Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 19.11.2016, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 19.11.2016, Qupperneq 42
Vala Stef stefnir ótrauð á toppinn Mikið pláss til að vaxa og gera betur í íslenskri kaffimenningu. V ala Stef er einn þekktasti kaffibarþjónn landsins en hún hóf feril sinn þegar hún vann um helgar meðfram námi á Te og kaffi. Þar kviknaði áhuginn og hún fór að vinna fullt starf sem kaffibarþjónn um sumarið. Þá kom glöggt í ljós að þarna var um sjaldgæfa hæfileika að ræða og fyrr en varði keppti Vala á Íslandsmóti kaffibarþjóna þar sem hún varð Íslandsmeistari í mjólkurlist; að hella mjólk í latte. „Þá komst ég í kaffilandsliðið og fór á heimsmeist- aramót þar sem var mikið af fyrir- lestrum sem varð mikil hvatning til að læra meira. Eftir það fór ég í fullt starf við að búa til kaffi,“ segir Vala sem opnaði Kaffislipp á Hóteli Marína fyrir hálfu öðru ári eftir að hafa rekið kaffihús í London um nokkurt skeið. Mikið pláss til að vaxa Kaffislippur vinnur náið með Kaffi- brennslunni Kvörn þaðan sem jóla- kaffið kemur í ár, Kunjin frá Papúa Nýju-Gíneu. „Kaffi á Íslandi er alveg frábært en eftir að hafa unnið er- lendis og skoðað hvað er að gerast í heiminum þá sé ég að það er mikið pláss til þess að vaxa og gera betur í kaffi á Íslandi. Fyrir um 15 árum vorum við mjög framarlega en það hefur svolítið hægt á þróuninni. En kaffið sem við fáum hérna á bens- ínstöðvum og súpermörkuðum er talsvert betra en það sem fæst á sambærilegum stöðum erlendis. En við getum enn náð toppunum hærra, við getum orðið enn betri og það er það sem mig langar að stefna að.“ Kynnumst kaffinu betur Vala er í góðu samstarfi við Luca á Kvörn. Saman velja þau kaffið sem er flutt til Íslands í gegnum fyrir- tæki í Berlín sem heimsækir kaffi- bændur og borgar þeim góð laun fyrir að skila inn hágæða hráefni. „Þá erum við að tala um að kaffið sé gallalaust, verið að handtína ber sem eru þroskuð og búið að tína burt í gegnum ferlið þau sem ekki eru nógu þroskuð. Svona fáum við meiri upplýsingar um það hvað bóndinn er að að gera og kynnumst kaffinu betur,“ segir Vala og bætir við að með þessum hætti sé raunar verið að nálgast kaffi eins og vín. Nýt þess hvað fólk er með ólíkan smekk Sjálfri finnst Völu best að drekka svart uppáhellt kaffi en smakk- ar þó allt - og er hætt að vera með fordóma. „Þegar ég var að byrja að læra var ég með ansi fastar hug- myndir um það hvernig kaffi ætti að vera - ef fólk kom inn á kaffi- húsið og pantaði sér tvöfaldan latte með sírópi fannst mér það nú ekki flott en síðan hef ég þroskast og lært að það eru allir með mismun- andi hugmyndir um það hvað er gott kaffi. Ég nýt þess hvað fólk er með ólíkan smekk og finnst best. Svo er alltaf gaman að leiðbeina fólki í að gera sína upplifun betri frekar en að vera að segja því að eitt sé rétt og annað ekki,“ segir Vala. Hún gefur okkur hér uppskrift tveimur kaffidrykkjum og heitu súkkulaði sem er dásamlegt að ylja sér á í kuldanum. Kunjin -Jólakaffi Kaffislipps kemur fá Papúa Nýju-Gíneu, frá nokkrum litlum kaffibúgörðum nálægt Wahgi Valley, Western Hig- lands. Kaffið er ræktað hátt yfir sjávarmáli, sem gefur kaffinu tæki- færi til að þroskast hægt og skilar sætu bragði. Kunjin er nafnið á myllunni þar sem kaffið er hreinsað áður en því pakkað í sekki. Þetta kaffi er ristað hjá Kaffibrennslunni Kvörn, sem hefur verið í góðu sam- starfi við Kaffislipp. Bragðeiginleik- ar: Kirsuberjasæta, það minnir á svart te, mikið krydd og létt sýrni. „Heima helli ég upp á Kunjin í Aeropress sem er kaffikanna sem virkar svipað og frönsk pressu- kanna, en er með pappírsfilter. Aer- opress er mjög vinsæl kaffikanna meðal kaffibarþjóna og kaffiáhuga- fólks, það er auðvelt að þrífa hana og þú hefur mikla stjórn á hvernig þú hellir uppá, ég nota vog og skeið- klukku þegar ég helli uppá, en litlar breytur geta haft áhrif á bragð.“ Uppskrift 15 g nýmalað kaffi 200 ml heitt vatn, 92-94° „Ég nota svokallaða „inverted“ að- ferð við að hella uppá. Þá stendur kannan í raun á hvolfi. Lykillinn að því að gera gott kaffi er að passa að öll tæki og tól séu hrein og þurr. Fyrst setjum við 15 g ofan í könnuna og hellum svo 200ml af heitu vatni yfir og pössum að allt kaffið nái að blotna. Hrærum í 3-4 sekundur, skolum pappírsfilterinn og lokum. Eftir 1 mínútu snúum við könnunni við og setjum hana beint á kaffibollann, þrýstum svo kaffinu niður rólega. Þegar allur vökvinn er kominn í gegn er best að taka könnuna af.“ Jólakaffi-líkjör fyrir 4-5 90 ml espresso, eða sterkt kaffi 90 ml niðursoðin mjólk (condensed milk) 60 ml viskí eða búrbon 30 ml hunang 20 ml rjómi Hrært vel saman - geymist í kæli. Borið fram á klaka. Candy Cane Súkkulaði fyrir 4-5 1 l mjólk 150 ml kakósíróp 150 ml Candy cane/myntusíróp 100 g 70% súkkulaði Hrærið allt saman í potti á lágum hita, ekki sjóða. Kakósíróp 200 ml vatn 70 g sykur 20 g kakó Setjið allt í pott, hrærið vel og náið upp suðu. Candy cane/myntusíróp 200 ml vatn 200 g Candy cane brjóstsykur (mulinn) 50 g fersk mynta Setjið allt í pott, stillið á lágan hita og hrærið varlega þar til brjóstsyk- urinn er alveg bráðinn. Mynd | Rut 2 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2016MATARTÍMINN

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.