Fréttatíminn - 15.12.2016, Page 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 15. desember 2016
Kostirnir við að hafa starfsstjórn án meirihluta að baki sér er að líkur á ólögum minnka. Núverandi rík-
isstjórn byrjaði sitt fyrsta þing á að
lækka stórlega veiðileyfagjöld. Það
var einkar misráðin aðgerð, hvort
sem litið er á hana út frá efnahags-
legu sjónarmiði eða pólitísku. Hún
var eins vitlaus og hún var óréttlát.
En þessi sama ríkisstjórn gæti ekki
gert þetta í dag.
Annar kostur er að þingmenn
munu mynda meirihluta um að
auka framlög til heilbrigðismála.
Þar sem erfiðara er að mynda
meirihluta til hækka skatta eða
skera mikið niður þjónustu eru
takmörk fyrir því hversu framlögin
til heilbrigðismála geta hækkað. En
þau munu samt aukast eitthvað.
Þá er það líka ágætt fyrir þingið
að vinna án meirihluta. Þingmenn
fá tíma til að átta sig á um hvaða mál
má mynda meirihluta. Því miður
hafa vinnubrögðin á þingi einkennst
af flokkadráttum, svo mjög að þing-
menn greiða oft atkvæði með mál-
um sem þeir hafa enga trú á og gegn
málum sem þeim finnst góð.
Þar fyrir utan eru fáir kostir
þess fyrir okkur hin að hafa enga
starfhæfa ríkisstjórn í landinu. Það
væri miklu betra að hafa stjórn sem
gæti mótað peningamálastefnu
sem gagnast og aðgerðaáætlun til
að mæta enn meiri fjölgun ferða-
manna, áætlun til að leysa hús-
næðisekluna, berjast gegn fátækt
og hvernig lífskjör launafólks geti
hér sem fyrst orðið viðlíka og í ná-
grannalöndum.
En þá erum við komin út fyrir
það sem núverandi þing getur boð-
ið upp. Mögulega verður mynduð
stjórn á næstu vikum en ólíklega
stjórn með stuðning til stórra verka.
Gunnar Smári
EKKI ALVONT
3 ×
í viku
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
Frá Svíþjóð
grillbudin.is
Grillbúðin
Pizzusteinn
Er frá Þýskalandi
Fyrir grill og ofna
5.990
FULLT VERÐ 8.990
Spaði og
skeri fylgja
afslátt
ur
33%
Opið alla
daga til jóla
Lögreglumál „Þetta lýsir full-
komnu skilningsleysi á eðli
mansals og gerir verkalýðshreyf-
ingunni erfitt fyrir að berjast
gegn félagslegum undirboð-
um,“ segir Drífa Snædal,
framkvæmdastjóri Starfs-
greinasambandsins, um
ákvörðun saksóknara um
að sækja ekki mansalsmálið
í Vík, þar sem konur frá Sri
Lanka prjónuðu fyrir undir-
verktaka hjá fyrirtækinu
Icewear og fengu greitt
með fæði og húsnæði.“
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
„Ef það má vera með fólk í vinnu
fyrir fæði og húsnæði er uppi al-
gerlega nýr veruleiki á íslenskum
vinnumarkaði,“ segir Drífa. „Þetta
er skýrasta vinnumansalsmál-
ið sem hefur komið upp á Ís-
landi. Þarna er klárlega ver-
ið að misnota bága aðstöðu
fólks. Staðreyndin er sú að
ef við náum ekki saksókn í
þessu máli höfum
við litla sem enga
von um að sækja
vinnumansalsmál í framtíðinni
nema eitthvað mikið breytist.“
Snorri Birgisson, rannsóknarlög-
reglumaður segir að það hafi leg-
ið fyrir frá upphafi að sönnunar-
byrðin væri erfið, „Við látum
ekki slá okkur út af laginu og
höldum ótrauð áfram. Ég er
sannfærður um að þótt það sé
ekki ákært fyrir mansalsþáttinn
í þessu máli munu koma
upp mál í framtíðinni
sem leiða til ákæru.“
Hann segir að í
þessu máli hafi brota-
þolarnir farið úr landi
meðan rannsókn var
enn á frumstigi en það hafi haft sín
áhrif. Málinu sé ekki alveg lokið því
enn sé verið að skoða þætti svo sem
brot á lögum um atvinnuréttindi
útlendinga og heimilisofbeldi.
