Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 7. janúar 2017 Lægra verð í Lyfju lyfja.is Verð: 720 kr Hjarta-Aspirín á 20% afslætti út janúar. Verð áður: 899 kr afslátt ur 20% „Fólk á Vesturlöndum, þar sem neyslan er mest, álítur sig vera svo um- hverfisvænt, en það er bara ekki nóg að hjóla í vinnuna og flokka sorp.“ Meinuðu eftirlitsmönnum að skoða sláturhúsið Eftirlitsmönnum var meinað að skoða húsakynnin. Neytendamál Forsvarsmenn slát- urhúss neituðu að leyfa eftirlits- mönnum Matvælastofnunar að skoða húsakynnin. Matvælastofnun var meinað að skoða sláturhúsið Seglbúðir á Suð- austurlandi í byrjun janúar, en forsvarsmenn sláturhússins litu svo á að þeim væri skylt að gera boð á undan sér. Þá héldu þeir því enn fremur fram að engin vinnsla væri í gangi í sláturhúsinu. Matvælastofnun boðaði bréflega í kjölfarið að til stæði að stöðva markaðssetningu afurða frá slátur- húsinu og tilkynnt var um stöðvun markaðssetningarinnar í febrúar. Daginn eftir tilkynnti sláturhúsið að dyr þess stæðu eftirlitsmönn- um opnar. Eftirlitið fór síðan fram í byrjun mars og sama dag var stöðv- un dreifingar aflétt. Forsvarsmenn Seglbúða voru ósáttir og vildu þeir láta á það reyna hvort ákvörðun stofnunar- innar hefði verið réttmæt. Kærðu þeir málið því til úrskurðarnefndar atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytis. Ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að Matvælastofnun mátti stöðva markaðssetninguna. Samkvæmt lögum og reglugerð- um væri stofnuninni ekki einungis heimilt heldur skylt að framkvæma eftirlit hjá matvælafyrirtækjum án fyrirvara. | vg Íþróttir Það er tvískinnungur að vilja bæta ímynd Crossfit-íþróttar- innar og vekja athygli á henni sem lyfjalausri íþrótt, en blanda svo greininni við aflraunir. Þetta segir formaður þjálfararáðs Kraftlyft- ingasambandsins og verkefnisstjóri hjá Íþróttasambandi Íslands. Þeir eru gagnrýnir á WOW Stronger mótið sem haldið er í Crossfit í dag. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Óvenjuleg kraftakeppni, WOW Stron- ger, verður haldin í Crossfit Reykja- vík í dag, þar sem tilgangurinn er að sameina Crossfit og aflraunir. Annie Mist keppir með „Fjallinu“, Hafþóri Júlíusi Björnssyni í liði, en hann er atvinnumaður í aflraunum. Keppn- isgreinarnar verða blanda af aflraun- um, kraftlyftingum og Crossfit. Wow air kostar mótið. Evert Víglundsson sagði í Frétta- blaðinu í vikunni að þau Annie Mist hafi gengið með hugmyndina í nokkurn tíma. „Tímasetningin hent- ar einstaklega vel því fram undan er þétt dagskrá hjá öllum af okkar helstu aflraunastjörnum,“ sagði Evert. „Það er algjör tvískinnungur, að vilja bæta ímynd Crossfit en blanda íþróttinni um leið saman við afl- raunir sem eru ekki undir neinu eft- irliti,“ segir Birgir Sverrisson, ver- kefnisstjóri lyfjaeftirlitsnefndar Íþróttasambands Íslands. „Hvernig getur það verið í lagi að vilja vera innan Íþrótta- sambands Íslands og halda því fram í fjölmiðlum í þú vilj- ir bæta almennings- álitið á Crossfit-í- þróttinni, en á sama tíma blanda saman aflraunum og Crossfit? Allir iðkendur hjá Kraft- lyftingasambandi Íslands yrðu settir í keppnis- bann ef þeir kepptu við afl- raunamenn sem standa utan Íþróttasambands- ins. Ef markmiðið hjá Crossfit er raunveru- lega að etja kappi við sterkasta fólk landsins, þá hefðu þeir kannski á átt að bjóða Júlían J. K. Jóhannssyni, heimsmeistar- anum í réttstöð- ulyftu, til leiks,“ segir Ingimundur Björgvinsson, formað- ur þjálfararáðs Kraft- lyftingasambands Íslands. Crossfit hreyfingin lá undir ámæli fyrir að horfa í gegnum fingur sér með lyfjanotkun eftir að upp úr sauð á Íslandsmótinu í greininni í Digra- nesi í nóvember. Þá neitaði sigur- vegarinn að gangast undir lyfjapróf. „Ef þú hefur keppt í kraftlyfting- um á Íslandi utan ÍSÍ, þá finnst mér það benda til þess að þú hafir verið að nota lyf til að koma þér áfram. Að mæta aldrei á mót með lyfjaeftirliti, hlýtur að bjóða upp á aðstæður til að misnota lyf. Það er ekki hægt að keppa í aflraunum á þessum mæli- kvarða nema nota lyf,“ segir Ingi- mundur. Tvískinnungur í Crossfit Ingimundur Björgvinsson er gagnrýninn á WOW Stronger. Mynd | Hari Máttu ekki útiloka kennara vegna stjórnmálaþátttöku Dómsmál Kennarinn Björn Vilhelmsson fær hálfa milljón í miskabætur fyrir að hafa verið útilokaður í umsagnarferli sem skólastjóri í Gerðaskóla í sveitar- félaginu Garði vegna pólitískr- ar starfa. