Fréttatíminn - 19.11.2016, Síða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 19. nóvember 2016
Hannes og Steini ólust upp hlið
við hlið í Kópavogi. Þrátt fyrir
að hafa farið í hvor í sína áttina
á unglingsárunum segjast þeir
alltaf leita í gamla vinahópinn.
„Við Steini ólumst upp í húsum sem
voru hlið við hlið og erum báðir
fæddir í nóvember árið 1975. Vin-
skapurinn byrjaði þannig að við
vorum settir skríðandi út í garð
saman og svo höfum við fylgst að
meira og minna síðan þá. Við erum
líkir að því leytinu til að við erum
báðir langyngsta systkinið og áttum
báðir eldri foreldra en vinir okkar,
við erum því báðir aldir upp á dá-
lítið gamaldags heimilum,“ segir
Hannes.
„Við vorum rosalega mikið úti í
garði og ég man að ég kom stundum
sár heim því Hannes var stærri og
hafði þá verið að bögglast eitthvað
með mig. Við vorum oft pirraðir
hvor á öðrum eins og gengur og
gerist með góða vini. Við stofnuð-
um hljómsveit í garðinum og spiluð-
um Egó-lög þegar við vorum fimm
ára, ætli Hannes hafi ekki verið á
trommum. Hann tók trommurn-
ar upp mjög snemma og ég man
eftir honum með algjöra dellu, í
sófasettinu heima hjá mér og við
skrifborð pabba hans sem var allt í
skörðum eftir hamaganginn.“
Kamelljón og gömul sál
Húsin þeirra Hannesar og Steina
voru hlið við hlið í vesturbæ Kópa-
vogs sem þeir segja hafa verið
draumastað að alast upp á.
„Þetta var eins og lítið þorp,“
segir Hannes. „Við hlupum saman
á milli garða og hittum hina vinina
sem voru allir í næstu götu. Það var
allt til staðar, búðin, sjoppan, bak-
aríið, fiskbúðin og félagsmiðstöðin.
Við vorum alltaf að gera eitthvað
saman, í fótbolta, skjóta af túttu-
byssum eða teika bíla. Svo fórum
við í gaggó og byrjuðum að elta
stelpur og prófa allskonar hluti
saman. Eftir unglingsaldurinn fór-
um við hvor í sína áttina og fengum
áhuga á ólíkum hlutum en við héld-
um samt alltaf sambandi.“
„Steini er algjört kamelljón. Hann
fær mikinn áhuga á einhverju og
nær einhvernveginn að fullkomna
sig á því sviði á mjög stuttum tíma.
Í fyrra ákvað hann til dæmis að fá
allt í einu áhuga á fótbolta og fór
alla leið með það, var allt í einu far-
inn að tala mjög mikið um fótbolta.
Svo fékk hann áhuga á hundum og
bílum og fór líka alla leið með það.
En hann hefur alltaf verið mikill
hönnuður og það er gaman að fylgj-
ast með honum í því.“
„Já, við fórum í ólíkar áttir á ung-
lingsárunum,“ segir Steini. „Ég fór
að hanga í bænum og eignaðist nýja
vini þar, og ég er ekkert viss um að
við myndum kynnast í dag ef við
kæmum hvor úr sinni áttinni. En
við eigum þessa sameiginlegu fortíð
og þekkjum hvor annan mjög vel og
höfum alltaf haldið sambandi. Það
sem er gott við Hannes er að hann
segir alltaf það sem honum finnst
og ég held að hann sé dálítið göm-
ul sál. Hann er pínu dulur stund-
um en algjör vinur vina sinna. Við
erum hvor í sinni kreðsunni í dag
en hittumst samt alltaf, fengum
okkur til dæmis hádegismat saman
í vikunni og svo hittumst við reglu-
lega í gegnum gamla vinahópinn.“
Límið er í vinskapnum
Gamli vinahópurinn úr Kópavogi
hefur alla tíð haldið hópinn og segja
vinirnir flesta vera komna aftur í
gamla hverfið eða þá á leiðinni
þangað. „Það myndaðist þarna
sterkur vinskapur sem hefur hald-
ist allar götur síðan,“ segir Hannes.
„Þrátt fyrir árin sem hafa liðið þá
er þessi vinskapur ennþá sterkari
en allur annar sem hefur myndast
á leiðinni, þetta er í raun alveg ótrú-
legur hópur. Um daginn lést einn
okkar og þá fann maður fyrir því
hvað þetta er magnað. Við höfum
allir farið í ólíkar áttir í námi og
starfi og sumir búið erlendis, eins
og gengur og gerist, en alltaf höf-
um við samt leitað tilbaka í þenn-
an hóp. Sérstaklega ef einn okkar
lendir í einhverju, flytur, giftir sig
eða skilur, þá er hópurinn alltaf
mættur.“
„Við fórum alltaf reglulega í
bumbubolta þar sem við hittumst
eftir kvöldmat og spiluðum bolta
á völlunum hér í hverfinu,“ seg-
ir Steini en þeir Hannes eru báð-
ir komnir aftur í Kópavoginn eftir
stutta dvöl í höfuðborginni. „Við
fórum líka allir saman til Berlínar
í fyrra þegar við urðum fertugir
og það var bara frábært. Við erum
auðvitað mjög ólíkir og á allskonar
stöðum í lífinu en það er alltaf af-
slappað að vera saman. Þegar mað-
ur verður eldri þá kemst maður að
því að þetta er ekkert sjálfsagt.“
„Það er ákveðið traust til staðar
sem skiptir miklu máli en það sem
skiptir kannski mestu máli er að all-
ir geta verið þeir sjálfir innan hóps-
ins,“ segir Hannes. „Menn þurfa
oft að leika allskonar skjöldum í
lífi og starfi, sumir eru kennarar,
læknar eða í opinberum störfum,
og þess vegna er svo mikilvægt að
geta komið í hópinn og bara látið
eins og fávitar. Við hittumst mjög
reglulega og erum alltaf að gera eitt-
hvað, það þarf ekki að vera meira
en að bara grilla saman. Maður hef-
ur gert fullt af hlutum í gegnum tíð-
ina og kynnst fullt af fólki en límið
er þarna, í þessum vinskap.“ | hh
Traustið
skiptir
máli
„Ef einn okkar lendir
í einhverju eða flytur,
giftir sig eða skilur, þá er
hópurinn alltaf mættur.“
Sögur af vináttu
Steinar Valdimar Pálsson og
Hannes Friðbjarnarson hafa
fylgst að frá því áður en þeir fóru
að ganga og eru hluti af stórum
vinahópi sem hittist reglulega.
Mynd | Hari
BJÖRK
DIGITAL
STAFRÆNN
HEIMUR
BJARKAR
02.11–30.12
MIÐASALA Á HARPA.IS
Styrktaraðilar sýningar í Hörpu