Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 14.10.2016, Side 12

Fréttatíminn - 14.10.2016, Side 12
Við skiljum eftir drauma í Póstboxi fyrir þá sem ætla sér stóra hluti VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA 16 -2 68 8 – H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA 12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 14. október 2016 og áður, fólk hélt áfram að flytja úr sveitunum í bæinn og kjördæma- kerfið hafði ekki undan að aðlagast. Þetta misvægi hafði meiri áhrif til að draga úr vægi sósíalísku flokk- anna á íslenskt samfélag en klofning- ur vinstri manna. Hann hjálpaði ekki til, en var ekki meginástæðan. Klofningur nær til hægri Með kjördæmaskipaninni 1959 voru einmenningskjördæmin lögð af og í stað þeirra komu átta kjördæmi þar sem vægi atkvæða landsbyggðar- fólks vó hærra en þéttbýlisfólks. Ís- lenska einmenningskjördæmakerfið hafði viljað þrjá þingflokka á þing; Sjálfstæðisflokkinn annars vegar og Framsókn og Alþýðuflokkinn hins vegar. Eftir klofning vinstri manna var kerfið orðið að fjórflokki. Kjördæmaskipanin 1959 styrkti stöðu fjórf lokksins. Klofningur vinstri manna í tvo flokka fékk styrkari stoðir innan kerfsins. Það var frekar að það ýtti undir enn frekari klofing. Átta kjördæmi með 60 þingmönnum skapaði rúm fyr- ir enn meiri klofning en rúmaðist í einmennings- og tvímenningskjör- dæmunum. Breytingin 1959 var ólétt af enn meiri uppstokkun flokkakerfs- ins. Og sá klofningur kom fyrst fram hjá vinstri mönnum. Ekki vegna þess að þeir væru þrasgjarnari en annað fólk heldur vegna þess að einmenn- ingskjördæmin höfðu ekki þjappað þeim saman í öflugar valdastofnanir. Pólitík snýst að miklu leyti um sigur og árangur. Einmenningskjördæmið hafði fært sameinuðum hægri mönn- um lykilstöðu í íslensku samfélagi og Framsóknarflokknum völd og áhrif langt umfram fylgi. Saga sósíalísku flokkanna var hins vegar lituð von- brigðum og árangursleysi sem skilj- anlega braust út í klofningi og ásök- unum um slælega forystu. Næsti klofningur vinstri manna kom 1971, tólf árum eftir kjördæma- breytinguna, með Samtökum frjáls- lyndra vinstri manna. Næsti 1983 með Bandalagi jafnaðarmanna. Þar á eftir kom Þjóðvaki 1995. Segja má að breytingarnar á kjör- dæmakerfinu 1959 hafi viljað knýja fram kerfi fimm til sex þingflokka og áhrif þess sjást einkum á seinni hluta tímabilsins, á níunda og tíunda áratugnum. Frá 1983 sitja fimm þing- flokkar á þingi og flest árin sex. Fleiri þingmenn í kjördæmi leiða til þess að auðveldara er fyrir flokk að komast á þing. Í einmenningskjör- dæmi þarf flokkur á ná flestum at- kvæðum allra flokka til að komast á þing. Í reynd þurfa flokkar oftast um 40 prósent atkvæða eða meira til að vinna einmenningskjördæmi. Í kjördæmi með 8 þingönnum nægir í mörgum tilvikum að ná rúmlega 10 prósent atkvæða í viðkomandi kjör- dæmi. Stærri kjördæmi draga því úr þörf- inni á málamiðlun fyrir kosningar. Þau ýta undir að ólíkar áherslur, ólík framtíðarsýn eða óánægja með for- ystu kljúfi flokka. Og það gerðist ekki aðeins meðal vinstri manna. Borg- araflokkurinn kom fram 1987 og Frjálslyndi flokkurinn 1999. Breytt kjördæmakerfi var farið að mylja nið- ur sameiningu hægri manna, sem hafði byggst upp innan einmenn- ingskjördæmisins. Nýtt kjördæmakerfi opnaði líka möguleika fyrir kvennaframboð eins og það hafði víða í Evrópu opnað leið fyrir græn framboð. Stærri og færri kjördæmi eru forsenda þess að slík framboð kringum einstaka mála- flokka nái á þing. Landsbyggðin í Vatnsmýri Kjördæmakerfinu var enn á ný breytt árið 2000. Kjördæmum var fækkað í sex og þau stækkuð. Gamla kerfið hafði viljað knýja fram fimm til sex flokka á þingi og líklega mun þessi breyting kalla á enn fleiri flokka; mögulega sjö til átta. Það á eftir að koma í ljós. Margt bendir til að við séum kom- in skammt inn í uppstokkun flokka- kerfisins. Það sést á mörgu. Eitt er að nýgömlu flokkarnir, Samfylking og Vinstri græn, hafa enn tilhneig- ingu