Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 40
4 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017HEILSUTÍMINN Jákvætt og gott aðhald fyrir krakka í íshokkí Helgi Páll Þórisson hefur verið viðloðandi íshokkí síðan 1991 og segir að íslensk ung­ menni standi erlendum jafnöldrum sínum jafn­ fætis. Betri aðstöðu vanti hins vegar fyrir íþrót­ tina hér á landi. Um 650 manns stunda íshokkí á Íslandi að jafnaði. Algengt er að krakkar byrji að æfa 5-6 ára en þó eru dæmi þess að krakkar hafi stigið fyrstu skrefin fjögurra ára gamlir. V ið leggjum mikið upp úr góðum samskiptum í barna- og unglinga- starfinu enda lítum við svo á að við séum ekki bara að búa til hokkíleikmenn heldur góða einstaklinga líka,“ segir Helgi Páll Þórisson, for- maður aðalstjórnar Skautafélags Reykjavíkur. Helgi hefur verið viðloðandi ís- hokkí á Íslandi lengi. Hann byrjaði sjálfur að keppa árið 1991 og hætti ekki að spila í meistaraflokki fyrr en 2008-2009. Hann hefur síðan fengist við dómgæslu í íþróttinni og þjálfun 6. og 7. flokks, auk skautaskólans. Barna- og unglingastarfið í Skautafélagi Reykjavíkur, og fleiri liðum, hefur vakið verðskuld- aða athygli undanfarin ár enda er krökkunum þar veitt jákvætt og gott aðhald og þau fá mikla athygli. Algengur aldur krakka sem byrja að mæta á æfingar er 5-6 ára. „Barna- og unglingastarfið hér á landi er búið að vera mjög gott. Það kannski helgast fyrst og fremst af því að þrjú stóru félögin; Skautafélag Reykjavíkur, Skautafé- lag Akureyrar og Björninn, lögðu snemma á það áherslu að ráða til sín menntaða, erlenda þjálfara sem kunnu til verka. Þeir höfðu skýra sýn og þekkingu á því hvern- ig á að þróa íshokkíleikmenn og það hefur verið okkur til happs í gegnum árin. Gott dæmi um þetta er Sarah Smiley á Akureyri sem er búin að vera aðalþjálfari SA um árabil. Þar hefur verið lögð mikil áhersla bæði á barna- og unglinga- starf og kvennastarf. Fyrir vikið er næstum því helmingur félags- manna þar stelpur.“ Helgi Páll segir að ungir hokkíleikmenn á Íslandi séu mjög frambærilegir á alþjóðavett- vangi. „Það hefur sýnt sig þegar við höfum keppt erlendis að á ákveðnu aldursbili, kannski 8-12 ára, stöndum við alveg jafnfætis þessum stóru þjóðum hvað getu varðar, með einhverjum undan- tekningum þó. Almennt séð eru íslensku krakkarnir tiltölulega vel skautandi. En það sem til að mynda nágrannaþjóðir hafa fram yfir okkur er að fljótlega upp úr 10—12 ára aldri fara krakkar þar að spila miklu markvissari leiki í deildum og mótum. Hér eru þetta 3—4 mót á ári og það er einfaldlega ekki nóg. Til að halda í við aðrar þjóðir þurfum við fleiri skautahall- ir þar sem hægt er að koma fleiri liðum að. Við erum með mikið af ungum og flottum þjálfurum sem hafa ekki íshokkíþjálfun sem aðalstarf og geta því ekki sinnt krökkunum sem skyldi. Það væri eflaust æskilegt að tengja íshokkíið við skóla- og frístundastarf. Ég vil meina að þessir vankantar standi okkur fyrir þrifum.“ Helgi Páll segir að mikið fram- boð sé á íþróttum og afþreyingu fyrir börn og unglinga í dag. „Það er vinna hjá okkur í íshokkíinu að passa upp á unglinga og börnin. Það er samkeppni um þau og rosa margt í boði í dag. Við höfum náð að halda tiltölulega vel í krakka. Hjá okkur er mikið um krakka sem hafa farið í gegnum margar aðrar greinar en þeir virðast ílengjast hjá okkur, finna sína hillu. Hjá okkur í Skautafélaginu, og líka það sem ég hef séð í öðrum liðum, skiptir ekki máli hvort þú ert frábær eða lélegur. Við höfum reynt að sinna öllum tiltölulega jafn vel. Til samanburðar höfum við heyrt frá foreldrum með börn í fótbolta þar sem þjálfarinn hafði varla tíma til að tala við þau. Við reynum að halda góðum samskipt- um við alla krakkana.“ Hann nefnir að mörgum for- eldrum hugnist vel að ekki sé lögð áhersla á keppni hjá yngstu iðkendunum. „Við höfum reynt að framfylgja því að í 5. flokki og niður úr séu ekki talin mörk í leikjum og annað í þeim dúr. Svo er farið að keppa í 4. og 3. flokki. Með þessu reynum við að búa til gott umhverfi fyrir börnin, þau hreyfa sig og hafa gaman af því sem þau eru að gera án þess að vera með gargandi þjálfara yfir sér. Við viljum frekar að keppnismetn- aðurinn komi seinna en í frum- bernskunni.“ Sögu íshokkís í Reykjavík má rekja til áranna 1954-56 og jafnvel fyrr, að sögn Helga Páls. Íslands- mótið, eins og það er spilað í dag, hefur verið við lýði síðan 1995. Um 650 manns stunda íshokkí hér á landi að jafnaði. „Íslenskt íshokkí tók mikið fram- faraskref í kringum aldamótin þegar við fengum þak yfir höfuðið. Það kom í Laugardalinn árið 1998 og á Akureyri 1999-2000. Svo kom Egilshöllin í fulla virkni 2001-2002. Það munaði helling um það og frá þeim tímapunkti byrjuðu menn að æfa af viti.“ Hjá okkur er mikið um krakka sem hafa farið í gegnum margar aðrar greinar en þeir virðast ílengjast hjá okkur, finna sína hillu. Helgi Páll Þórisson hjá Skautafélagi Reykjavíkur leggur mikla áherslu á barna- og ung- lingastarf. „Við erum ekki bara að búa til hokkíleikmenn heldur góða einstaklinga líka.“ Myndir | Hari Býður Særúnu Jónsdóttur velkomna til starfa Hægt er að panta tíma í sjúkraþjálfun í síma 564 4067 eða senda póst á sjukrathjalfunin@sporthusid.is Á stofunni starfa fyrir: Þjónusta í boði: Atli Örn Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Elsa Sæný Valgeirsdóttir, Elvar Leonarsdsson, Hildur Kristín Sveinsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Karólína Ólafsdóttir, María Jónsdóttir, Sigrún Konráðsdóttir, Þorsteinn Máni Óskarsson og Þóra Hugosdóttir. Úrlausn og greining stoðkerfisvandamála Heilsufarsmælingar Fræðsla og ráðgjöf Hreyfigreining Særún Jónsdóttir Sif Garðarsdóttir er þriggja barna móðir, heilsumarkþjálfi, einkaþjálfari og margfaldur meistari í fitness. Hún er mikil áhugamann- eskja um hvernig við getum stuðlað að betra lífi með kraft náttúrunnar að leiðarljósi. www.saguna.is Máttur náttúrunnar Re-Silica gelin frá Saguna næra húðina, styrkja bæði hár og neglur og bæta meltinguna svo um munar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.