Fréttatíminn - 14.10.2016, Qupperneq 14
krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma@krumma.is
OFYR grill
-Einstök hönnun-
Grillin frá OFYR búa yfir einstakri hönnun og eldunar eiginleikum.
Veglegur grillflöturinn gerir grillaranum kleift að gefa
ímyndunaraflinu lausan tauminn.
Grillið er stílhreint og einfalt sem gerir það að verkum að klassískar
línur grillsins vinna í sátt við umhverfið.
-Einstakir grilleiginleikar-
KR,- 275.000
Þá hefur regnbogasilungur veiðst í
fiskveiðiám víða um land síðastliðin
ár, meðal annars í nokkrum þekkt-
ari laxveiðiám landsins. Ástæðan
fyrir því að fleiri fréttir berast af því
að regnbogasilungur hafi veiðst en
eldislax er líklega sú að auðveldara
er að greina regnbogasilunginn en
eldislaxinn. Enginn fiskur í náttúru
Íslands lítur út eins og regnboga-
silungur.
Fleiri aðilar hafa gefið það út að
þeir ætli að hefja laxeldi, meðal
annars útgerðarfélagið Hraðfrysti-
húsið Gunnvör í Hnífsdal á Vest-
fjörðum sem hyggur á sjö þúsund
tonna eldi í Ísafjarðardjúpi, og að
minnsta kosti tvö laxeldisfyrirtæki
á Austurland, Laxeldi Austurlands
og Laxar fiskeldi. Þá vinnur Arnar-
lax að því að hefja laxeldi í Bol-
ungarvík.
Landsamband veiðifélaga hefur
meðal annars tekið þátt í þessari
umræðu og segir Jón Helgi Björns-
son formaður samtakanna að
nýrnaveiki hafi komið upp í tveim-
ur laxaseiðastöðvum á Tálknafirði,
annars vegar hjá fyrirtækinu Bæj-
arvík ehf. og hins vegar hjá fyrir-
tækinu Arctic Smolt. „Við teljum að
villtum löxum stafi mikil hætta af
nýrnaveikum eldislöxum. Ef sýkt-
ir laxar sleppa úr eldinu getur það
haft mjög slæmar afleiðingar fyrir
lífríkið. Þótt nýrnaveiki komi upp
í einum og einum laxi í náttúrunni
þá gerir það ekki svo mikið til en í
laxeldiskvíum geta slíkar sýkingar
orðið klínískar. Ef slíkir sýktir lax-
ar sleppa úr eldinu getur það haft
mjög slæmar afleiðingar fyrir líf-
ríkið.“ Tekið skal fram að Jón Helgi
er eigandi jarðarinnar Laxamýri
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 14. október 2016
„Ég óttast það að við séum einu
sinni enn að fara af stað í einhverj-
um hamagangi með nýja atvinnu-
grein í stað þess að leyfa henni að
þróast með eðlilegum hætti til að
sjá kosti hennar og galla. Mér finnst
sumir telja að laxeldið eigi að vera
hinn nýi bjargvættur Íslands,“ seg-
ir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-
og auðlindaráðherra, aðspurð um
hvaða skoðun hún hafi á auknu lax-
eldi á Íslandi og hvernig hún telji að
stjórnvöld í landinu eigi að bregðast
við því.
Hún segir að í síðustu viku hafi
ríkisstjórnin ákveðið að hefja
stefnumótunarvinnu um laxeldi á
Íslandi sem Gunnar Bragi Sveins-
son sjávarútvegsráðherra muni
leiða og að umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytið muni vera með fulltrúa í
þeirri nefnd. „Þannig að þessi nefnd
mun hafa það hlutverk að skoða lax-
eldið frá öllum hliðum. Við vorum
síðast á fundi í gær [þriðjudag] í
ráðuneytinu að ræða laxeldið.“
Sigrún segist hafa verið meðvituð
um mögulegar hættur af laxeldinu
í aldarfjórðung. „Ég get sagt þér
það að fyrir tuttugu og fimm árum
flutti ég tillögu og þrungna ræðu
í borgarstjórn þegar setja átti lax-
eldi í Viðeyjarsund. Ég var smeyk
við þann úrgang sem laxeldið hefði
skilið eftir sig.“
Sigrún segir þó að hún sé ekki
að segja að hún sé mótfallin laxeldi
heldur einungis að skoða þurfi af-
leiðingar þessarar atvinnugrein-
ar mjög vel. „Það þarf alltaf að
skoða hvert tilfelli fyrir sig. Á Við-
eyjarsundi var ekki nægilega mik-
ill straumþungi til að sjórinn hefði
hreinsað úrganginn frá laxeldinu.
