Fréttatíminn - 14.10.2016, Blaðsíða 62
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Nú þegar pundið hefur aldrei verið lægra er um að gera að nýta sér breskar netversl-anir til að kaupa föt á
hagstæðu verði. Þó auðvelt sé að
versla á netinu er ýmislegt sem
gott er að hafa í huga og fékk amk
einn helsta sérfræðinginn á þessu
sviði, Línu Birgittu Sigurðardóttur,
einkaþjálfara og lífsstílsbloggara,
til að gefa nokkur ráð. En hún
hefur sjálf keypt ófáar flíkurnar á
netinu í gegnum tíðina. „Það gæti
ekki verið auðveldara að panta
föt á netinu. Flestir eru hræddir
við það sem þeir hafa ekki prófað
áður, en um leið og fólk er búið að
prófa einu sinni þá er þetta ekkert
mál,“ segir Lína sem hvetur fólk til
að prófa - fyrst bara eina ódýra flík
- og fikra sig svo áfram. „Ég er ör-
ugglega með þeim fremstu í flokki
í að panta á netinu og ég hef aldrei
lent í veseni.“
Kauptu frekar of stórt
„Regla hjá mér númer eitt, tvö og
þrjú, ef þú ert á milli stærða er að
taka alltaf stærri stærðina. Það er
alltaf betra að þú passir í flíkina og
hún sé aðeins of víð, heldur en að
þú komist ekki í hana.“
Lestu upplýsingar um flíkina
„Svo er gott að lesa vel text-
ann sem stendur við flíkina. Þar
stendur hvaða efni er í vörunni,
og stundum er tekið fram hvort
stærðirnar eru litlar eða stórar.
Ef ekkert er tekið fram má gera
ráð fyrir að um venjulegar stærð-
ir sé að ræða,“ segir Lína en hún
verslar sjálf langmest af breskum
síðum, því þá veit hún að stærð-
irnar henta Íslendingum. „Það eru
margir sem nota Aliexpress og
panta beint frá Kína en þá fær fólk
stundum flíkur sem eru alltof litl-
ar, enda stærðirnar allt öðruvísi.
Ef það er fyrsta reynslan af því að
panta af netinu, þá fælir það fólk
oft frá því að panta aftur. Þannig
ef þú ert að panta þína fyrstu flík
á netinu þá mæli ég einhverri
breskri síðu.“
Athugaðu með afsláttarkóða
„Á þessum bresku síðum eru
oftast einhverjir afsláttarkóðar í
gangi. Það stendur oft á upphafs-
síðunni hvaða tilboð eru í gangi
hverju sinni. Margir staldra ekki
á upphafssíðunni og taka því ekki
eftir þessu. Svo er líka hægt að
Lærðu að kaupa
föt á netinu
Lína Birgitta er einn helsti sérfræðingur okkar
Íslendinga í því að kaupa föt á netinu. Hér
gefur hún byrjendum nokkur skotheld ráð.
Hokin af reynslu Lína hefur pantað sér föt á netinu í nokkur ár og aldrei lent í vandræðum. Mynd | Hari
„gúggla“ svona kóða og þá birtast
síður með upplýsingum um afslátt-
arkóða.“
Lína bendir líka á að sniðugt sé
að skrá sig á póstlista hjá netversl-
unum og fá þannig góðan afslátt af
fyrstu pöntun, sem og reglulegar
upplýsingar um tilboð. „Það getur
reyndar verið stórhættulegt því þá
fer maður sjálfkrafa að skoða og
panta þó mann vanti ekki neitt,“
segir Lína og hlær. „En það er
hægt að spara hellings pening með
svona kóðum.“
Mundu eftir skattinum
„Það er svo gott að vera meðvit-
aður um virðisaukaskattinn sem
þarf alltaf að greiða þó búið sé
að afnema tollana. Maður greiðir
þann kostnað þegar varan er sótt.
Þegar uppi er staðið þá er þetta
langoftast ódýrara en að versla
hérna heima. Svo eykur þetta
fjölbreytni og það eru ekki allir í
sömu flíkunum.“
Ekkert mál að skila og skipta
„Það er alltaf hægt að senda
vörurnar til baka og fá endurgreitt
eða nýja vörur. Fólk heldur oft að
það sé ekki hægt og að það sitji
uppi með flíkina. Maður fær útfyll-
ingarblað með öllum sendingum
og skráir þar hvort maður vilji nýja
vöru eða fá endurgreitt, svo sendir
maður vöruna til baka. Muna bara
að skrá „tracking“ númerið því
maður þarf sjálfur að fylgja þessu
eftir, hafa samband við fyrirtæk-
ið úti og kanna hvort varan hafi
skilað sér til þeirra,“ útskýrir Lína,
sem þurfti einmitt að skila vöru
um daginn og það gekk eins og í
sögu. „Þetta tekur auðvitað lengri
tíma en ef varan væri keypt hérna
heima, en maður fær endurgreitt
eða nýja vöru á endanum.“
Uppáhalds
netverslanir Línu:
missguided.co.uk
prettylittlething.com
boohoo.com
newlook.com
…tíska 6 | amk… FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2016
Póstsendum frítt
hvert á land sem er
STÆRÐIR 42-56
HAUST ÚTSALA
AF VÖLDUM VÖRUM
-30%
PATNAÐU Á CURVY.IS EÐA KOMDU Í
VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFEN 9
OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 11-18
OG LAUGARDAGA FRÁ KL. 11-16
Fákafen 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is
BJÓÐUM U
PPÁ FRÍA
PÓSTSEND
INGU!