Fréttatíminn - 06.01.2017, Side 62

Fréttatíminn - 06.01.2017, Side 62
Hringsjá náms- og starfsendurhæfing hefur fyrir löngu sannað mikilvægi sitt í að styðja einstaklinga til áframhaldandi náms og nýrra tækifæra. Reglulega eru gerðar árangursmælingar þar sem kemur fram að kringum 80% þeirra sem hafa útskrifast á síðustu árum eru í námi eða starfi að hluta til eða fullu. Í Hringsjá er fyrir hendi mikil reynsla og þekking á fullorðinsfræðslu og þar starfar fólk með víðtæka reynslu úr skóla- starfi. Markmið Hringsjár er að veita náms- og starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri, sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða annarra áfalla þurfa á endurhæfingu að halda til að takast á við nám og/ eða að stunda atvinnu á almennum vinnumarkaði. Námið hentar einnig þeim sem hafa litla grunnmenntun eða sértæka námserfiðleika. Mikil þekking og reynsla í Hringsjá Útskriftarárgangur Hringsjár vorið 2016 til í framtíðina. 6 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 2017NÁMSKEIÐ Hélt að ég myndi aldrei geta neitt Fanney Viktoría Kristjánsdóttir hélt, þegar hún var sautján ára, að hún myndi aldrei geta tekið þátt í samfélaginu. Unnið í samstarfi við Hringsjá Eftir að fara í gegnum Hringsjá dúxaði hún á stúdentsprófi og er nú á leið í krefjandi háskólanám. Fanney segir hér sögu sína. „Ég var alltaf lasin þegar ég var unglingur og mætti illa í skólann. Enginn fann neina ástæðu, ég var bara alltaf þreytt og illa upplögð. Þegar kom að því að fara í framhaldsskóla var ég harðákveðin í að standa mig vel enda vissi ég að þar var ekki sami slaki og grunnskólinn býður upp á, í framhalds- skólanum verður þú að mæta, annars fellurðu bara. Ég byrjaði vel en gekk alveg fram af mér í skólanum og fékk í kjölfarið mitt fyrsta MS kast og flosnaði upp úr skóla sem var töluvert áfall. Ég var sautján ára og missti þennan hvata sem allt ungt fólk á að hafa. Eftir eitt slæmt MS kast fór ég á Reykjalund til að ná upp þrótti. Þar hitti ég sál- fræðing sem þekkti vel til í Hr- ingsjá og spurði hvort ég væri til í að prófa svoleiðis skóla. Ég hélt ekki, viss um að ég hefði ekki orku eða getu til að mæta neinsstaðar. En hann hvatti mig áfram og ég ákvað að prófa. Og nýr heimur opnaðist,“ segir Fanney Viktoría Kristjánsdóttir. „Námið í Hringsjá eru þrjár annir og svo fer maður alltaf á námskeið líka. Það er verið að gefa fólki annað tækifæri til að byggja upp grunn svo það er byrjað alveg frá byrjun, ég byrj- aði á plús og mínus og grund- vallarmálfræði í íslensku. Ég lærði samt mest á sjálfa mig, fór að trúa að ég gæti eitthvað, væri kannski bara pínu klár, gæti kannski mætt og mögulega staðið mig. Í Hringsjá fékk ég mýkt og skilning en líka hvatningu, og þetta er eiginlega eins verið sé að kveikja ljós í dimmu her- bergi. Það er lygilegt hvað þessi blessaði skóli og allt starfið sem þar fer fram gerir fyrir fólk. Ég var komin á stoppistöð, búin að sætta mig við að ég myndi aldrei gera neitt, aldrei læra neitt eða vinna, að þar sem ég væri með MS væri ég dæmd til að vera bara heima og stimpla mig út úr samfélaginu. Ég var ekki stolt af þessu hlutskipti en datt ekki í hug að það væri neitt við því að gera,“ segir hún. „Ég var í rauninni svo uppn- umin yfir því að geta lært að ég var ekkert alveg viss um hvað ég vildi gera. Ég vissi samt að það heillaði mig að vera í um- önnun og aðstoða aðra. Og mig langaði að prófa að vinna sem ég sjálf, ekki tala á blaði. Ég þurfti svo að fara aftur á Reykjalund og á meðan ég var þar var hringt frá FB þar sem ég hafði verið eina önn. Þar var verið að fylgjast með því fólki sem hafði verið í skólan- um, hvað það væri að gera núna og hvort það vildi koma aftur í skólann. Ég ákvað að slá til og skella mér í sjúkraliðanám þar. Ég byrjaði hægt, tók bara níu einingar fyrstu önnina, því ég hélt að ég hefði kannski verið of vafin í bómull í Hringsjá. En svo gekk þetta svo vel að ég út- skrifaðist núna í desember með stúdentspróf af sjúkraliðapróf og ég dúxaði! Hver hefði trúað því að litli krakkinn sem slefaði á samræmdu og féll meira að segja í stærðfræði myndi dúxa í framhaldsskólanum sínum? Ég þakka Hringsjá alveg klár- lega fyrir þennan metnað sem þau kveiktu innra með mér og stuðninginn sem ég fékk þar. Ég þarf að hafa fyrir því að læra og eyði miklum tíma í það. En ég uppsker algerlega það sem ég sái af því að í Hringsjá lærði ég að læra. Ég stefni á að fara í hjúkr- unarfræði næsta haust, nokk- uð sem mér datt aldrei í hug að ætti eftir að liggja fyrir mér. En ég bíð spennt og ekkert stressuð því ég er vel undirbúin. Ég vil segja við fólk í minni stöðu sem les þessa grein: Þetta er hægt! Bara prófa og halda áfram að reyna því það má gera mistök og það liggur ekkert á! Þetta hefst á endan- um! Það góða við þetta allt er að maður finnur sér svo alltaf ný markmið og eitthvað nýtt að gera og stefna að. Ég er kom- in með stefnu og markmið og leiðin liggur bara upp á við!“ Fanney Viktoría á stúdentsdaginn en hún dúxaði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þar sem hún útskrifaðist af sjúkraliðabraut núna í desember. Fanney þakkar Hringsjá árangurinn en hún líkir náminu þar við að „það hafi verið kveikt ljós í dimmu herbergi.“ Mynd | Þormar Vignir Gunnarsson

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.