Drífa segir að það þurfi að
þétta netið alls staðar, hjá
stéttarfélögum, lögreglu,
ákæruvaldi og dómurum. Síð-
ast en ekki síst þarf að herða
lögin,“ segir hún.
Lýsir fullkomnu skilningsleysi á eðli mansals
Viðskipti Íslendingar eru að eyða
umtalsvert meira í jólagjafir hér
heima fyrir þessi jól en í fyrra.
Þúsundir Íslendinga velja þó að
kaupa jólagjafir erlendis fyrir
þessi jól og verða þá föt oft fyrir
valinu. Svava Johansen kaupmaður
segir einkennilegt að flugfélögin
hvetji þjóð, sem sé nýstigin upp úr
atvinnuleysi, til að versla erlendis.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Spár gera ráð fyrir rúmlega 10 pró-
sent meiri jólaverslun hér heima
í nóvember og desember, en gert
er ráð fyrir því, með hliðsjón af
greiðslukortaveltu og auknum kaup-
mætti, að hvert mannsbarn eyði um
53 þúsundum aukalega í desember
umfram aðra mánuði ársins, eða ríf-
lega 212 þúsundum á hverja 4 manna
fjölskyldu.
Emil B. Karlsson hjá Rannsóknar-
setri verslunarinnar segir að þetta sé
mesti vöxtur sem hafi orðið í verslun
frá hruni en í fyrra jókst hann um 6,6
prósent. „Ég held að þetta beri minni
keim af bruðli en í góðærinu 2007.
Fólk er að eyða meira í dýra og vand-
aða hluti en ekki endilega að kaupa
meira magn.“
Verslun með föt og skó hefur
þó talsverða sérstöðu og dróst
saman í október síðastliðnum í
frá sama mánuði í fyrra þó svo
að verð á fötum hafi verið 5,9%
lægra en fyrir ári. „Þetta gefur
ekki rétta mynd. Við erum
að selja miklu meira en í
fyrra,“ segir Svava Jo-
hansen og bendir á
að stór tilboðsdag-
ur, svokölluð mið-
nætursprengja í byrjun nóvember,
hafi verið í október í fyrra. Það sé því
erfitt að bera saman október núna
og í fyrra. „Ef við skoðum október og
nóvember saman er salan að aukast
um tæp 20 prósent að jafnaði. Ég er
mjög ánægð með jólaverslunina og
flestir kaupmenn sem ég hef rætt
við.“
Um síðustu áramót voru felldir
niður tollar af fötum sem hvati til
aukinnar sölu á fötum hér innan-
lands. Þannig var ætlunin að sporna
gegn þeirri þróun að Íslendingar
sem ferðist til annarra landa kaupi í
miklu magni föt í útlöndum og fata-
verslunin flyttist heim í staðinn.
Á þessu ári hefur gengi íslensku
krónunnar styrkst verulega og
þar með er hagstæðara fyrir
landsmenn að versla erlendis
núna en í fyrra.
„Það er ekki gaman að
sjá Icelandair bjóða fólki
að koma með tvær töskur til lands-
ins ókeypis. Þannig er fyrirtækið að
stuðla að því að verslunin færist til
útlanda,“ segir Svava. Flugfélögin
ættu ekki að hvetja fólk til að versla
annars staðar. Ég skora bæði á WOW
og Icelandair að hætta því. Það er
ekki beint verið að hugsa um þjóðina
sem er að stíga upp úr atvinnuleysi.
Mér finnst það heldur ekki skemmti-
legt, verandi kaupmaður. En það er
áhugavert að sjá meiri verslun engu
að síður. Það er vegna þess að verðið
hefur lækkað.“
Rúmlega 74 þúsund Íslendingar
fóru til útlanda í október og nóv-
ember, samkvæmt tölum frá Isavia.
Stór hluti fer með tóma tösku og
fyllir hana af jólagjöfum og öðrum
varningi í verslunum. Gera má ráð
fyrir að það sé að stórum hluta fatn-
aður.
