Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 14.10.2016, Side 56

Fréttatíminn - 14.10.2016, Side 56
Manga-kaka Nýverið opnaði jap- anskt Manga- tehús úti á Granda. Hægt er að velja um tutt- ugu tegundir tes en marglitar tertur eru líka á boðstólum. Um að gera að fá sér köku. Heimildamynd um Herbert Í dag verður frumsýnd heimildar- myndin Can’t Walk Away um Herbert Guðmundsson. Búast má við áhugaverðri upplifun en hægt verður að sjá myndina í Sambíóunum, Egilshöll. Sundpokar í Bónus Hipsterar bæjarins hafa eflaust tekið eftir því að hægt er að kaupa gula sundpoka með Bónus-grísnum fræga og lógói í samnefndri verslun. Sniðug fjár- festing á góðum prís. Grís! NÝTT Í BÆNUM Tölum um … … kaffi Sunna Axelsdóttir Sá sem er fangi í líkama exemsjúk- lings neyðist stundum til þess að færa fórnir og hætta að drekka kaffi. Í kjölfarið minnkar exemið, kvíðinn, meðaleinkunnin hækkar um einn heilan og kaffihausverk- urinn heyrir sögunni til. Frábær skipti. Magnús Hreggviðsson Um daginn smakkaði ég þef- kattaskítskaffi á Balí sem er dýrasta kaffi í heimi en þykir jafnframt það besta. Upplifunin var hræði- leg. Leiðsögumaðurinn verulega tæpur og instant þefkattaskítskaff- ið brennt og þunnt fékk mig til að dreyma um frussandi en ókeypis glussakaffi í Bónus. Arna Ýr Arnardóttir Ilmandi nýtt kaffi á morgnana er það besta sem ég veit. Nýlagað í pressukönnu, helst úr nýmöluðum baunum beint frá Gvatemala. Það er ekki bara góð byrjun á góðum degi, heldur nauðsynleg. Eftir góða máltíð setur espresso bolli punktinn yfir i-ið.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.