Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.12.2016, Page 10

Fréttatíminn - 15.12.2016, Page 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 15. desember 2016 Túbusjónvarpið glamrar á hæsta styrk í stofunni. Það eru örlitlar truflan-ir í útsendingunni en engu að síður er augljóst að eitthvað mikið gengur á. Ég er nýkomin inn úr dyrunum hjá tengdafjölskyldunni minni í Antakya, austast í Tyrklandi, að- eins hársbreidd frá sýrlensku landamærunum. Tengdamóðir mín, systir hennar og systurdótt- ir reyna hver í kapp við aðra að útskýra fyrir mér hvað gengur á. Ég tala ekki nema hrafl í arabísku og með öllu réttu ætti mér að vera fyrirmunað að skilja þrjár óðamála konur sem allar tala í einu. En ég veit nákvæmlega hvað þær eru að segja. „Halab, Halab“ endurtaka þær í sífellu. Aleppo heitir Halab á arabísku. Það þarf ekki mikla ar- abískukunnáttu til að skilja að eitt- hvað mikið er að í Aleppo. Smám saman fer ég að skilja betur hvað þær eru að reyna að segja mér. Stjórnarherinn hefur hafið stór- sókn á uppreisnarsvæðum Aleppo og eirir engu. Almennir borgar- ar eru stráfelldir – konur, börn og menn eru hreinlega skotin af færi. Við fylgjumst með í stofunni í Antakya, aðeins 100 kílómetr- um í burtu, og getum ekkert gert. Þessi ósköp dynja yfir svo rétt hjá okkur, en fjarlægðin virðist samt óralöng. Vanmátturinn er algjör. Að geta ekki bara rifið upp for- réttindabláa passann, sest upp í leigubíl og stöðvað þetta vitstola, tilgangslausa stríð sem á sér stað hinu megin við hæðina. Faðir með sundurtætt börn Frænka mannsins míns, sem er á svipuðum aldri og við, réttir mér símann með skelfingarsvip. Mér mætir mynd af föður sem leiðir tvö lítil börn með sitt hvorri hendi. Börnin hanga í lausu lofti því á þau vantar hálfan líkamann. Þau eru bara hálf. Horfin fyrir neðan mitti. Þórunn Ólafsdóttir skrifar um Aleppo ritstjorn@frettatiminn.is Tveir dagar í stríði Þórunn Ólafsdóttir hefur undanfarna daga dvalið 100 kílómetra frá Aleppo og fylgst með viðbrögðum sýrlensku tengdafjölskyldu sinnar við fjöldamorðunum sem þar hafa verið framin. Hér eru hennar lýsingar. Andlitið á honum er afmyndað af sorg og hann starir út í tómið, en það virðist aldrei hafa hvarflað að honum að sleppa takinu. „Halab“, hvíslar hún, með brostinni röddu. Í miðju þjóðarmorði Skilaboðin streyma inn á símann hennar. Talskilaboð frá grátandi fólki í mikilli geðshræringu, mynd- bönd og textaskilaboð. Hún sýnir mér myndband af ungri enskumæl- andi konu sem hefst á orðunum „Ég er stödd í miðju þjóðarmorði í Aleppo. Þetta er að öllum líkind- um síðasta myndbandið mitt.“ Ég tek andköf og hringi í manninn minn, sem ætti með öllu réttu að vera þarna með mér, en er staddur í Belgíu því vegabréfið hans er ekki í sama bláa tón og mitt. Það er dökk- blátt, ekki forréttindablátt. Ég segi honum alvarleg í bragði frá þessu myndbandi. „Já, ástin mín. Það Stórsókn sýrlenska stjórn- arhersins hefur engum hlíft í Al- eppo undanfarna daga. Almennir borgarar eru stráfelldir - konur, börn og menn eru hreinlega skotin af færi Myndir | Getty Þessi ósköp dynja yfir svo rétt hjá okkur, en fjarlægð- in virðist samt óralöng. Vanmátturinn er algjör.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.