Ofan á það virðist netverslun
vera að sækja í sig veðrið en fjöldi
pakkasendinga frá útlöndum jókst
um 40 prósent á tímabilinu ágúst til
október. „Það hefur alltaf verið þessi
mikla samkeppni við útlönd fyrir
jólin, ég held að margir séu að fara
til að vera í útlöndum yfir jólin en ég
fullyrði að salan hjá okkur er ekki að
minnka,“ segir Svava Johansen.
Segir Icelandair hvetja fólk
til að versla í útlöndum
Efnahagsmál Ásgeir Jónsson segir hátt gengi
krónunnar valda Seðlabanka Íslands áhyggjum.
Íslenskir fjárfestar eru tregir að fara með fé sitt til
annarra landa út af góðærinu á Íslandi.
Seðlabanki Íslands vill reyna að lækka gengi
krónunnar og búa til farveg fyrir það að
íslenskir fjárfestar fjárfesti erlendis eftir
að gjaldeyrishöftunum verður lyft um ára-
mótin, segir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur í
Háskóla Íslands. Þess vegna, meðal annars,
hefur bankinn lækkað stýrivexti um 0,25
prósentustig, segir Ásgeir. „Gengi krón-
unnar hefur verið að styrkjast verulega og
þegar gengið styrkist verða innfluttar vörur
ódýrari þannig að við gætum verið að fá verð-
hjöðnun,“ en með því á Ásgeir við að verð á vör-
um á Íslandi lækki vegna hás gengis krónunnar.
Hann segir að íslenskir fjárfestar hafi verið
fastir í gjaldeyrishöftum á Íslandi í rúmlega átta
ár, frá hruninu 2008, en að nú sé staðan orðin
sú, út af sterku gengi krónunnar, að þeir vilji ekki
fjárfesta utan Íslands. Ásgeir segir að Seðlabank-
inn gæti, með vaxtalækkuninni, verið að reyna
að stuðla að auknum fjárfestingum Íslendinga
erlendis eftir losun hafta. „Það er mikil óvissa og póli-
tískur óstöðugleiki á mörkuðum erlendis út af Trump
og Le Pen í Frakklandi. Vextir eru háir á Íslandi, lágir
víða annars staðar. Það hefur verið mjög lítill
áhugi hjá íslenskum fjárfestum að fjárfesta er-
lendis og Seðlabankinn er farinn að hafa aukn-
ar áhyggjur af því og þessu háa gengi krónunn-
ar. Og háir vextir ýta gengi krónunnar upp.“
Vaxtalækkanir Seðlabankans geta líka haft
þau áhrif að viðskiptabankarnir lækki vexti
á húsnæðislánum með breytilegum vöxtum.
„Þannig að stýrivaxtabreytingar eru farn-
ar að hafa meiri áhrif á almenning af því nú
eru fleiri hættir að vera með verðtryggð lán.
Síðasta stýrivaxtalækkun var í haust og hafði
veruleg áhrif á vexti hjá fólki en bankarnir
lækkuðu þá í kjölfarið.“ Ásgeir segir að hann telji
að þessi stýrivaxtalækkun geti ekki orðið sú síðasta
hjá Seðlabanka Íslands.
Reynt að lækka gengi krónunnar
Ásgeir Jónsson hagfræðingur segir Seðlabanka Íslands,
sem Már Guðmundsson stýrir, hafa áhyggjur af háu
gengi krónunnar og það þurfi að reyna að lækka
það til að koma í veg fyrir verðhjöðnun og til að ýta
undir fjárfestingar Íslendinga erlendis.
Debetkortavelta Íslendinga erlendis
í nóvember var
2,4 milljarða
sem er 37,3% hærri upphæð en
í nóvember í fyrra.
Kreditkorta velta íslendinga erlendis
í nóvember var
9,6 milljarða
sem er 24,8% hærri upphæð en
í nóvember í fyrra.
„Það er ekki beint verið að
hugsa um þjóðina sem er
nýstigin upp úr atvinnu-
leysi,“ segir Svava Johan-
sen, kaupmaður í NTC.
74 þúsund Íslendingar fóru til útlanda í október og nóvember.
Síðast en ekki síst
þarf að herða
lögin, segir Drífa
Snædal.
Við látum ekki slá
okkur út af laginu, segir
Snorri Birgisson.