Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 26.11.2016, Side 12

Fréttatíminn - 26.11.2016, Side 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 26. nóvember 2016 Ég ætla að reisa háan, vold-ugan og fallegan múr á milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Þið getið treyst mér, ég er góður í að byggja múra,“ sagði Donald Trump, verðandi for- seti Bandaríkjanna, oftar en einu sinni í kosningabaráttu sinni. Það furðulega við þessi ummæli er að þau eru eins og úr lausu lofti grip- in, og í kjölfar þeirra hafi saga landamæranna bókstaflega gufað upp; engin umræða hefði nokkurn tíma farið fram um mörkin og að á landamærunum væru engir tálm- ar sem hindruðu ferðir fólks. Þetta hefur valdið töluverðum misskiln- ingi. Margir áratugir eru síðan fyrstu tálmar voru reistir á þessum löngu landamærum og í dag eru Kristín Guðrún Jónsdóttir, dósent í spænsku við Háskóla Íslands Múrinn hans Trumps þar alls kyns girðingar og veggir sem samtals eru um það bil þúsund kílómetrar að lengd. Stanslaus straumur Landamæri Mexíkó og Banda- ríkjanna eru býsna löng, tæplega 3.200 km. Þau teygja sig allt frá Kyrrahafi til Mexíkóflóa. Þriðjung- ur þeirra liggur um sandauðnir og hrjóstrug lönd, eyðimerkurn- ar Sonora og Chihuahua, en fljótið Río Bravo, sem kallast Río Grande norðan megin, skilur löndin að á ríflega 2.000 km kafla, um 2/3 hluta landamæranna. Mörkin voru dregin árið 1848 við undirritun Guadalupe-samningsins þegar Mexíkó seldi Bandaríkjamönnum um helming af landi sínu, land- svæðið sem nú eru fylkin Arizona og Nýja-Mexíkó, hluti af Texas, Colorado, Utah og syðri hluta Kali- forníu. Fyrir utan fljótið gefa engin náttúruleg fyrirbæri í eyðimörk- unum tveimur til kynna einhvers konar skil. Stór hluti markanna er óbyggður en þess utan standa margar svo- nefndar systur-borgir og bæir þétt upp við mörkin. Álitið er að íbúar beggja vegna landamæranna séu nú u.þ.b. 15 milljónir. Þessi landa- mæri eru með þeim fjölförnustu í heimi, stanslaus straumur fólks er á milli landanna, í alls kyns erinda- gjörðum, allt frá því að skreppa í búð, fara í vinnuna eða heimsækja ættingja og vini til ferða túrista og þeirra sem hyggjast dvelja um hríð í öðru hvoru landinu. Síð- an eru þeir sem fara yfir mörkin í norðurátt með ólöglegum hætti, hvort sem það er verkafólk í leit að vinnu í Bandaríkjunum eða eit- urlyfjasmyglarar. Nefndum múr er ætlað að stöðva í eitt skipti fyrir öll ferðir þessa „óæskilega“ fólks. Óbelískur og gaddavír Fyrst eftir tilkomu Guadalupe- -samningsins voru landamærin lítið annað en strik á kortum og fólk fór frjálslega milli landanna, systurborga- og bæja sem stækk- uðu ört. Það var ekki fyrr en á síðari hluta tuttugustu aldar að mörkin fóru að hindra ferðir fólks. Fyrsti vísir að mörkun „línunn- ar“ var gerður með óbelískum sem var komið upp með nokkuð löngu millibili frá El Paso/Cui- dad Juárez til Kyrrahafs. Fyrstu girðingarnar risu á tímum mexík- önsku byltingarinnar (1910–1920), það voru lágreistar gaddavírs- girðingar eins og í sveitum Íslands. Landamæragæsla jókst lítilsháttar á bannárunum (1918–1933) þegar töluvert var um smygl á áfengi í norðurátt. Síðar, á fimmta áratugn- um, var fleiri lágreistum gaddavírs- girðingum komið upp á mörkunum milli Arizona og Sonora, reyndar ekki til að hindra ferðir fólks held- ur nautgripa. Þetta var á mörkun- um milli Arizona og Sonora þar sem löng hefð er fyrir nautgripa- rækt, og nú átti að koma í veg fyrir að nautgripir frá Mexíkó færu, til dæmis, yfir í þjóðgarðinn Organ Pipe Cactus National Monument, sem er eins konar verndaður kakt- us-skógur, en einnig forðast sýk- ingar nautgripa landanna á milli. Í kringum 1980 voru svo reist há girðinganet milli stærstu þéttbýl- isstaðanna. Árið 1994 voru fyrstu raunverulegu veggirnir reistir, þegar straumur ólöglegra ferða- langa yfir landamærin í norðurátt þótti orðinn slíkur að Bandaríkja- menn tóku að reisa 3–4 metra háa veggi milli Tijuana og San Ysidro (nálægt San Diego) þar sem vanda- málið þótti hvað mest. Þessi aðgerð var kölluð Operation Gatekeeper og markmið hennar var að endur- heimta svonefnt „eðlilegt ástand og öryggi“ á þessum mjög svo fjöl- farna hluta landamæranna. Járn- plötur sem áður höfðu þjónað sem færanlegir flugvellir í Persaflóa- stríðinu voru notaðar til verksins. Landamærasvæðið í kringum ströndina við Kyrrahafið var erfitt viðureignar sökum áhrifa flóðs og fjöru, en 5–6 metra há rimlagirðing var reist og nær langt út í sjóinn. Afleiðingarnar urðu í raun þær að fólk leitaði sífellt austar á bóg- inn til að komast yfir mörkin, yfir í þyrnum vaxnar eyðimerkur þar sem hitinn er óbærilegur að degi til og kuldinn að næturlagi, enda hefur fjöldi manns dáið á þessum slóðum. Svipað var gert í öðrum borgum: Operation Hold the Line á milli El Paso og Ciudad Juárez og Operation Safeguard í öðrum borg- um og stærri bæjum. Mikil óá- Óbelíska nr. 185, reist um aldamótin 19./20. öld. Mynd | Getty Sameinaðar borgir í lok 19. aldar. Nogales í Arizona, Bandaríkjunum og Nogales í Sonora, Mexíkó. Árið 1994 voru fyrstu raun- verulegu veggirnir reistir, þegar straumur ólöglegra ferðalanga yfir landamærin í norðurátt þótti orðinn slíkur að Bandaríkjamenn tóku að reisa 3–4 metra háa veggi milli Tijuana og San Ysidro (nálægt San Diego) þar sem vandamálið þótti hvað mest. lÍs en ku ALPARNIR s Erum flutt í Ármúla 40 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // www.alparnir.is // e-mail: alparnir@alparnir.is Opið föstudaga 10-18 og laugardag 11-15 BLACK FRIDAY 25% afsl. af öllum vörum í verslun 50% afsl. af völdum skóm og bakpokum Erum flutt í Ármúla 40

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.