Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 15.12.2016, Blaðsíða 48
Perlur úr alfaraleið í miðborginni Laugavegurinn, Bankastræti, Austurstræti og Skólavörðustíg- ur teljast jafnan til aðalverslunar- gatna miðbæjarins. En víða í kring í hliðargötum og skúmaskotum er hægt að finna dásamlegar verslanir sem gaman er að skoða. Hér eru nokkrar verslanir sem okkur finnst þess virði að sveigja af Laugaveg- inum fyrir. Kailash – þar sem hannyrðaversl- unin Erla var í áratugi – og margir sakna – stendur indverska búðin Kailash þar sem hægt er að fá yndisleg reykelsi, töskur muss- ur, boli, lampa, styttur og líkneski, skart og talnabönd og fleira sem lætur hugann reika til fjarlægra og framandi landa. Krydd- og tehúsið – Í um það bil næsta húsi við hinn víðfræga pítsu- stað Devitos – er hægt að kaupa ilmandi krydd og te í massavís – eftir vigt. Allskonar ungverskar paprikur, ólívur, pipar, þurrkaðir ávextir og annar unaður sem sómir sér vel í jólapakkann. Organique – Við Hverfisgötu 52 er hægt að fá lífrænar snyrtivörur sem margar hverjar eru vegan – nokk- uð sem margir sækjast eftir nú til dags. Hverfisgatan vex frá degi til dags og er orðin afar skemmtileg að rölta um. Sangitamya – Á horni Klapparstígs og Grettisgötu er himnaríki fyrir tónlistarunnendur, ekki síst þessa sem yngri eru. Þar er hægt að fá hvað sem er til þess að auka eða ýta undir áhuga fólks á tónlist og heill hellingur af hljóðfærum sem framkalla dásamlega tóna – bæði fyrir fagmanninn og þann sem vill bara geta slegið taktinn með bong- ótrommu eða tambúrínu í partíinu. Kaja organics – Í kjallaranum við Óðinsgötu 8b er hægt að ganga að lífrænu hráefni vísu. Pasta, krydd, olíur, ávextir – nefndu það. Ávext- irnir eru með demeter vottun sem er æðsta lífræna vottun sem hægt er að hljóta. TILVALIN GJÖF FYRIR VANDLÁTA SÆLKERA Körfurnar okkar eru fyrir löngu orðnar ómissandi þáttur af hátíðahaldinu. Við útbúum gjafakörfu eftir þínu höfði og fyllum af úrvals ostum og öðru sérvöldu góðgæti. Pantaðu strax í síma 562 2772 eða á ostabudin@ostabudin.is HÁTÍÐARKÖRFUR FRÁ OSTABÚÐINNI RESTAURANT & DELIC ATESSEN Ostabúðin Skólavörðustígur 8 101 Reykjavík / Iceland www.ostabudin.is ostabudin@ostabudin.is (354) 562 2772 „Þær jólagjafir sem ég kaupi á Ís- landi kaupi ég á Laugaveginum. Ég versla þar sem ég vil sjá verslun. Á aðventunni fer ég inn í búðir sem ég annars fer ekki oft inn í og þar af leiðandi svolítið jólalegt að kíkja í þær. Þetta eru búðir eins og Þor- steinn Bergmann, Tösku & hanska- búðin og Kúnígúnd svo einhver dæmi séu tekin,“ segir Diljá. Diljá er með margar hefðir tengdar mat á aðventunni. „Það er ekkert bara verið að borða á sig gat á jólunum sjálfum, heldur er þetta meira og minna frá fyrsta í aðventu. Fyrst ber að nefna árlega ferð fjölskyldunnar á jólahlað- borð á veitingastaðinn Höfnina við gamla hafnarsvæðið. Fyrir utan góðan mat þá finnst mér líka gott að fá matinn á borðið á bökkum en ekki þurfa að standa í röð og enginn að borða á sama tíma. Við fjölskyldan förum líka í skötu á sama stað á Þorláksmessu. Það koma ekki jól nema við fáum okkur eina vel kæsta á Höfninni,“ segir Diljá. „Mér finnst æðislegt hvað mið- borgin er að stækka og teygir sig nú út á Granda. Fyrir litlu jól saumaklúbbanna versla ég osta í Búrinu sem er við Grandagarðinn. Að hitta á Eirnýju eiganda er hátíð út af fyrir sig. Hún leyfir mér að smakka og kennir mér á ostana og með hverju þeir passa best.“ Diljá segir Þorláksmessu síðan vera nánast heilagri fyrir henni en sjálfur aðfangadagur. „Fyrir utan skötuna þá fer ég alltaf með æsku- vinkonum mínum á Laugaveginn og eigum við yfirleitt eina gjöf eftir sem við geymum sérstaklega fyrir þessa ferð. Svo förum við í Þorláksmessuleikinn™ — en ég vil síður fara út í flóknar leikreglur hér og nú.“ Þorláksmessa nánast heilagri en aðfangadagur Diljá Ámundadóttir varaborgarfulltrúi segir frá miðbæjarrútínuninni á aðventunni. Diljá Ámundardóttir. 8 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016MIÐBORGIN

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.