Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 56
20 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017HEILSUTÍMINN Mikilvægt að hafa þarmaflóruna í toppstandi Gló selur lífrænar heilsuvörur ásamt sérfæðisvörum og starfsfólk gefur leiðbeiningar og veitir ráðgjöf varðandi val á vörum. Unnið í samstarfi við Gló Verslunin Gló, sem er í Fákafeni 11, býður upp á mikið úrval af ýmis-konar heilsusamlegum og lífrænum heilsuvörum ásamt sérfæðisvörum fyrir t.d. vegan og glútenlaust mataræði. Þar er hægt að fá ráðgjöf varðandi hvaða vörur henta og leiðbein- ingar um hvernig best er að nota þær. „Fólk getur fengið góða þjón- ustu og ráðgjöf hjá okkur. Við sem vinnum hérna í búðinni erum mjög vel að okkur og leggjum okkur fram um að þekkja vel þær vörur sem vil seljum,“ segir Gunndís Eva Baldursdóttir, starfsmaður Gló. Hún bendir á að það sé ekki síður mikilvægt að halda heimil- inu heilbrigðu líkt og líkamanum, en í versluninni er meðal annars hægt að fá úrval af ilmkjarnaolí- um, lífrænum hreinsiefnum og húðvörum sem eru bæði vegan og „cruelty free“. Hvaða líkamlega heilsu varðar segir Gunndís einna mikilvæg- ast að einblína á þarmaflóruna og heilbrigði hennar. „Ef þarmaflór- an er ekki í lagi þá er allt annað í ólagi. Það er mikilvægt að hafa hana í toppstandi, annars geturðu sleppt öllu hinu.“ Það eru nokkrar vörur sem hún mælir sérstaklega með fyrir fólk sem er að byrja að taka sig á og vill koma jafnvægi á þarmaflóruna eftir hátíðarnar. „Ég myndi mæla með að GTF Chromium frá Wild Nutrition, sem inniheldur bæði andoxun- arefni og króm og kemur jafn- vægi á blóðsykurinn. Það er snilld þegar maður er að koma sér út úr smá sukki. Svo erum við með Botanical Caprylic Acid Plus sem eru fitusýrur sem taldar eru hafa hamlandi áhrif á vöxt candida sveppsins og græða meltingar- veginn. Þurrkað aloe vera í hylkj- um frá Kiki Health er frábær vara sem græðir meltingarveginn og stuðlar að reglulegri og góðri Unnið í samstarfi við Gló Að taka létta djúsföstu er tilvalin leið til að endurstilla sig fyrir árið fram undan og til þess að taka ekki sykurát og aðrar óholl- ar venjur með inn í nýja árið. En kostirnir við djúsföstu eru fleiri, húðin verður til dæmis betri og líkaminn fær tíma til að gera við ýmis vandamál. Djúspokinn frá Gló inniheld- ur sex djúsflöskur: tvo græna safa, einn túrmerik safa, einn rauðrófusafa, einn berjasmoothie og einn grænan smoothie. Allir safarnir eru kaldpressaðir í Gló á hverjum morgni. Tekið er við pöntunum á vefnum glo.is en ganga þarf frá pöntun í síðasta lagi daginn áður en fólk vill sækja. Fólk notar djúspokana í mis- jafnlega langan tíma og í ýmsum tilgangi. Sumir taka einn dag af og til en aðrir allt upp í viku til tíu daga í röð. Flestir eru sammála um að safadagurinn auðveldi í framhaldinu að bæta mataræði og neysluvenjur og velja hollari valkosti. Endurstilltu þig með djúsföstu Flestir eru sammála um að safadagur auðveldi bætingu mataræðis og neysluvenja. hægðalosun. Þetta eru vörur sem ég mæli með fyrir alla, ásamt B12 og D-vítamíni sem eru mjög mik- ilvæg vítamín fyrir fólk á þessum tíma árs.