Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 19.11.2016, Side 40

Fréttatíminn - 19.11.2016, Side 40
Alla laugardaga Aldrei nóg af Eddu RÚV sýnir í kvöld klukkan 19.45 annan þáttinn af fjórum um feril Eddu Björgvinsdóttur. Fyrsti þátturinn var góður og það er nóg eftir til að hlæja að. Japanir veðja á Ragnar Ítalskur stjörnu­ kokkur í heimsókn Ef þú hefur hugsað þér að fara út að borða í kvöld gætirðu ef- laust gert margt vitlausara en að fara á Kolabrautina í Hörpu. Þar er við stjórnvölinn ítalski stjörnu- kokkurinn Alessio Cera sem reið- ir fram afar girnilegan matseðil. Cera er gestakokkur um helgina, föstudags- og laugardagskvöld. Veitingastaður Alessio Cera er á hinni rómuðu vínekru Poderi dal Nespoli. Á matseðlinum á Kolabrautinni er túlkun Alessio Cera á Baccalá Man- tecato; pönnusteiktur kræklingur með Hendricks gini, steinselju og stökku brauði; tagliatelle Paglia e Fieno með saltaðri og þurrkaðri svínakinn og heimareyktum ricotta; hægelduð nautalund vafin í reykta gæsabringu, grillaðar gulrætur og rauðlaukur eldaður í sangiovese; og Trebbiano perur með karamellu og vanillu- og súkkulaðikremi. Verð er 9.500 krónur á mann. Laufabrauðsskurður í Viðey Sunnudaginn 20. nóvember á milli 13.30 til 16.30 mun Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórn- arskólans í Reykjavík, kenna gest- um í Viðey kúnstina að skera út laufabrauð. Útskorin brauðin verða svo steikt í eldhúsinu og allir fara heim með gómsæt listaverk í öskj- um. Vanir útskurðarmeistarar eru hvattir til að mæta og miðla reynslu sinni til hinna óreyndu. Tíu laufa- brauð í öskju kosta 2.000 krónur. Gott er að taka með sér laufa- brauðsjárn og hnífa til útskurðar en einhver áhöld verða á staðnum. Jólasveinar kíkja við og hægt verð- ur að kaupa veitingar við hæfi. Til- valið fyrir fjölskylduna að gera sér glaðan dag saman og taka forskot á jólastemninguna. Skráning fer fram í gegnum netfangið videyjarstofa@videyjarstofa.is kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol la k aff itá R f rá bý li í b ol la ka ff itá r f rá býli í boll a hátíðí bæ Japanska risaútgáfan Shogakukan hefur tryggt sér réttinn á tveimur glæpasögum Ragnars Jónasson- ar til viðbótar við Snjóblindu sem kemur út nú í janúar þar í landi. Um er að ræða Myrknætti og Náttblindu sem var einmitt valin besta þýdda glæpasagan í Bretlandi árið 2015. Bækur Ragnars koma nú út víða um lönd og hafa hlotið góðar við- tökur. Snjóblinda var til dæmis fyrsta íslenska skáldsagan sem náði toppsæti á metsölulista Am- azon í Bretlandi. Þá er bókin vænt- anleg í Bandaríkjunum í upphafi árs 2017. Á dögunum kom út ný glæpa- saga Ragnars, Drungi, sem er önnur bók í nýrri seríu hans sem risaforlagið Penguin hefur keypt réttinn á fyrir breska samveldið. Þar er lögreglukonan Hulda í for- grunni en hún lofaði mjög góðu í fyrstu bókinni. Þá eru framleið- endur Óskarsverðlaunamyndar- innar um Amy Winehouse með í undirbúningi þáttaröð eftir Siglufjarðarsyrpu Ragnars sem hófst með Snjóblindu. Vinsæll víða um heim Ragnar Jónasson nýtur sívaxandi vinsælda sem spennusagnahöfundur úti í heimi. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.