Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 14.10.2016, Síða 44

Fréttatíminn - 14.10.2016, Síða 44
KOMDU OG NJÓTTU MEÐ OKKUR! Tapasbarinn er 16 ára og þér er boðið í afmælisveislu mánudaginn 17. og þriðjudaginn 18. október tapasbarinn – hinn eini sanni í 16 ár 10 vinsælustu tapasréttirnir 590 kr./stk. • Marineraðar lambalundir með lakkríssósu • Bleykja með hægelduðu papriku salsa • Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús • Hvítlauksbakaðir humarhalar • Marineðar kjúklingalundir með alioli • Serrano með melónu og piparrót • Grillaðar lambalundir Samfaina með myntusósu • Spænsk eggjakaka með lauk og kartöflum • Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilli sósu • Nautalund í Borgunion sveppasósu ... og allir fá ljúffenga og margrómaða súkkulaðiköku Tapasbarsins í eftirrétt. Codorníu Cava-glas 490 kr./stk. Peroni, 330 ml 590 kr./stk. Campo Viejo, léttvínsglas 690 kr./stk. veitingar á afmælisverði BORÐAPANTANIR Í SÍMA 551 2344 AFMÆLISleikur Í tilefni tímamótanna langar okkur að gleðja heppna viðskiptavini. Fylltu út þátttökuseðil á tapas.is og þú gætir unnið veglega vinninga t.d. ferð fyrir tvo til Tenerife á Spáni í sjö daga - að verðmæti 403.115 kr. Vinningar verða dregnir út 19. október 2016. Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík Sími 551 2344 | www.tapas.is RESTAURANT- BAR 44 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 14. október 2016 Þegar ég hitti Dylan Fyrir all löngu vann ég í móttöku á stóru hóteli í Kaupmannahöfn. Þang- að kom Bob Dylan og fylgdarlið hans. Stærsta svítan var ætluð meistar- anum. Ég var á símavakt og missti af prósessíunni koma og tékka inn. Þegar síminn hringdi ofan af svítunni tók hjartað kipp. Ég hélt samt að þar væri einhver aðstoðarmaður að panta kók eða eitthvað, en það fóru um mig straumar þegar ég heyrði hina frægu rödd hvísla: „geturðu nokkuð hjálp- að mér og fundið fyrir mig minnsta herbergið sem til er á þessu hóteli án þess að mikið beri á?“ Ég sá að tvö agnarlítil herbergi, sem voru kölluð kústaskáparnir, voru laus. Þegar ég tjáði Dylan frá þessu bað hann mig að aðstoða sig við að komast þangað óséður. Hann vildi hvíla sig á fylgdarliðinu. Þannig at- vikaðist að ég leiddi meistarann niður þjónustutröppur og inn í kústaskáp. Hann var með stóran hatt, bljúgur og þakklátur, og svo heyrðist ekki meira af því.“ Unnur Þóra Jökulsdóttir, rithöfundur. „Bob Dylan hefur verið talsmaður minn í lífinu frá því að ég heyrði Subterranean homesick blues í lögum unga fólksins í útvarpinu, átta ára gamall. Orðaflaumurinn sem ég þurfti ekki að skilja til að skilja, krefj- andi gítarslátturinn, munnhörpuspilið eins og skær litur kringum lag- línuna og svo þessi rödd, svona forn og full af æsku sem sagði alltaf satt.“ Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur „Bob Dylan hittir unglinginn í hjartastað og eftir það er hann veltandi steinn og tambúrínu- kall, hefur ímugust á stríðs- herrum og þráir samneyti við norðanstúlkur og dapureygðar láglendiskonur. Fegurð heims- ins og ljótleiki enduróma í text- um hans og efla frelsisást og þrá eftir eilífri æsku. Til ham- ingju Bob!“ Torfi Tulinius, prófessor í bókmenntum. „Þetta eru frábærar fréttir. Þetta er auðvit- að maður sem hefur mikil áhrif í allar áttir. Söngvaskáld víða um heim fagna þessu.“ Lay Low, tónlistarkona „Ég er glöð yfir þessum fréttum. Þetta er í fyrsta sinn sem ég man eftir að hafa frétt af verðlaununum og vit- að um leið hver verðlaunahafinn er og tengt strax vel við þetta. Þetta er alþýðlegt val. Dylan er stór partur af mér. Textarnir eru fjölbreyttir og endalaus hægt að finna eitthvað nýtt í þeim stóra heim. Hann málar upp svo fallegar myndir. Ég fékk „best-of“ disk með honum í jólagjöf frá mömmu og pabba þegar ég var fimmtán ára. Var þá byrjuð að fikta við að skrifa og mamma sagði að þá þyrfti ég að hlusta á þennan mann og það var rétt. Svo kom hann og hélt tónleika hérna og ég hef aldrei upplifað jafn mikla geðshræringu.“ Elín Elísabet Einarsdóttir teiknari og leiðsögumaður. „Þetta sagði ég fyrir tveimur árum þegar ég var alveg viss og það stend- ur enn: Dylan á að fá Nóbelinn fyrir að hafa opnað dyrnar inn í alvöru, myndríkan og stundum torræðan skáldskap fyrir fólki sem hélt að það hefði engan áhuga á né getu til að njóta svoleiðis. Og að hafa haft talsvert meiri áhrif á hvernig við upplifum nútímann en nokkur annar sem á möguleika á að vinna umrædd verðlaun.“ Þorgeir Tryggvason, tónlistarmaður og bókmenntafræðingur.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.