísland 179 Írland Spánn Belgía Finnland Danmörk Lúxemborg Þýskaland Grikkland Svíþjóð Sviss Austurríki Frakkland Bretland Írland Danmörk Portúgal Spánn Ítalía LYF 17,4 +5% 18,3 60,9 +29% 78,7 SJÚKRAHÚS 16,9 30,6 +80% HJÚKRUNARHEIMILI 11,5 19,7 +71% HEILSUGÆSLA +38% TANNLÆKNAR 12,9 9,4 +86% HJÁLPARTÆKI 5,2 9,7 6,6 11,3 +76% SÉRFRÆÐINGAR 4,6 8,7 +91% SJÚKRAÞJÁLFUN 1,3 1,4 +23% FORVARNIRSjúkrahúsin stærst en vaxa minnst Ólíkir þættir heilbrigðiskerfisins hafa vaxið mjög mismunandi frá aldamótum. Á sama tíma og framlög til stóru sjúkrahúsanna hafa vaxið um 29 prósent hafa framlög til sérfræði- lækna vaxið um 76 prósent. Sjúkrahúsin voru um 54 prósent af kerfinu öllu um aldamótin en eru nú 48 prósent. Ef hlutur sjúkrahúsanna ætti að verða jafn og áður þyrfti að auka framlög til þeirra um 8,6 milljarða króna. Aðrir þættir sem hafa vaxið mest er heilsugæslan, hjúkrunarheimili og endur- hæfingarstöðvar. Einkavæðing er lítil innan heilsugæslunnar en mikil í endurhæfingu og hjúkrunarheimilum. Aukin þátttaka sjúklinga í lyfjakostnaði virðist hafa haldið aftur af aukningu kostn- aðar. Hlutdeild ríkisins lækkar að krónutölu en í heildina eykst lyfjakostnaður mun minna en annar heilbrigðiskostnaður. Sama má segja um tannlækningar, þær vaxa meira en sjúkrahúsin en minna en heilbrigðiskerfið í heild. Það kann að vera að mikill kostnaður sjúklinga valdi því að fólk kaupi síður lyf og tannlæknaþjónustu. Heildarframlög skattgreiðenda og sjúklinga til einstakra þátta heilbrigðiskerfisins árið 2015 og til samanburðar með- altal áranna 1998-2000 á föstu verðlagi dagsins í dag. Krafa um skýra stefnumörk- un í heilbrigðiskerfinu hefur vaxið samhliða kröfu- gerð um aukin framlög að undanförnu. Skýrsla ráð- gjafafyrirtækis McKinsey um Landspítalann dró fram veikleika kerfisins. Það virðist hafa vaxið stefnulaust á undanförnum árum og án markmiða um að sinna helst mikilvægustu verkefnunum. Margt bendir til að kerfið hafi fremur verið mótað af umdeildum hagfræðikenn- ingum en faglegum sjónar- miðum. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Ráðgjafafyrirtækið McKinsey tekur undir með forystumönnum innan heilbrigðiskerfisins; manna á borð við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskr- ar erfðagreiningar, Karl Matthíasson, forstjóra Landspít- alans, og Birgi Jakobsson landlækni. Allir hafa þeir lagt áherslu á upp- byggingu Landspítalans sem miðju íslenska heilbrigðiskerfisins. Stefna stjórnvalda undanfarin ár hefur hins vegar verið að veikja Landspítalann. Sjúkrahúsin hafa vaxið minna en kerfið í heild á meðan sérfræðistof- ur, heilsugæsla og hjúkrunarheim- ili hafa vaxið langt umfram kerfið í heild. Landspítalinn hrörnar Auðvitað er til innan hvers þátt- ar heilbrigðiskerfisins þörf um vöxt. Það er án efa mikil þörf fyrir að fjölga hjúkrunarheimilum, efla heilsugæslu og styrkja einkarekstur sérfræðilækna. En það er hæpið að þörf fyrir vöxt innan þessara þátta sé viðvarandi meiri en þörfin á upp- byggingu Landspít- alans. Það eru nánast all- ir sem skoðað hafa þessi mál sam- mála um að tregða stjórnvalda undanfarinna ára við að verja fé til Landspítalans hafi ekki aðeins sett starfsemi spítalans í hættu heldur sé á góðri leið með að kippa stoðun- um undan heilbrigðiskerfinu. Landspítalinn hljóti alltaf að verða miðja kerfisins; þar er starfs- fólk menntað, veigamestu aðgerð- irnar framkvæmdar og þar ætti að fara fram mat á þörfinni og stefnumörkun til að mæta henni, ekki bara varðandi starfsemi spítal- ans sjálfs heldur einnig varðandi að- gerðir og meðferð sem framkvæmd- ar eru af öðrum aðilum. Sérfræðingar eflast Þar sem stefnumörkun velferð- arráðuneytisins hefur verið veik hafa sjónarmið Sjúkratrygginga Íslands markað uppbyggingu kerf- isins. Þar eru gerðir samningar við sérfræðinga og sjálfstætt starf- andi stofnanir. Verðmæti þessara samninga hefur vaxið miklum mun meira en framlög til Landspítalans frá aldamótum. Á meðan Landspít- alinn og önnur sjúkrahús fengu um 28 prósent hærri framlög frá skatt- greiðendum í fyrra en um alda- mótin fengu sérfræðilæknar um 76 prósent hærri fjárhæð frá skatt- greiðendum og sjúklingum. Þeir hlutar heilbrigðiskerfisins sem hafa vaxið mest að undanförnu eru stofur sérfræðinga, heilsugæsla og hjúkrunarheimili; þeir hlutar kerfisins sem stefnt er að efla einka- rekstur. Sá hluti kerfisins sem sam- staða er um að halda í opinberum rekstri, sjúkrahúsin sjálf, hefur hins vegar vaxið lítið. Og í raun dregist saman sé miðað við fjölgun lands- manna. Aukinn einkarekstur Þegar fjárveitingar til kerfisins eru skoðaðar má merkja stefnu um að efla þá hluta kerfisins þar sem einkarekstur fer vaxandi en draga saman þá hluta sem eru í opin- berum rekstri. Afleiðingin er ekki aðeins sú að fjármagni sé beint til einkafyrirtækja heldur veldur því að þau verkefni sem einkafyr- irtækin sinna, sem oftast eru þau veigaminni og minna aðkallandi, fá forgang á meðan þau verkefni sem opinberu stofnanirnar sinna, sem oft eru flóknari, veigameiri og meira áríðandi, sitja á hakanum svo biðlistar lengjast og þjónustan versnar. Þessu til viðbótar hefur verið bent á að Sjúkratryggingum hafi ekki tekist að veita einkastofum faglegt eða fjárhagslegt aðhald. Það sést til dæmis í fjölda hálskirtlaað- gerða, sem vísað er til hér að neðan. Vandi heilbrigðiskerfisins er því ekki hvað síst afleiðing þess að til- teknar stjórnmálakenningar réðu meira um stefnuna á undanförnum árum en fagleg sjónarmið. Kerfið þjónar nú betur þeim sem hafa trú á auknum einkarekstri og hagsmun- um þeirra sem reka einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu en landsmönn- um sjálfum. Stefnuleysi eða kerfisbundin einkavæðing? VONDU KERFIN: heilbrigðisKERFIÐ Upphæðir eru í milljörðum króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.