Kannski getur laxeldi verið gott við
vissar aðstæður. Þess vegna er ég
nú framsóknarmanneskja í hjarta
mínu; ég get ekki verið svört eða
hvít í öllu. Mannlífið, og allt saman,
hefur ýmsar hliðar. Laxeldi getur
átt rétt á sér á vissum stöðum. En ég
bið fólk bara að ganga varlega um
gleðinnar dyr og þetta hefur verið
varúð mín lengi.“
Ríkisstjórnin telur því að aukn-
ing umsvifa laxeldisfyrirtækja á
Íslandi kalli á sérstaka stefnumót-
unarvinnu og er sú vinna hafin nú
þegar samkvæmt Sigrúnu.
Lagaumhverfi ábótavant
Landssamband fiskeldisstöðva hef-
ur gefið það út að stefnt sé að því í
framtíðinni að framleiða árlega á
milli 60 og 90 þúsund tonn af eld-
islaxi á Íslandi samkvæmt Höskuldi
Steinarssyni, framkvæmdastjóra.
Ríkisstjórnin vinnur að stefnumótun fyrir laxeldi á Íslandi.
Laxeldisfyrirtæki stefna að tíföldun í framleiðslu á eldislaxi.
Stór hluti fjármagns í íslensku laxeldi kemur frá norskum
eldissfyrirtækjum sem vilja framleiða lax utan Noregs. Um-
hverfisráðherra og Umhverfisstofnun telja regluverki í lax-
eldi ábótavant. Milljón tonna framleiðsla á eldislaxi í Noregi
hefur valdið genabreytingum á viltum norskum eldislaxi.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Stríðið um laxeldið:
„Þú setur ekki verðmiða á náttúruna“
„Þetta er svipuð tala og Færeyingar
eru að gera og um 45 prósent af út-
f lutningsverðmætum Færeyinga
er eldislax.“ Höskuldur var áður
framkvæmdastjóri laxeldisfyrir-
tækisins Fjarðalax sem fyrr í sum-
ar sameinaðist Arnarlaxi á Bíldudal.
Fyrirtækið framleiðir sex þúsund
af þeim átta þúsund tonnum af
eldislaxi sem framleidd voru á Ís-
landi í fyrra og er því langstærst á
íslenska markaðnum. Hærri tölur
um umsóknir á framleiðsluleyfum
í laxeldi hafa komið fram í fjölmiðl-
um, á milli 100 og 120 þúsund tonn,
þannig að framleiðslan gæti orðið
enn meiri en Höskuldur nefnir.
Stækkun laxeldisgreinarinnar
á Íslandi er drifin áfram að hluta
af hagnaðarþörf þeirra fjárfesta
sem hafa lagt fé inn í greinina. Í
nokkrum tilfellum, meðal annars
hjá Fjarðalaxi og Laxeldi Austfjarða,
kemur fjármagnið bak við laxeldið
frá Noregi og norskum laxeldisfyrir-
tækjum. Höskuldur segir að í fyrra
hafi 8 þúsund tonn af eldislaxi ver-
ið framleidd á Íslandi, í ár sé fram-
leiðslan um 15 þúsund tonn, hugs-
anlega 20 þúsund tonn árið 2018 og
svo alltaf aukning í framleiðslunni
þar á eftir. Því er um ræða marg-
földun á framleiðslu á eldislaxi á
Íslandi, allt að tíföldun, ef áætlan-
ir Landssambands fiskeldisstöðva
ganga eftir.
Hagsmunaðilar í laxeldinu, eins
og Höskuldur, benda hins vegar
yfirleitt fyrst á mikilvægi eldisins
fyrir efnahag landsins og atvinnu-
líf í dreifbýli þar sem laxeldi skap-
ar nú þegar rúmlega 500 bein störf
á Íslandi. Víkingur Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Arnarlax, benti
blaðamanni á að tala við fólk sem
starfar í fiskeldi á sunnanverðum
Vestfjörðum þegar haft var sam-
band við hann um sýn hans á fisk-
eldi á Íslandi en hann vildi annars
ekki tjá sig um rekstur fyrirtækis-
ins.
Aflönd og Ísland
Talsverð umræða hefur verið um
lax- og regnbogasilungseldi í ís-
lensku samfélagi í sumar og haust,
meðal annars vegna hættu á sjúk-
dómum eins og nýrnaveiki, sem
eldisfiskurinn getur borið með sér
fyrir villtar laxa- og silungstegundir.
Ísland horfir til Noregs
eftir fyrirmynd í laxeldi
en Norðmenn hafa fram-
leitt um milljón tonn á ári
síðastliðin ár. Íslensk eld-
isfyrirtæki stefna að um
100 til 150 þúsund tonna
framleiðslu. Hér sjást
sjókvíar frá Arnarlaxi í
Arnarfirði á Vestfjörðum.
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráð-
herra vill að gengið verði hægt um
gleðinnar dyr í laxeldinu og varar við
því að litið verði á greinina sem bjarg-
vætt fyrir Ísland.
„Þetta myndi stöðva
atvinnuuppbyggingu á
landsbyggðinni“