Fréttatíminn - 14.10.2016, Side 2
Sakamál Maður sem ákærð-
ur er fyrir hrottalegt ofbeldi
gegn barnsmóður sinni,
var eftirlýstur af Interpol
fyrir mánuði síðan.
Hann náðist við
landamæraeftirlit
í Danmörku og
er nú kominn
til landsins.
Lögregla
telur að hann
muni raska friði konunnar
sé hann látinn afskiptalaus
meðan málið bíður meðferð-
ar. Nálgunarbann hefur ekki
stöðvað hann hingað til.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Maðurinn var ákærður í vor fyr-
ir alvarleg brot gegn barnsmóður
sinni; fyrir að nauðga henni ítrekað,
veitast að henni með ofbeldi, hóta
henni og smána. Á hann að hafa sent
kynferðislegar myndir af brotaþola
á samskiptasíður og til þriðja aðila.
Hann hefur samkvæmt lögreglu
haldið til í Hollandi undanfarið
ár. Málið verður tekið fyrir í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur á næstu vik-
um og var því hafin leit að mann-
inum. Þar sem hann ekki fannst
var hann eftirlýstur af Interpol.
Nokkrum dögum síðar náðist hann
við landamæraeftirlit í Danmörku
og var handtekinn við komuna til Ís-
lands þann 16. september. Var hann
úrskurðaður í farbann til 16. október
og einnig gert að sæta nálgunar-
banni í sex mánuði. Má hann ekki
koma nálægt heimili barnsmóð-
ur sinnar, nálgast hana, setja sig í
samband við hana eða veita henni
eftirför. Þetta er í annað sinn sem
maðurinn er settur í nálgunarbann
vegna ofbeldis gegn konunni en í
fyrra skiptið rauf hann nálgunar-
bannið ítrekað með áreiti.
Konan hefur lýst því að hún óttist
um líf sitt þegar maðurinn er stadd-
ur á landinu. Er það einnig mat lög-
reglu að hætta sé á að maðurinn
raski friði konunnar sé hann látinn
afskiptalaus, meðal annars á meðan
mál hans er til meðferðar hjá dóm-
stólum. Málið fer að öllum líkindum
fyrir rétt í nóvember.
Fréttatíminn ræddi við aðstand-
endur konunnar, sem segjast gæta
öryggis hennar vel.
Maðurinn er meðal annars
ákærður fyrir að beita konuna of-
beldi á fæðingardeildinni í fyrra
sumar, skömmu eftir að hún eign-
ast tvíbura. Var konan með börnin
í fanginu þegar atvikið átti sér stað.
Hjúkrunarfræðingur studdi frásögn
konunnar en Alda Hrönn Jóhanns-
dóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höf-
uðborgarsvæðinu, gagnrýndi í fjöl-
miðlum að starfsfólk spítalans hafi
ekki tilkynnt málið til lögreglu.
Maðurinn er einnig ákærður fyrir
að hafa haldið ofbeldinu áfram eft-
ir að konan kom heim af fæðinga-
deildinni, meðal annars með því að
þrýsta á sauma sem hún var með á
maganum eftir keisaraskurð, rifið
hana niður í gólf á hárinu á meðan
hún hélt á börnum þeirra í fanginu,
og slegið hana í andlitið. Á móð-
ir mannsins að hafa verið viðstödd
árásina og tók börnin en maðurinn
hélt áfram að rífa í hár konunnar og
slá hana.
Eftirlýstur eftir ofbeldi
á fæðingardeildinni
Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að beita konuna ofbeldi á fæðingar-
deildinni í fyrra sumar, skömmu eftir að hún eignast tvíbura.
Velferð Erling Smith beið
í 13 tíma eftir þjónustu á
sunnudag, þar sem starfs-
maður mætti ekki til að
sinna honum. Erling var með
NPA samning og persónu-
legan aðstoðarmann en þarf
nú að reiða sig á félagsþjón-
ustu Mosfellsbæjar.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Erling Smith er lamaður frá hálsi
eftir mótorhjólaslys og þarf að-
stoð við flestar daglegar athafnir.
Eiginkona hans var með samning
við bæinn um að sinna þessu hlut-
verki frá árinu 2009 þar til í sum-
ar að hann missti NPA samning
sinn. „Síðan þá þarf ég að fá aðstoð
þegar það hentar bænum að senda
starfsmann,“ segir Erling. „Fyrir
nokkrum dögum fór konan að sofa
á undan mér, því ég var að horfa á
sjónvarpið frammi í stofu. Klukkan
þrjú um nóttina, þegar hún vakn-
aði til að fara á klósettið, sat ég enn
í stólnum því starfsmaðurinn frá
bænum hafði ekki mætt. Þetta er
ekki í fyrsta sinn, en konan mín er
í vaktavinnu og ég er bjargarlaus
þegar þeir mæta ekki.“
Erling segir að fólk á vegum
sveitarfélagsins banki núna uppá
hjá konunni hans og vilji vita hvern-
ig eigi að gera hlutina. „Það kemur
nýr starfsmaður á hverjum degi, til
að setja á mig þvaglegg og aðstoða
við mjög persónulega hluti. Ég hef
lent í því að vera hlandblautur tvo
daga í röð þar sem starfsmennirn-
ir kunna ekki hlutverk sitt. Mér
finnst þetta fyrirkomulag vera tóm
illkvittni.“
Aldís Stefánsdóttir talsmaður
Mosfellsbæjar segir að starfsmað-
ur frá bænum hafi átt að sinna Er-
ling frá 6 til 10 á sunnudagskvöld.
