Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 30
Matartíminn Þann 22. október Matartíminn auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300 gt@frettatiminn.is | 531 3319 30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 14. október 2016 Ofbeldi í nánum samböndum tengist hugmyndum um karlmennsku Þeir sem beita ofbeldi í nánum samböndum líta á sig sem sterka og dug- lega einstaklinga sem eigi virðingu skilið. Oft á tíðum réttlæta þeir ofbeldi og aðr- ar skapsveiflur með því að þeir séu fyrirvinnur heimil- isins. Þetta eru fyrstu niður- stöður nýrrar rannsóknar sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Höf- undur hennar, Jón Ingvar Kjaran, segir nauðsynlegt að brjóta niður skaðlegar hug- myndir um karlmennsku. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ofbeldi á heimilum tekur á sig ýms- ar myndir en er í flestum tilvikum kynbundið. Talið er að á heimsvísu verði þriðja hver kona fyrir líkam- legu ofbeldi af hálfu maka eða þess sem hún býr með einhvern tímann á ævinni. Miðað við þetta er heim- ilið hættulegasti staður kvenna og er Ísland þar engin undantekning. Hér á landi hafa verið gerðar rannsóknir á konum sem verða fyrir ofbeldi af hálfu maka en í nýrri rannsókn beinir Jón Ingvar Kjaran, kynjafræðingur og lektor á Menntavísindasviði Háskóla Ís- lands, sjónum sínum að körlum sem beita ofbeldi. Í rannsókninni var lögð áhersla á að skoða hvern- ig karlmenn töluðu um ofbeldið og hvernig þeir útskýrðu það, með því markmiði að sjá hvaða mynd þeir sem beita ofbeldi draga upp af sjálfum sér. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Skaðlegar karlmennskuhugmyndir „Flestir mannanna hafa komið til mín úr einhverskonar meðferðar- úrræði, hafa verið á Vernd eftir að hafa setið inni, eða þá að þeir hafa komið til mín í gegnum samtökin Heimilisfriður sem byggja á sam- talsmeðferð fyrir karlmenn sem hafa beitt maka sinn ofbeldi,“ segir Jón Ingvar en hann tók viðtöl við gagnkynhneigða karlmenn á aldr- inum 28 til 50 ára, úr öllum stéttum þjóðfélagsins. „Með rannsókninni er ég ekki að reyna að finna sálfræðilegar útskýr- ingar á ofbeldinu sem slíku held- ur legg ég áherslu á að þeir útskýri sjálfir sína hegðun og í rannsókn- inni styðst ég að miklu leyti við hugmyndir breska félagsfræðings- ins Jeff Hearn sem hefur rannsak- að hugmyndir um karlmennsku og skrifað mikið um og rannsakað of- beldi í nánum samböndum,“ segir Jón Ingvar en Hearn tekur mjög af- gerandi afstöðu í sínum rannsókn- um og rekur kynbundið ofbeldi til viðhorfa samfélagsins og hug- mynda um karlmennskuímyndina. „Á Íslandi og í öðrum samfé- lögum þar sem jafnrétti er komið lengra á veg er ofbeldi í nánum sam- böndum frekar dulið en rót vand- ans liggur í þessum hefðbundnu karlmennskuhugmyndum og þess vegna er ofbeldi oftast kynjað. Mér finnst það oft gleymast þegar menn leggja of mikla áherslu á einstak- lingsbundnar orsakir eða sálfræði- lega þætti að skoða ofbeldið með kynjagleraugum. Konur verða fyrir ofbeldi í æsku en þær fremja mun síður ofbeldi á fullorðinsárum. Ef ofbeldi færðist á milli kynslóða þá ætti slíkt líka að eiga við um konur. Það eru langoftast karlmenn sem beita konur ofbeldi frekar en öf- ugt og það má að mínu mati rekja til gamalla og skaðlegra hugmynda um karlmennsku,“ segir Jón Ingvar. Vilja allir vera góðir feður Jón Ingvar segir það hafa komið sér á óvart hversu sterkar hugmyndir þeirra sem beita ofbeldi í nánum samböndum hafi um karlmanninn sem fyrirvinnu heimilisins. „Sú hugmynd að karlinn þurfi að vera skaffarinn er enn mjög ríkjandi. Og í þeim tilfellum þar sem þeir eru skaffarar þá telja þeir að þeim leyf- ist ákveðin hegðun. Þeim finnst sú staðreynd að þeir dragi björg í bú réttlæta allan pirring innan heimil- isins. Þegar þeir verða fyrir mótlæti frá konunni, þegar hún er að „tuða í þeim“ eins og þeir kalla það, þá finnst þeim þeir ekki eiga það skilið. Og þannig réttlættu þeir ofbeldið á meðan á því stóð.