“ Þá segir hún fjölvítamín frá Wild Nutrition einnig mjög góðan grunn fyrir þá sem vilja taka sig á, á þessum tíma árs. En Wild Nutrition framleiðir svokölluð „food-grown“ bætiefni sem þýðir að vítamínin og stein- efnin eru bundin fæðu í vinnslu- ferlinu. Þannig eru efnin í hverju hylki í náttúrulegu samhengi við önnur næringarefni sem líkaminn þekkir. Í hverju hylki er að finna skammta af slíkum blöndum í þurrkuðu formi án allra auka- og fylliefna. Wild Nutrition línan sam- anstendur af fjölbreyttu úrvali vítamína, steinefna og vítamín- blanda fyrir fólk með ólíkar þarfir á mismunandi æviskeiðum. Meðal vinsælustu Wild Nutrition varanna eru fjölvítamín fyrir karla og kon- ur í mismunandi samsetningum fyrir ólíkan aldur, króm sem stuðl- ar að jafnari blóðsykri, magnesí- um fyrir fjölbreytta heilsubót og D-vítamín sem marga Íslendinga skortir. Gló býður einnig upp á gott úrval af próteini fyrir þá sem hreyfa sig mikið og vilja byggja upp vöðva. „Við erum bæði með mysu- og veganprótein, en tölu- vert meira úrval af mjólkurlaus- um próteinum sem eru með flottri uppbyggingu. Þau eru því engan veginn síðri en mjólkurpróteinin,“ útskýrir hún. Gunndís mælir hiklaust með því að fólk fái sér chiagraut á morgnana í staðinn fyrir morg- unkorn og hefji daginn uppfullt af orku. „Við veitum mjög góðar leiðbeiningar og aðstoð með það í versluninni. Gefum meðal annars uppskriftir af chiagrautum, ásamt því að selja tilbúinn chiagraut. Við erum með mjög góð chiafræ frá Purya ásamt ýmiskonar nærandi blöndum. Ég myndi mæla með því við fólk sem vill fara að gera sér almennilegan morgunmat.“ En verslunin er líka með góð- ar lausnir fyrir þá sem ekki hafa mikinn tíma og eru á ferðinni. „Við erum með frábæra tilbúna próteindrykki frá Orgain sem eru mjög bragðgóðir og innihalda vegan prótein. Drykkirnir eru al- veg mjólkurlausir og það eru 16 grömm af próteini í einni flösku. Hér er líka hægt að fá ýmiss kon- ar næringarstykki og handhægar máltíðir.“ Gott er að drekka smoothie í hádeginu og á kvöldverðartíma en drekka safana þess á milli. • Til að auka áhrifin enn frekar er gott að drekka einn eða fleiri bolla af lífrænu jurtate yfir daginn. Í Gló Fákafeni fæst t.d. frá- bært úrval af slíku góðgæti með ýmsa virkni. • Það má alveg narta í hrátt grænmeti og ávexti eða fá sér lífrænar hnetur og fræ ef svengd segir til sín. • Mörgum finnst gott að byrja safadaginn á góðum morgun- mat á borð við chia graut eða smoothie skál. Þær er hægt að gera heima eða næla sér í eina í Fákafeninu þar sem heilnæmur morgunverður er framreiddur á hverjum degi. • GTF Króm frá Wild Nutrition nýtur mikilla vinsælda hjá fólki sem vill halda betri stjórn á blóðsykurssveiflum og draga úr sykur- löngun. Það getur hjálpað mörgum að taka króm nokkra daga fyrir safadaginn, á meðan honum stendur og nokkra daga á eftir. • Það er upplagt að blanda auka næringu út í safana, margir eiga t.d. grænt ofurfæðiduft uppi í skáp sem er frábært að hrista út í græna safann en einnig er hægt að kaupa frábæra græna blöndu frá Kiki Health í Fákafeni. • Við mælum með að dagana á undan sé dregið úr sykur- og kaffi- neyslu, að tekin séu skref í átt að hreinna mataræði og mikið unnar matvörur séu settar til hliðar. Að sama skapi er mikilvægt að næringarríkur og heilnæmur matur sé valinn í kjölfar safa- dagsins. • Þegar kalt er úti getur verið gott að fá sér heita og næringarríka súpu einu sinni yfir daginn. Hægt er að fá ljúffengar og heil- næmar súpur á veitingastöðum Gló alla daga, en í versluninni í Fákafeni eru einnig til nærandi tilbúnar súpur til að hita heima. Nokkur góð ráð á djúsdegi Djúspokinn frá Gló inniheldur sex djúsflöskur: tvo græna safa, einn túrmerik safa, einn rauðrófusafa, einn berjasmoothie og einn grænan smoothie. Ef þarmaflóran er í ólagi er allt annað í ólagi líka, segir Gunndís, starfsmaður Gló. Mynd | Hari Gló selur fjölbreyttar heilsusamlegar og lífrænar vörur ásamt ýmiskonar sérfæðisvörum. Mynd | Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.