Fréttatíminn - 06.01.2017, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 06.01.2017, Qupperneq 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 6. janúar 2017 virðist. Hann reynist þó vera gagnnjósnari í raun, innanbúðar- maður sem svíkur heimsveldið, Edward Snowden sinnar vetrar- brautar. En hver er þá veikleiki banda- ríska heimsveldisins? Gæti það mögulega verið Hollywood? Menn- ingin og popplögin, poppkúltúrinn sem hjálpaði þeim að sigra heim- inn? Það kom í ljós fyrir ekki svo löngu að CIA sá hálfpartinn um listamannalaunin í Bandaríkjun- um á tímum kalda stríðsins, studdi (eftir órekjanlegum krókaleiðum, vissulega) nútímalist eftir lista- menn sem voru margir hálfgerðir kommúnistar – af því þeir trúðu því að þannig ynnu þeir áróðursstríðið við Sovétmenn. Verk þessara lista- manna yrðu sönnun þess að frjáls markaður og amerísk gildi tryggðu málfrelsi, ólíkt hinni kommúnísku ritskoðun. Þetta reyndist hárrétt hjá CIA – en um leið er auðvit- að spurning hvort listamennirnir hafi ekki komið fyrir alls kyns veik- leikum í kerfinu sem hægt væri að sprengja upp hvenær sem er. Listamenn eru nefnilega sjaldn- ast mjög leiðitamir kapítalisman- um, ekki einu sinni þeir sem eru næst meginstraumnum. Þeir þurfa vissulega að semja reglulega við djöfulinn, Björgólfa og Medici-fjöl- skyldur allra tíma – en það er oft tvísýnt um hver fær meira út úr þeim samningum. Nú eru örugglega margir byrjað- ir að hrista hausinn fyrir löngu yfir öllum þessum oftúlkunum, Star Wars er jú bara poppkornsskemmt- un og djúp alvöru pólitísk skilaboð þurfi að leita uppi í fullorðnisbíó- myndum handan meginsstraums- ins, alvarlegum bókmenntum og spekingslegri gáfumannatónlist. Það er að vissu leyti alveg rétt – en að vissu leyti kolrangt líka. Ekki bara vegna þess að grasrótin nærir lággróðurinn (hingað til hafa flest- ir leikstjórar Star Wars verið til- tölulega nýbúnir að gera hræódýr- ar, óháðar myndir skömmu fyrir sitt Stjörnustríð), heldur líka vegna þess að hápólitískar óháðar bíó- myndir ná sjaldnast almannahylli – metsölumyndirnar eru trójuhest- arnir sem kynna alls kyns heim- speki og pólitík fyrir fjöldanum. Vissulega í einfölduðu – eða vand- lega dulbúnu – formi, enda þarf þess til þess að komast í gegn, til að fá myndina frumsýnda í mörg þúsund bíósölum samtímis. Þá er alþjóðavæðingin líka að breyta leikreglunum. Hollywood hefur drottnað yfir kvikmynda- markaði heimsins frá seinni heim- styrjöldinni – en lengst af voru samt tekjur myndanna að lang- mestu leyti fengnar heima við. Það hefur gjörbreyst síðustu tvo áratugi – svo mjög að ein vinsælasta mynd síðasta sumars, Warcraft, var risa- stórt flopp í Bandaríkjunum og mestöllum hinum vestræna heimi. En hún sló í gegn í Kína – og það var nóg. Þetta hefur valdið óvænt- um breytingum á leikaravali í stór- myndir – fjölbreytnin þegar kem- ur að öðrum kynþáttum en þeim hvíta er, samkvæmt rannsóknum, töluvert meiri í metsölumyndum heldur en óháðum. Ekki endilega til þess að friða bandaríska minni- hlutahópa, heldur til þess að selja heiminum öllum myndina. Þannig er leikaravalið í Rogue One til þess fallið að selja myndina betur í Englandi, Mexíkó, Ástralíu, Kína og Danmörku – svona ef ske kynni að Star Wars sé ekki nógu vinsælt fyrir í þessum löndum. Keisaraveldið snýr aftur En auðvitað gekk þetta ekki upp, myndin varð jafn stjarnfræði- lega vinsæl og allir bjuggust við og meint sniðganga öfgahægri- manna virtist ekki hafa nein áhrif. Enda er nóg fyrir þá í Stjörnustríði líka. Fegurðin er í auga sjáandans og mögulega eru illmennin bara misskilin. Steve Bannon, einn al- ræmdasti ráðgjafi Donald Trump, er til dæmis búinn að finna sér sína hetju í myndunum, en hann sagði nýlega í viðtali: „Myrkrið er gott. Dick Cheney. Svarthöfði. Satan. Það er vald.“ Svo má ekki gleyma því að fyrir 33 árum viðraði Ronald Reagan hugmyndir að varnaráætl- un í geimnum sem samstundis var uppnefnd Stjörnustríð, eitthvað sem virtist vera hans varnarsinn- aða útgáfa af Helstirninu. Uppreisnarmennirnir gætu líka alveg verið Trumpistar úr Biblíu- beltinu. Í upphafsatriði myndar- Steve Bannon sér Svarthöfða sem hetju – ásamt Dick Cheney og Satan. Óskarsverðlaunaleikarinn Forest Whitaker leikur uppreisnarforingjann Saw Gerrera. Carrie Fisher er nýlátin. En hún lifir enn – þótt tölvuteiknuð sé. Hún verður þó í alvöru í næstu mynd, sem var tekin upp áður en hún lést. Þá er hin trúarlega hlið máttarins mun sterkari hér en í öðrum Stjörnu- stríðsmyndum. Þar er alltaf einhver sem býr yfir þessum mætti – sem gerir máttinn hluta af raunveruleikanum, byggðan á staðreyndum frekar en trú. 280cm 98cm 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ l ug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vö ur daglega 20% afsláttur af öllum vör m til 17. júní Túnika kr. 3000 Bl húsin F xafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 2-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp ýj r vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp ýj r vörur dagleg most.c_tiska o t.tisku ataverslun Einfaldur og stílhreinn Vönduð íslensk framleiðsla síðan 1959. Stáliðjan er gamalgróið íslenskt fyrirtæki sem framleiðir vandaða vöru fyrir heimilið og vinnustaðinn. Stáliðjan ehf - Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogi - Sími 564 5885 - www.stalidjan.is Verð 27.900 kr. Fjölbreytt litaúrval.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.