til að stilla upp hefðbundnum kjördæmapoturum í landsbyggðar- kjördæmin. Þau stilla fram fólki sem tilheyrir síðasta kjördæmakerfi eða þar síðasta. Þegar skoðað er hvernig fylgi Pírata skiptist á milli kjördæma sést að þetta eru úr sér gengin sjón- armið. Píratar njóta næstum álíka mikils fylgis í landsbyggðarkjör- dæmunum og í þéttbýlinu. Málflutn- ingur þeirra höfðar til almennra hagsmuna fólks en ekki sérhags- muna. Það getur verið árangurs- ríkara en að stilla upp manni sem vinnur fyrir hagsmuni Þingeyinga kjördæmi sem spannar frá Siglufirði til Hafnar í Hornafirði. Erfiðleikarnir við að sameina fólk í svona víðfeðmu kjördæmi sem spannar svo ólíka hagsmuni sjást meðal annars af því að nú er því haldið fram að helsta hagsmunamál landsbyggðarinnar í dag sé Reykja- víkurflugvöllur. Kísilver á Bakka, ferðamenn á Siglufirði, vegagerð við Djúpavog og annað slíkt tvístr- ar fólki í kjördæminu. Það má sam- eina það um vörn fyrir flugvöllinn í Vatnsmýri. Stærri kjördæmi brjóta flokka Veigamestu áhrifin af breyttu kjör- dæmakerfi verða þau að héðan í frá munu tveggja flokka stjórnir líklega heyra sögunni til. Slíkar stjórnir eru nánast óþekktar í löndum sem búa við svipað kjördæmakerfi og við. Í Danmörku eru að meðaltali 18 þingenn á hvert kjördæmi og níu flokkar á þingi. Þar situr minni- hlutastjórn 34 þingmanna Venstre af 179 þingmönnum. Það er álíka og ef 12 manna þingflokkur á Alþingi Ís- lendinga myndaði minnihlutastjórn. Í Svíþjóð eru 12 þingmenn á hvert kjördæmi, átta flokkar á þingi og minnihlutastjórn tveggja flokka með um 40 prósent þingsæta. Í Noregi eru 9 þingmenn á kjördæmi, átta flokkar á þingi og minnihlutastjórn tveggja flokka með um 46 prósent þingsæta. Í Finnlandi eru 15 þing- menn á kjördæmi og átta flokkar á þingi. Í Hollandi eru 7 þingmenn á kjördæmi og ellefu þingflokkar á þingi. Og svo framvegis. Einkenni þessara þinga eru samkomulag milli f lokka. Öfugt við einmenningskjördæmin, sem knýja á um samkomulag innan fárra flokka, leiða stærri kjördæm- in til þess að flokkum fjölgi og þeir leiti samkomulags sín á milli inn- an þingsins. Víða mæta flokkarnir saman til kosninga í bandalögum, en það er ekki algilt. Stjórnarkreppa Við erum að sigla inn í slíkt kerfi. Uppbrot flokkakerfisins er ekki af- leiðing af Hruninu, þótt svipmót þess megi mögulega rekja þangað. Uppbrotið liggur í kerfinu sem deil- ir út völdum og áhrifum í kosning- um. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að brotna upp síðan 1987 og hann mun halda áfram að brotna. Viðreisn er að sumu leyti afkvæmi nýs kjördæmakerfis eins og miðlæg staða Sjálfstæðisflokksins í íslensk- um stjórnmálum var afleiðing ein- menningskjördæmanna. Að sama skapi gengur draumur Samfylkingarinnar um sameiningu allra vinstri manna í einn flokk ekki upp vegna þess að kjördæmakerf- ið vill það ekki. Þvert á móti vinnur það gegn sameiningu og ýtir undir fleiri flokka. Staða þessara tveggja flokka sýn- ir hversu rík hefðin getur verið og stundum sterkari en virkni nútím- ans. Og oft lifir hún lengst í draum- um okkar og væntingum. Það er hins vegar mikilvægt að íslenskt stjórnmálalíf aðlagi sig að breyttum forsendum. Ef það tekur langan tíma munum við þurfa að búa við viðloð- andi stjórnarkreppur næstu árin; áframhald af ástandinu frá 2007 sem hefur einkennst af stjórnarslitum og átökum sem hafa veikt og brotið upp ríkisstjórnir. Ef umbreytingin geng- ur hratt yfir munum við komast fljótt í skandinavískt ástand. Þrátt fyrir minnihlutastjórnir njóta þjóðþingin á Norðurlöndum mikils traust, um og yfir 60 prósent. Á Íslandi er traust á Alþingi nálægt 11 prósentum. Stórir flokkar og tveggja flokka stjórnir hafa því ekki fært Ís- landi góð stjórnmál. Það er því lítil ástæða til að óttast breytingarnar. Einmenningskjördæmin til 1959 3-4 flokkar á þingi Kjördæmakerfið 1959-1999 4-6 flokkar á þingi Kjördæmakerfið eftir 2000 5-8? flokkar á þingi

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.