Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 15.12.2016, Side 1

Fréttatíminn - 15.12.2016, Side 1
frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 89. tölublað 7. árgangur Fimmtudagur 15.12.2016 Mynd | Hari Ahmadi-hjónin eignuðust son Lítill drengur fæddist Ahmadi fjölskyldunni í fyrradag á Landspítalanum. Foreldrarnir hafa gefið honum nafn og heitir sá litli Mikael. Ahmadi fjölskyldan flúði hing- að til lands fyrir ári síðan eftir að hafa orðið fyrir lífshættu- legri árás talíbana í heimalandi sínu. Dóttir hjónanna var lamin aftan á höfuðið með byssuskafti og var í dái í rúman mánuð. Yngri sonur hjónanna missti málið eftir að hafa orðið vitni að árásinni. Fjölskyldan sótti um hæli hér á landi en var neitað á grund- velli Dyflinnareglugerðarinnar. Þau höfðu átt viðkomu í Þýska- landi á leið sinni hingað til lands og verða því send aftur þangað. Nýlega gerði Evrópusam- bandið samning við Afganistan um að senda afganska flótta- menn aftur til baka. Óttast fjöl- skyldan því að þau verði send aftur til Afganistan þar sem þeirra bíður óvissa og möguleg hætta. Fyrir skömmu bað lögmaður fjölskyldunnar hins vegar um að málið yrði endurupptekið. | bg Leiguverð hækkar um meira en tíu þúsund krónur hjá rúmlega 70 leigutökum hjá Félagsbústöð- um vegna breytinga á leigukerfi Félagsbústaða, sem er félagslegt húsnæðisúrræði á vegum Reykja- víkurborgar. Ástæðan er sívaxandi hækkun á fasteignamarkaði. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Velferðarráð Reykjavíkur- borgar samþykkti í byrjun desember breytingar á leig- ukerfi Félagsbústaða, sem leiðir til sann- gjarnara kerfis að mati velferð- arráðs, en á sama tíma hækkar það leiguna hjá fjölmörgum leigutök- um. Þess ber þó að geta að það lækk- ar leiguna hjá öðrum, en nýtt kerfi þykir sanngjarnara en það gamla, þar sem leiguverð íbúða, sem keyptar voru við hagstæðari skilyrði er mun hagstæðara en hjá þeim sem leigja nýrri íbúðir sem voru keyptar á hærra verði. Þetta þótti ótækt þar sem einstaklingar sem þurfa að leigja hjá Félagsbú- stöðum hafa ekkert um það að segja hvar þeir leigja, heldur er um út- hlutunarkerfi að ræða. „Það eru um 73 sem leigan hækk- ar mest hjá, og það sem við erum að gera, er að tryggja það að sé komið til móts við þessa einstaklinga,“ seg- ir Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs, en samkvæmt grein- ingu Félagsbústaða mun leiguverð hjá 90 prósent leigutaka hækka inn- an við 12.500 krónur á mánuði. Aft- ur á móti standa þessir 73 einstak- lingar verr en aðrir, meðal annars vegna þess að þeir missa sérstak- an húsnæðisstuðning. Ilmur seg- ir borgina þó ætla sér að koma til móts við þessa einstaklinga. Félagsbústaðir fóru einnig fram á að leiguverð yrði jafnframt hækk- að um 5% umfram hækkun vegna vísitölu og verðbólgu. Það væri gert til þess að tryggja rekstrar- stöðugleika fyrirtækisins, sem sér fram á að rekstur verður ósjálfbær að óbreyttu. Því var þó frestað að hálfu velferðarráðs. „Aðalmálið er að kerfið sé gagnsætt. Við frestuðum hækk- uninni til þess að fá reynslu á breytinguna, auk þess sem breytingar á sérstökum húsnæðis- stuðningi tekur gildi um áramótin, og við þurfum að sjá hvaða áhrif þær breytingar hafa,“ útskýrir Ilm- ur. Yfir 70 leigjendur Félagsbústaða í vanda vegna hærri húsaleigu Ilmur Kristjánsdóttir segir kerf- ið verða sanngjarnara, en leigan hækkar vegna mikilla hækkunar á fasteignamarkaði. Helvíti á jörð Þórunn Ólafsdóttir lýsir hörmungunum í Aleppo Megum ekki missa kúlið Katrín Jakobsdóttir fer yfir stjórnarmyndunar- viðræðurnar 8 Kærleikur og kraftur drógu hann í herinn Sigurður Ingi- marsson undir- býr jólin á Hjálp- ræðishernum Pólsk-íslenska lopapeysan 2016 14 20 10 26 Allt sem þú vildir vita um mandarínur Lítill drengur bættist við systkinahóp Ahmadi-fjölskyldunnar í gær. Hér er Anisa ásamt börnum sínum, þeim Rokshar og Saheh. Litli drengurinn fékk nafnið Mikael. Móður og barni heilsast vel.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.