Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 15.12.2016, Síða 15

Fréttatíminn - 15.12.2016, Síða 15
| 15FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 15. desember 2016 Herinn í gírinn fyrir jólin Herinn á Íslandi Hjálpræðisherinn á sér langa sögu hér á landi. Hann kom til Íslands í byrjun maí 1895. Frumherjar starfsins voru Christian Erichsen, yfirforingi og adjutant frá Danmörku, og Þorsteinn Davíðsson, ís- lenskur kapteinn, ættaður frá Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Þeir tóku sér gistingu á því sem þá hét Hótel Reykjavík og festu síðan kaup á húsinu í október sama ár. Frá þeim tíma hefur þessi bygging í Kirkjustræti 2 gengið undir heitinu Herkastalinn og geng- ur enn þó að Herinn sé farinn. og gerðist foringi í Hernum. „Trú- in er auðvitað ástæðan fyrir því að maður er í þessu og hún er drifkraft- urinn í öllu því sem við gerum.“ Ný salarkynni Sigurður segir að þrátt fyrir milli- bilsástand í starfi Hjálpræðishersins þá líti meðlimir hans björtum aug- um á framtíðina. „Þetta eru sérstök jól fyrir okkur. Auðvitað er eftirsjá að gamla og fallega húsinu okkar í miðbænum, en það var hins vegar farið að henta illa fyrir starfsem- ina. Við rákum líka gistiheimili sem var farið að skjóta skökku við og gerði það erfitt fyrir okkur að sinna því sem við eigum að vera að sinna, sem er aðstoð við náungann. Viðhald á þessu gamla og virðulega húsi var líka orðinn þungur baggi. Það kom því ekkert til greina annað en að fara annað hvort í kostnaðar- samar endurbætur eða selja húsið.“ Sigurður segir að Jón Gnarr, fyrr- verandi borgarstjóri, hafi verið dug- legur að rækta sambandið við Hjálp- ræðisherinn á sínum tíma og að þau góðu tengsl hafi haldist áfram. „Jón bar hag heimilislausra og þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti og það styrkti tengsl okkar við borgarkerf- ið. Þegar við seldum húsið færðum við í mál við borgina að við fengj- um salinn í Ráðhúsinu undir jóla- veisluna okkar á aðfangadag og þar á bæ var vel tekið í hugmyndina. Hjálpræðisherinn heldur því sín jól í Ráðhúsinu að þessu sinni. Hús- næðið var alveg sprungið hjá okkur á gamla staðnum og því frábært að við fáum inni í Ráðhúsinu. Þetta er bara gleði,“ segir Sigurður. Í kringum jólahaldið hjá Hjálp- ræðishernum er heilmikið stúss, enda voru vel á þriðja hundrað gest- ir í veislunni í fyrra og nú hafa um fimmtíu sjálfboðaliðar skráð sig til að starfa við hana. Baunadósirnar og rauðkálskrukkurnar eru því ansi margar. Dagskráin á aðfangadag verður hefðbundin. Klukkan 16 verður dansað í kringum jólatréð og svo hefst veislan klukkan 18. Það verður þríréttað: Súpa, lamb og súkkulaðikaka.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.