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem tekur undir sjónarmið kennarans. Þannig er mál með vexti að starf skólastjóra var auglýst árið 2012 og fól mennta- og menningarmála- ráðuneytið fyrirtækinu Attentus að gera úttekt á skólanum. Í út- tektinni kom fram að undanfar- in ár hefði pólitískur styr staðið um skólann og að mikilvægt væri að stjórnendateymið tengdist ekki pólitískum fylkingum inn- an sveitarfélagsins. Björn var þá varabæjarfulltrúi fyrir Lista allra Garðbúa, L-listann. Með hliðsjón af þessu var Björn ekki boðaður í viðtal, þrátt fyrir að hafa starfað um langt skeið sem kennari í skól- anum. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að almenn skírskotun um pólitískar deilur um skólastarf- ið gæti ekki réttlætt slíkt. Þannig hafi falist ólögmæt meingerð gegn Birni. Því var skólanum gert að greiða honum miskabætur upp á hálfa milljón. Áður hafði Umboðs- maður Alþingis komist að sömu niðurstöðu. | vg Kennarinn hafði starfað hjá skólanum um langt skeið, en hann var útilokaður vegna stjórnmálaþátttöku. Kínverjar fordæma Einar Loftslagsmál Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vakti athygli í vikunni þegar hann hvatti Ís- lendinga til að sniðganga vörur frá Kína í veðurfréttum. Hann segir nauðsynlegt að ræða þessi mál sem víðast. Kínversk yfirvöld mótmæla fullyrðingum Einars harðlega. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is Í yfirlýsingu sem kínverska sendi- ráðið á Íslandi sendi á Fréttatímann harðneita kínversk yfirvöld að rekja megi loftslagsbreytingar til kínversks iðnaðar. Kínverjar segja að skoðun Einars sé öfugsnúin og hlutdræg í langa yfirlýsingu. Yfirlýsingin er ekki undirrituð en tölvupósturinn er undirritaður af Le Shuang, fyrsta sendiráðsritara í kínverska sendi- ráðinu. Hún þakkar blaðamanni sér- staklega fyrir að vekja athygli sína á veður fræðingnum. „Mig langaði til að skapa umræðu, til þess var leikurinn gerður,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing- ur en hann vakti athygli í vikunni þegar hann hvatti Íslendinga til að sniðganga vörur frá Kína, vildu þeir leggja sitt af mörkum til loftslags- mála. Tilefnið var birting hans á grafi frá bresku veðurstofunni sem sýndi að hitastig hefur aldrei verið hærra en nú, frá upphafi mælinga. Hingað til höfum við ekki vanist gagnrýni á loftslagsmál í veðurfréttum en Einar segir að sér hafi alltaf fundist gaman að krydda veðurfréttirnar með ýms- um fróðleik og að veðurtengd mál- efni, eins og loftslagsmál, séu tilvalin í þennan miðil. En fékk hann tiltal vegna ummælanna um Kína? „Margir hafa spurt mig að þessu og ég skil ekki af hverju menn halda það,“ segir Einar. „Þetta er fréttamál tengt veðrinu og það hefur verið fjall- að um kolanotkun á víðum grund- velli síðan. Umræðan um loftslags- mál er ekki næg og snýst því miður oft um upphrópanir og skyndilausn- ir, og það verður að ræða þessi mál sem víðast, líka í veðurfréttunum þó það sé mjög knappt form,“ segir Ein- ar sem sá umrætt graf á nýársdag og var brugðið. „Kolanotkun í Kína er með því mesta sem gerist í heiminum. Öll framleiðsla Kínverja á gróðurhúsa- lofttegundum fer á þeirra reikning en það erum samt við sem kaupum vöruna. Þetta er allt tengt. Fólk á Vesturlöndum, þar sem neyslan er mest, álítur sig vera svo umhverfi- svænt, en það er bara ekki nóg að hjóla í vinnuna og flokka sorp og hugsa svo ekki meira um þessi mál. Það er fyrst og fremst hvaða vara þú neytir hér sem skapar losun á gróð- urhúsalofttegundum annarsstaðar í heiminum. Við verðum að hugsa um þetta sem hnattrænan vanda og hætta hugsa um losun inn í einhverju lokuðu mengi. Ég hef samt mikla trú á unga fólkinu, það er mjög meðvitað um þessa hluti og tilbúið að horfa á stóra samhengið.“ Sendiherra Kína á Íslandi, Zhang Wei Dong, er óhress með orð Einars Svein- björnssonar veðurfræðings sem hvatti til sniðgöngu á vörum frá Kína þegar hann flutti sjónvarpsveðurfréttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.