Fréttatíminn - 06.01.2017, Side 57

Fréttatíminn - 06.01.2017, Side 57
NÁM OG NÁMSKEIÐ Föstudagur 6. janúar 2017 K 2 er ný námsbraut til stúdentsprófs í Tækni- skólanum, en um er að ræða þriggja ára nám í bekkjarkerfi sem kennt er í lotum. Námsbrautin er ætluð framúrskarandi nemendum sem eru tilbúnir að stíga út fyrir boxið og takast á við krefjandi nám. Mark- miðið námsbrautarinnar er að efla tækni- og vísindanám á Íslandi í nánu samstarfi framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífs. En atvinnu- lífið spilar stóran sess í náminu því nemendur munu vinna lokaverkefni í samstarfi við fyrirtæki í lok hverr- ar annar. „Þetta er splunkuný braut og mjög óhefðbundin. Í raun öðruvísi en allt annað nám sem er í boði í menntakerfinu. Núna er ein önn búin og við höfum rýnt svolítið í hvernig þetta hefur gengið, en við höfum haft reglulega matsfundi með nemendum þar sem við höfum skoðað þetta á ýmsa vegu,“ segir Nanna Traustadóttir, verkefnastjóri K2. „Það hefur verið gríðarlega mik- il nemendaánægja. Þau eru bæði ánægð með námið í heild sinni og vinnuaðstöðuna. Maður heyrir líka á þeim að það er mikil eftirvænting fyrir framhaldinu,“ bætir hún við. Í samstarfi við HR Nafn brautarinnar, K2, er skírskot- un í næsthæsta fjallstind heims og vísar þannig í einstaka áskorun í námi og sex annir brautarinnar hafa nöfn búða, líkt og í fjallgöngu. Nemendur hefja þannig nám í grunnbúðum, taka síðan forritun- arbúðir, vísindabúðir og fleira og enda á toppnum við útskrift. Námið er skipulagt í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og leiðandi tæknifyrirtæki og er sniðið að að- gangskröfum HR í tækni- verkfræði- og tölvunarfræðideild. „Við erum í samstarfi við HR að því leytinu að við erum með aðstöðu hjá þeim og nemendur fara eina lotu á hverri önn upp í HR og vinna þar. Á sama tíma kynnast þau háskólaumhverf- inu. Samstarfið mun svo aukast síð- ar meir.“ Vilja meiri áskoranir Nanna segir nemendur upplifa það vel hve námið er frábrugðið öðru námi á framhaldsskólastigi og það er mikil ánægja með það. Reynt er að hafa alla þætti námsins með óhefðbundnu sniði, sem og vinnu- rýmin og skólastofurnar. „Það eru til dæmis engin próf hjá okkur og þar sem þetta er mjög sterkur hóp- ur námsmanna þá eru þau vön að klára sig vel á þeim, en þau vilja efla sig á aðra og fjölbreyttari vegu. Þau eru meðvituð um að það eru ekki endilega niðurstöður úr prófum sem segja allt. Þetta eru nemendur sem eru að skora hátt í hefðbundna kerfinu í grunnskóla og eru mjög efnileg. Þau vilja sjálf fá meiri áskor- anir. Þau hafa mikið frelsi í þessu námi til að fara lengra með verkefn- in ef þau telja sig geta. Þau læra að stýra sínum verkefnum sjálf.“ Spennandi nám Nanna segir að vissulega hafi ein- hverjir vankantar komið upp, enda námið í þróun. En þau hlusta mikið á raddir nemenda og fagna ábendingum þeirra um það sem betur mætti fara. „Þau hafa væntingar um að námið sé að mestu leyti rafrænt og óhefðbundið á sem flesta vegu, fyrir utan að vera krefj- andi. Þetta er líka áskorun fyrir kennarana sem eru að kenna við brautina, en á jákvæðan hátt. Þetta er því spennandi bæði fyrir nem- endur og kennara.“ Krefjandi nám fyrir afburðanemendur Tækniskólinn býður nú upp á nýja námsbraut sem nefnist K2, en um er að ræða þriggja ára nám til stúdentsprófs þar sem farnar eru óhefðbundnar leiðir. Lögð er áhersla á að námið sé frá- brugðið námi í öðrum framhalds- skólum, hvort sem um er að ræða námsefnið eða vinnuaðstöðuna. „Þetta er splunku- ný braut og mjög óhefðbundin. Í raun öðruvísi en allt ann- að nám sem er í boði í menntakerfinu. Fjölbreytt framboð námskeiða fyrir sérfræðinga og stjórnendur í atvinnulífinu. STYRKTU STÖÐU ÞÍNA Á NÝJU ÁRI Nánari upplýsingar og skráning á opnihaskolinn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.