“ „En svo er ákveðin þversögn til staðar því þeir segjast líka vera dug- legir að taka þátt í störfum innan heimilisins, bæði að elda og taka til. Það virðist því sem við lifum á tímum þar sem karlmennskuhug- myndir lifi með frekar nýtilkomnu jafnrétti. Þeir segjast líka allir vilja vera góðir feður og það er ein helsta ástæða þess að þeir ákveða að leita sér hjálpar.“ Þrátt fyrir að hafa komið Jóni Ingvari á óvart að frekar ungir ís- lenskir karlmenn leggi ríka áherslu á að þeir séu fyrirvinnur og hafi því aðeins meira svigrúm þegar kemur að pirringi og skapsveiflum þá segir hann það endurspegla það sem er- lendir fræðimenn hafi þegar sagt. „Í Bretlandi hefur verið tekið mik- ið af viðtölum við menn úr útgerðar- bæjum eins og Hull, menn sem eru á sjónum þrjár vikur í mánuði og eyða svo vikunni í landi á barnum. Þegar konurnar byrja að kvarta yfir drykkjunni og fjarverunni verð- ur allt vitlaust og þeir beita ofbeldi sem þeir svo réttlæta með þessum skaffarahugmyndum. Mínir viðmæl- endur eru samt ekki eingöngu í jað- arhópum heldur eru þeir af öllum sviðum samfélagsins. Ofbeldið er stéttlaust í þeim skilningi og tengist frekar strúktúr samfélagsins sem byggir því miður enn á hugmynd- um feðraveldisins.“ Neysla ekki skýring á ofbeldinu Jón Ingvar segir þær hugmynd- ir sem mennirnir hafi um sjálfa sig falla mjög vel að ríkjandi hugmynd- um um karlmennsku. „Þeim finnst þeir fyrst og fremst vera rosalega duglegir og sterkir einstaklingar. Á sama tíma segjast þeir vera um- hyggjusamir og miklir feður í sér og vilja gera allt fyrir börnin sín. En svo kemur þessi stóra þversögn að þeir beita þá sem þeir eru í nánu sambandi við ofbeldi. Ofbeldið sem mennirnir beita er auðvitað misgróft en ofbeldi er alltaf ofbeldi og við- mælendur mínir kalla sig flestir of- beldismenn. Útskýringin á ofbeldinu er oftast sú að ofbeldið tengist skap- inu sem þeir ráði ekki við undir ákveðnum kringumstæðum. Þeir segjast verða sérstaklega brjálaðir séu þeir sviknir eða sé þeim ekki treyst, eða þegar þeir eru gagn- rýndir. Allt þetta tengist hugmynd- um um karlmennsku. Þeir vilja vera sterkir og að þeim sé sýnd virðing en allt annað er merki um veikleika. Flestir mannanna voru undir áhrif- um áfengis eða annara vímuefna í kringum þann tíma sem ofbeldið átti sér stað en sögðust samt ekki endi- lega hafa verið undir áhrifum þegar þeir beittu ofbeldinu. Neysla er því ekki megin orsakaskýring þeirra á ofbeldinu.“ Breytingar taka tíma En sé það svo að orsök kynbundins ofbeldis liggi fyrst og fremst í hug- myndum gerenda um karlmennsku hlýtur lausnin að einhverju leyti að felast í því að brjóta þessar hug- myndir niður, eða hvað? „Já, við höldum að við séum kom- in yfir þessar hugmyndir en þær eru ennþá undirliggjandi því þetta tek- ur tíma,“ segir Jón Ingvar. „Ég tel, og reyndar viðmælendur mínir líka, fræðslu vera mjög mikilvæga og ég er sannfærður um að efling kynja- og jafnréttisfræðslu í skólum sé besta forvörnin. Við þurfum að berjast gegn þessum gömlu karlmennsku- hugmyndum því þær eru, eins og rannsóknin bendir á, skaðlegar.“ „Þegar konurnar byrja að kvarta yfir drykkjunni og fjarverunni verður allt vit- laust og þeir beita ofbeldi sem þeir svo réttlæta með þessum skaffarahugmynd- um.“ Útskýringin á ofbeldinu er oftast sú að ofbeldið tengist skapinu sem þeir ráði ekki við undir ákveðnum kringumstæðum. Þeir segjast verða sérstaklega brjálaðir séu þeir sviknir eða sé þeim ekki treyst, eða þegar þeir eru gagnrýndir. Allt þetta tengist hugmyndum um karlmennsku. Mynd | Rut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.