Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 7. janúar 2017 Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Fólk er að hrósa vin-um mínum fyrir að vera vinir mínir en það lítur enginn á það þannig að ég get ver- ið til staðar fyrir vini mína og gert þeim greiða. Það er ekki verið að hrósa vinum mínum fyrir eitthvað sem þau gerðu fyrir mig það er verið að hrósa þeim fyrir eitt að vilja vera vinir mínir þrátt fyrir að ég sé svona,“ segir Inga Björk Bjarna- dóttir sem deildi nýlega á sam- félagsmiðlinum Twitter hversu margslungnir fötlunarfordóm- ar geta verið. „Ég fæ mikil viðbrögð og mjög jákvæð viðbrögð þó það séu líka alltaf einhver neikvæð. Oftast þegar koma upp fordóm- ar þá áttar fólk sig ekki á því að það sé fordómafullt. Ég vil fræða fólk því þannig uppræt- um við fordóma.“ Að sögn Ingu er ekki lausn á vandamálinu að gagnrýna einstaklinga, frekar að ræða vandamálið almennt. „Við gerum öll mistök og ég hef alveg gerst sek um fötlunarfor- dóma sjálf. Þetta snýst bara um það að fólk sé tilbúið til að taka eitt skref aftur á bak og átta sig á sínum forréttindum sínum og viðurkenna mistök sín og vera tilbúið til að gera betur næst. Það er betra að viðurkenna og læra heldur en að hlaupa strax í vörn.“ Twitterfærsla Ingu hef- ur vakið athygli og beinist gagnrýnin að þeim sem hrósa aðstoðarkonum Ingu fyrir það eitt að vinna með henni. „Fólki er oft hrósað fyrir að vinna með fötluðu fólki og aðstoðarkonum mínum hefur oft verið hrósað fyrir framan mig hversu góðar þær séu því þær eru að vinna fyrir mig. Aðstoðarkonurnar mínar eru frábærar allar sem ein en þetta er samt bara vinnan þeirra og þær eru á launum. Þetta er ekkert öðruvísi en að vinna á leikskóla eða á skrifstofu, þú ert bara að þjónusta og þú færð greitt fyrir það. Sumum hentar að vinna með mannleg sam- skipti og sumum hentar bara að vera í bókhaldi en það gerir þig ekkert að betri eða verri manneskju.“ Fordómar geta einnig birst í hrósi fyrir daglegar athafnir í lífi Ingu. „Það getur stund- um verið erfitt að lesa í hrós. Er verið að hrósa mér fyrir eitthvað sem ég gerði raun- verulega eða er verið að hrósa mér fyrir að vera í hjólastól og lifa lífinu. Eins og þegar fólk er að hrósa mér fyrir að fara á djammið þá eru það alveg aug- ljóslega fordómar þó þeim sé pakkað inn í jákvæðan búning. Réttindabarátta fatlaðs fólk er falin fyrir mörgum og er þá mikilvægt að skoða alla litlu hlutina. Ég held að við náum ekki neinum árangri í mann- réttindabaráttu ef við skiptum okkur alltaf niður í fylkingar. En allir aðilar þurfa að vera til- búnir að skoða sína afstöðu og sína sýn á heiminn.“ Hrósað fyrir það eitt að vera vinir mínir Ég vil fræða fólk því þannig upprætum við fordóma, segir Inga Björk Bjarnadóttir. Mynd | Hari Inga berst gegn fötlunarfordómum á samfélagsmiðlum með fræðslu í stað skamma. Refurinn Rasmus er ekkert að flýta sér að heiman Refurinn Rasmus býr á Mjóeyri innan um fólk. Hann er ekkert að flýta sér að heiman. Kom fyrst á Mjóeyri þegar hann var hálf­ blindur yrðlingur „Refir eru veiddir á grenjum á vor- in og ein grenjaskyttan kom með þennan til okkar,“ segir Sævar Guðjónsson eigandi gistihúsanna á Mjóeyri á Eskifirði um lítinn rebba sem nefnist Rasmus og hefur gert sig heimakominn þar á bæ. „Hann var hálfblindur greyið þegar hann kom hingað, lítill yrð- lingur.“ Refurinn hefur verið hjá Sævari og fjölskyldu frá því í maí og er því rúmlega hálfs árs gamall. „Hann er góður og gæfur. Venju- lega er refirnir farnir í september eða október en þessi er ekkert að flýta sér. Ástæðan kannski sú að hann var svo lítill þegar hann kom hingað. Man ekki eftir neinu öðru.“ Á Mjóeyri rekur Sævar fyrrnefnd gistihús og segir hann ferðamenn hafa sérlega gaman af rebba litla. „Það er náttúrulega mjög sérstakt að komast svona nálægt ref og vera í tæri við hann. Við erum með hund líka. Refurinn og hundurinn leika sér saman.“ „Síðan er hann uppátækja- samur. Stundar alls konar leikfimi og dregur stundum dót úr fjör- unni. Hann hefur nú ekki ver- ið að veiða mikið. Aðallega hræ sem hann finnur úti í fjöru, eða kannski mýs. En ekkert of mikið.“ Sævar segir heimilisfólki þykja vænt um refinn. „Við höfum voða gaman af honum en gerum okk- ur grein fyrir því að þeir hverfa yfirleitt þó Rasmus sé enn ekki farinn.“ | bg Purusteik fyrir þá sem hafa fallið á veganúar Ertu alveg að gefast upp á veganfæði og endalausri skammarferð í janúarræktina? Láttu það eftir þér að falla og fáðu þér purusteik. Fréttatíminn mælir með nokkrum stöðum fyrir purusteikarelskandann. Purusteik í Nettó Í matvöruversluninni Nettó er hægt að fá eldaðan purusteikar- bita fyrir um það bil 500 krónur. Fullkomið heima í sófanum með uppáhalds sjónvarpsþættinum þínum eða hvað sem er sem inni- heldur sama sem enga hreyfingu. Namm! Jómfrúin Purusteikin á Jómfrúnni er alger klassík, dönsk og „dejlig“! Með steikinni færðu kartöflur, sósu og sýrt grænmeti sem svíkur engann. Veisluþjónustan í Rúgbrauðsgerðinni Veistu ekki hvert þú átt að fara í há- deginu á föstudögum? Farðu í Rúg- brauðsgerðina í Borgartúni og fáðu þér eins mikið af purusteik og þú vilt á hlaðborðinu alveg þangað til að þú ert að springa úr seddu. Múlakaffi Hinn ástsæli veitingastaður í Hallarmúlanum er þekktur fyrir strangheiðarlegan mat. Skelltu þér í mömmu purusteik í múlanum sem getur ekki klikkað og fáðu þér frítt kaffi eftir máltíðina. Kjötkompaníið Ef þú ætlar að fá þér almenni- lega purusteik þá er best að elda hana bara heima. Brunaðu í Kjötkompaníið í Hafnarfirði og nældu þér í eitt sveitt stykki. Það er ekkert betra en purusteikar- lykt úr ofninum sem ilmar um alla íbúðina í heilan dag. Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri ÚTSALA 20-80% AFSLÁTUR VERÐ 78.680 VERÐ ÁÐUR 112.400 AMAZING HVÍLDARSTÓLL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.