Hann hafi gleymt sér og ekki mætt.
Hún segir að bæjaryfirvöldum þyki
það leitt og þetta sé afar óheppilegt.
Erling hafi þó sérstakt neyðarnúm-
er sem hann geti hringt í ef aðstoð
berst ekki. Hann hafi ekki hringt.
Sat í 13 tíma í hjólastólnum —
aðstoðarmaður mætti ekki
Erling Smith
er lamaður
frá hálsi
eftir mótor-
hjólaslys.
alla föstudaga
og laugardaga
Nemandi í stjórnmálafræði er afar
óhress með útskýringar kennara
síns, Hannesar Hólmsteins Giss-
urarsonar prófessors á launamun
kynjanna. „Hvernig stendur á því að
prófessor við HÍ fær leyfi til að færa
rök fyrir svona bull?,“ segir náms-
konan Lily Fisher á Facebook-síðu
sinni þar sem hún birtir nokkr-
ar glærur úr fyrirlestri Hannesar.
„Úúpps, gleymdi að ég væri kona
og ætti vera hamingjusöm bara af
því ég er mamma. Gígja „litla launin
mín“ sér um að borga reikningana.“
Fjörugar umræður spunnust
um glærusýningu Lilyar og er hún
hvött til að tilkynna kennsluefni
Hannesar til jafnréttisráðs Háskóla
Íslands. | þka
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 14. október 2016
Hannes og launamunurinn
Glærusýningar Hannesar eru sagðar
vekja gremju nemenda.
Háskóli Íslands
Við höfum ekki undan
Dómsmál „Við erum alltaf að
berjast við að hafa undan,
við höfum ekki tíma eða
fjármagn til að standa
betur að málum,“ segir
Helgi Magnús Gunnarsson
vararíkis saksóknari en
Hæstiréttur hefur fellt niður
mál sérstaks saksóknara
gegn Hannesi Smárasyni
vegna fjárdráttar.
Hannes var sýknaður í febrúar
í fyrra af ákærunni en hann var
sagður hafa millifært tæplega þrjár
milljónir króna af bankareikningi FL
Group hjá Kaupþingi í Lúxemborg
inn á reikning eignarhaldsfélagsins
Fons árið 2005.
Í dómi Hæstaréttar kemur fram
að málið hafi verið fellt niður vegna
þess að saksóknari skilaði ekki
greinargerð á réttum tíma þrátt fyr-
ir ítrekaðar framlengingar á fresti,
Ríkissaksóknari hafi ekki veitt hald-
bærar skýringar á því hvers vegna
það tók svo langan tíma að útbúa
málsgögn og skila þeim til Hæsta-
réttar. „Þegar málsgögnin bárust
loks réttinum voru liðin meira en
ellefu ár frá ætluðu broti, nærri átta
ár frá upphafi rannsóknar og rúm-
ir sautján mánuðir frá því að ríkis-
saksóknari gaf út áfrýjunarstefnu til
að fá hnekkt héraðsdómi um sýknu
ákærða.“
Helgi Magnús sagðist ekki hafa
lesið dóminn, þegar Fréttatíminn
hafði samband við hann rétt áður
en blaðið fór í prentun. Hann sagði
þó að það kæmi á óvart að Hæsti-
réttur hefði lagaheimild til að fella
niður málið á þessum forsendum.
Það sé alþekkt að dráttur á málum
hafi stundum áhrif á ákvörðun refs-
ingar en hann viti ekki til þess að
mál hafi áður verið felld niður vegna
hans. | þka
Nær ellefu ár liðu frá því að féð var
millifært af bankareikningi FL Group
þar til málið var fellt niður vegna þess
hve málið hefur dregist.
Heilbrigðismál Heilbrigðis-
eftirlit Reykjavíkur komst að
því að hitakassar hefðu verið
ófullnægjandi.
Að minnsta kosti 34 fengu matar-
eitrun í brúðkaupsveislu í Sand-
gerði og er sökudólgurinn líklega
lambakjöt. Þetta kemur fram í
Farsóttarfréttum Landlæknaemb-
ættis, en málið var rannsakað af
sóttvarnarlækni og náðist tal af 45
gestum af 60.
Fréttatíminn greindi frá því í
sumar að veisluþjónustan Mínir
menn hefðu verið sakaðir um að
eyðileggja brúðskaupsveislu Sig-
urbjargar Dísar Konráðsdóttur og
eiginmanns hennar, Jón Hauks
Ólafssonar. Það er Magnús Ingi
Magnússon sem á veisluþjónustuna,
en hann er betur þekktur sem
Maggi í Texasborgurum.
Fram kemur í farsóttarfréttum að
maturinn, sem borinn var á borð í
veislunni, var lagaður í veitingahúsi
í Reykjavík og fluttur til Sandgerð-
is í hitakössum með ófullnægjandi
hætti að mati Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur. | vg
34 fengu matareitrun vegna
lambsins hjá Texas-Magga
Magnús Ingi Magnússon bar á borð lambakjöt sem var líklega eitrað.