Fréttatíminn - 15.12.2016, Side 44
4 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016MIÐBORGIN
Unnið í samstarfi við Álafoss
Við Laugaveg stendur lítið og notalegt útibú frá hinu goðsagnakennda fyrir-tæki Álafossi sem hvert
mannsbarn þekkir. Þar er hægt að
fá ekta íslenskar lopavörur; peysur,
húfur, trefla, vettlinga, sokka og
fleira. „Aðaláherslan hjá okkur er
á ullarvörur úr íslenskri ull. Síðan
erum við með heilmikið af íslenskri
gjafavöru, langstærstur hluti var-
anna okkar er íslensk hönnun. Við
erum mjög stolt af því úrvali sem
við erum með af lopapeysum og
Ekta íslenskt í Álafossi
Sauðkindin kemur enn og aftur til bjargar.
getum með sanni sagt að þær séu
gerðar á Íslandi,“ segir Guðmundur
Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri
Álafoss.
Íslenska lopapeysan í H&M?
Guðmundur leggur áherslu á að
peysurnar í Álafossi séu án nokkurs
vafa prjónaðar á Íslandi en ekki er
það alltaf tilfellið í dag þrátt fyrir
að ullin sé íslensk; nú til dags séu
margar stórar ferðamannaverslanir
að láta prjóna peysur í Kína. Krafan
um að upplýsa neytendur um upp-
runa vörunnar er ekki það sterk að
það sé alltaf skýrt hvar varan sé
framleidd. „Þetta er það sem manni
þykir sárast, að það séu vissar búð-
ir sem eru að eyðileggja íslensku
lopapeysuna. Það má hreinlega
spyrja sig að því hvort H&M ætli
líka að vera með hana,“ segir Guð-
mundur og hlær.
Sagan drýpur af hverju strái
En aðalverslun Álafoss er í Álafoss-
kvosinni sem er töfrandi staður,
upplifun er að kíkja við í Mosfells-
bænum og fá snert af fortíðar-
þrá í bland við nýja og breytta
tíma. Miðja kvosarinnar, innan um
handverk skapandi ungra manna
í Ásgarði og hnífana hans Palla,
er Álafossverslunin – einmitt á
sama stað og saga hennar hófst
fyrir 120 árum. „Þetta er verslun
sem er búin að vera viðriðin jólin í
meira en öld. Álafoss var stofnað-
ur hér í kvosinni svo sagan drýpur
af hverju strái,“ segir Guðmundur. Í
versluninni úir og grúir af alls kyns
íslenskri hönnun og gjafavöru, s.s.
íslensku handgerðu jólasveinunum
sem eru sívinsælir, falleg sjöl, húfur
og eyrnabönd frá Feldi sem hafa
verið afar vinsæl jólagjöf og síðast
en ekki síst kynstrin öll af hvers
konar ullarvöru sem hefur sjald-
an eða aldrei verið vinsælli en hún
átti vissulega undir högg að sækja
undir það síðasta á 20 öldinni og
í upphafi þeirrar 21. „Eftir hrun þá
snerist allt umhverfið við fyrir ull-
ina. Flísið var að drepa hana. Við Ís-
lendingar fórum til baka í grunninn
og hönnuðir leituðu aftur mikið
í ullina. Sauðkindin fór að bjarga
okkur aftur, halda á okkur hita og
halda okkur mettum,“ segir Guð-
mundur sem hvetur að lokum alla til
þess að kaupa íslenskt í jólapakk-
ann – ekki síst ullina sem enn og
aftur hefur komið okkur til bjargar.
Eldgos og norðurljós eru
forkunnarfögur mynstur.
Íslensku jólasveinarnir
eru sívinsælir.
Myndir | Hari
Sauðkindin hefur bjargað
þjóðinni oftar en einu sinni
og oftar en tvisvar.
Lagður púðaverin
eru frábær jólagjöf.
Hekla kerti,
servéttur og
ofnhanskar.
Lopinn er
vissulega á
sínum stað.
Feldur er frábær
í jólapakkann.