Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 19.11.2016, Blaðsíða 17

Fréttatíminn - 19.11.2016, Blaðsíða 17
| 17FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 19. nóvember 2016 Guðjón Árnason og Kerstin Andersson heima í eldhúsinu í Lækjarbotnum. Andrea Henk og Sigfús Guðfinnson í Bakaríinu í Grímsbæ. Kjarninn í hverjum og einum Sólheimar í Grímsnesi og Ásgarður, trésmíðaverkstæðið fyrir fatlaða, sækja fyrirmyndir sínar til Järna . En Rudolf Steiner- fræðin hverfast mikið um tækifæri og virðingu fyrir fötluðm einstaklingum. Stefnan gengur út frá því að það búi heilbrigð- ur kjarni í hverjum einstaklingi en fólk fæðist með misjafnar forsendur inn í mismunandi aðstæður, að fötlun eigi ekki að koma í veg fyrir að hver einstaklingur eigi rétt á því að þrosk- ast út frá sínum forsendum. Ásgarður var upphaflega stofnaður í Lækjarbotnum undir styrkri hendi Þórs Inga. Trésmíðaverkstæðið starfaði í gömlu sjoppunni sem var flutt af Suðurgötu upp í Lækjarbotna og stóð þétt upp við Waldorfskólann. Það var til dæmis liður í starfinu við Lækjarbotna að unga fólkið í Ásgarði kenndi krökkunum í Waldorfskólanum Boccia. Þetta eru í minnum margra fyrrverandi nemenda skólans mjög skemmtilegar og eftirminnilegar stundir. Það var því mikil sorg þegar Ásgarður brann og starfsemin flutti sig um set. Þór Ingi flutti til Järna og starfar í dag við svipaðan vinnustað. Í Lækjarbotnum er tálgunarkofi þar sem krakkarnir tálga spýtur og vinna með við. fengu að vinna með efnin og blanda þeim saman og kynnast þeim á meðan að ég lærði allt um efnin í bók. Þannig var nálgunin svo gjör- ólík hjá okkur á sama námsefni.“ Stina kenndi efnafræði við skól- ann í Lækjarbotnum og segir efna- fræðiheiminn vera undur sem þú verður að kynnast í raunheimum. „Það er allt annað fyrir börnin að gera tilraunir sjálf þar sem þau upp- lifa beint hvernig til dæmis sýrur og basar virka heldur en að lesa um það í bók.“ Það er greinilegt að Stína er með ástríðu fyrir kennslu- efni sínu þegar hún upptendruð segir frá efnum sem eru baneitruð í hvort í sínu lagi en eru síðan skað- laus þegar þeim er blandað saman. kynslóðinni talaði um og dreymdi um að gera hafi verið framkvæmt undir formerkjum mannspekinnar. Kolféll fyrir Järna „Ég kolféll fyrir Järna eins og fleiri Íslendingar, en í lok níunda ára- tugarsins taldi Íslendingafélagið í bænum um 100 Íslendinga. Í bænum og í nágrenninu er fjölbreytt starf sem hefur byggst upp undir áhrifum frá mannspeki Rudolf Steiner, meðal annars þrír Waldorfskólar, heimili, skólar og vinnustaðir fyrir fatlaða, sjúkrahús, lífrænn búskapur og fjöl- margt annað. Í Järna er stórt lífrænt bakarí og mylla þar sem ég starfaði síðasta árið mitt þar. Eftir Waldorf í Lækjarbotnum fóru börnin mín í Waldorf-framhaldsskóla til Järna og kláruðu nám. Þau voru ánægð þar en höfðu áhyggjur af að vera kannski ekki nógu vel undirbúin fyrir fram- haldsnám. Samt hafa þau spjarað sig mjög vel og almennt er það svo, sam- kvæmt fjölmörgum rannsóknum, að fyrrum Waldorfnemendur standa sig að jafnaði ekki síður en aðrir í námi og starfi.“ Andrea og Sigfús segjast vera voða lítið stjórnsöm og ekki hafa stjórnast í lífi barna sinna. „Þau fara alveg sína leið í lífinu, þau eru háskólagengin og mikið íþróttafólk sem við erum hvorugt.“ kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol la k aff itá R f rá bý li í b ol la ka ff itá r f rá býli í boll a hátíðí bæ

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.