Fréttatíminn - 06.01.2017, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 06.01.2017, Qupperneq 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017 Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Hrönn Sveinsdóttir tók við rekstri Bíó Paradís-ar fyrir fimm árum en þá var rekstrargrund-völlur kvikmynda- hússins í algjörri óvissu. Græjurn- ar í þessu gamla bíói voru úr sér gengnar og erfitt var að ná í góðar myndir. Síðan hefur Hrönn gert ótal tilraunir til að glæða bíóið lífi. „Við erum fyrsta og eina menn- ingarlega kvikmyndahús landsins og það er langt frá því að vera ein- faldur rekstur. Sérstaklega vegna þess að stærstu dreifingaraðilar kvikmynda reka sín eigin kvik- myndahús. Dagskrárgerðin hefur því verið flókin og það reyndist okk- ur snúið að ná í góðar og spennandi kvikmyndir. Auk þess þurftum við að byggja upp kúnnahóp úr engu því svona bíó hefur aldrei verið til á Íslandi. Fyrst núna er fólk farið að átta sig á því hversu mikil vin í eyði- mörkinni bíóið er.“ Hún segir Bíó Paradís skera sig úr flóru kvikmyndahúsanna fyrir margar sakir. „Við erum eina bíó- ið sem gerir ekki hlé á sýningum. Við sýnum áhugaverðar kvik- myndir og efni frá öllum heims- hornum sem fólk hefur aldrei haft aðgang að í bíói á Íslandi áður. Það hafa hingað til aðallega verið þrír dreifingaraðilar á kvikmyndum hér á landi. Hvergi í Evrópu er hlutfall Hollywood-mynda í kvikmynda- húsum hærra en á Íslandi. Saman- tekt Hagstofunnar sýnir að rúmlega 90% af öllum kvikmyndum sem sýndar hafa verið í kvikmynda- húsum undanfarin 30 ár, eru Hollywood-myndir.“ Nýjar græjur eins og geimskip Þegar Hrönn tók við bíóinu þarfn- aðist aðstaðan víða yfirhalningar. „Ekki nóg með að við höfðum engar myndir til að sýna, við áttum engan búnað heldur. Verkefnið virkaði óyfirstíganlegt. Við vorum að glíma við marglaga vandamál sem þurfti að leysa til að koma þessu bíói á ein- hvern kjöl.“ Að sögn Hrannar var það engin ein töfralausn sem sneri rekstri bíósins. „Þetta gerðist í mörgum litlum skrefum. Mér leið eins og ég hefði keypt geimskip þegar við vorum búnar að endurnýja tækja- búnaðinn. Þá þurfti að nálgast gott og fjölbreytt efni. Ekki bara góðar kvikmyndir heldur vildum við bjóða upp á beinar útsendingar frá leiksýningum, óperum og ballettum líka. Fyrst þurftum við að afla okkur tengsla í útlöndum og læra á þenn- an flókna heim dreifingarmála.“ Sjö gestir á Predator Hrönn hafði trú á því að í menn- ingarlegu kvikmyndahúsi þyrfti að sýna sígildar kvikmyndir. Það reyndist hinsvegar þrautinni þyngra. „Það var erfitt að fá sýn- ingarrétt á þessum myndum og oft enn erfiðara af nálgast sýningarein- tök. Svo, þegar við vorum loksins komnar með myndirnar, þá mætti enginn til að sjá þær. Við sýndum Predator og það komu sjö! Allt í mínus og rosalegt tap. Svona gekk þetta með margar myndir sem við reyndum að byggja upp stemningu fyrir. Árið 2012 tók ég fyrir þetta, því við höfðum ekki efni á að taka svona sénsa.“ Hún segir bíóið ekki hafa ver- ið stofnað til að sýna svokallaðar „blockbuster“ myndir heldur til að veita aðgengi að listrænum, áhuga- verðum kvikmyndum sem ekki voru sýndar annarstaðar. Sígildu myndunum var þó ekki úthýst; „En við þurftum að að nálgast þær með öðrum hætti. Dagskrárhópurinn Svartir sunnudagar var stofnaður eftir rifrildi á Facebook þar sem Sigurjón Kjartansson tuðaði yfir því að við sýndum aldrei neina klassík. Upp úr því spruttu reglulegar sunnudagssýningar á költ-mynd- um. Aðsóknin var lítil til að byrja með og við höfðum lítið fjármagn til kynna myndirnar. Við fórum þá leið að biðja ólíka listamenn að hanna ný plaköt fyrir hverja mynd og reyndum að búa til stemningu á samfélagsmiðlum. Það gekk prýði- lega og aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt með hverju ári. Við erum því mjög stolt af Svörtum sunnudögum í dag.“ Hallærislegar næntís-myndir Notendur bíósins eru duglegir að lýsa skoðunum sínum og óska eft- ir sýningum á þeirra uppáhalds költ-myndum. Margir báðu um Búningabíó og næntísmyndir sneru við rekstrinum Viðsnúningur hefur orðið á rekstri Bíó Paradísar eftir nokkurra ára barning og tilraunastarfsemi. Búningabíó og myndir frá níunda áratugnum áttu stóran þátt í að laða fólk á staðinn. Bíóið hefur aldrei gengið betur. Hrönn reyndi margt til að draga ferðamenn inn í Bíó Paradís. Með- al annars að setja á sig víkingahatt og ganga með skilti á maganum niður Laugaveginn. Það virkaði ekkert sér- staklega vel. Mynd | Hari Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR KOKTEIL NÁMSKEIÐ Í vetur heldur APOTEKIÐ skemmtileg kokteila „workshop“ – þar sem þátttakendur læra að búa til kokteila á einfaldan hátt og að para kokteila með mat. Námskeiðin eru fullkomin fyrir bæði einstaklinga og hópa. Um námskeiðin sjá Jónas Heiðarr og Orri Páll, margverðlaunaðir kokteilbarþjónar Apoteksins. Þeir munu kenna réttu handtökin við gerð klassískra kokteila og leyniblöndurnar bak við verðlaunakokteila Apoteksins. Kokteilarnir eru smakkaðir með gómsætum réttum frá Apotekinu og farið yfir galdurinn að para saman kokteil og mat. Meðal rétta sem verða smakkaðir: BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA NAUTARIF KOLKRABBI LETURHUMAR LAMBA KÓRÓNA Námskeiðin verða haldin á fimmtudögum milli klukkan 16 og 18 og kosta 6.900 kr. á mann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.