Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 50
Breytti um lífsstíl og losnaði við lyfin Sólveig æfir nú fimm sinn- um í viku, að minnsta kosti, og lyftir lóðum án þess að blása úr nös. Mynd | Hari Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is F yrir tæpum fimm árum var Sólveig Sigurðardótt- ir alltof þung og mjög veik af MS sjúkdómnum. Hún var föst í vítahring sem hún kunni ekki að koma sér út úr þegar hún sá umfjöllun um Heilsu- borg í sjónvarpinu. Hún sá að þar var boðið upp á heildstæða þjón- ustu fagaðila og leið að betri heilsu. Hana langaði að skrá sig og mæta á kynningarfund, en þorði það ekki. Þetta var stórt skref fyrir hana. „Ég skráði mig á endanum og mætti, en guð minn góður ég skammaðist mín svo mikið. Mér fannst þetta hræðilegt. Ég átti engin leikfimiföt og þau voru ófá- anleg í svona stórum stærðum. Ég var ekki komin þangað í megrun, ég fékk strax að vita það. Þegar maður er orðin svona þungur og veikur þá þarf maður allt öðru- vísi hjálp heldur eitthvert átak. Ég þurfti að læra hlutina upp á nýtt og hjá Heilsuborg hafði ég aðgang að læknum, hjúkrunafræðingum, næringarfræðingum og sálfræðing- um,“ útskýrir Sólveig. Þetta átti ekki að vera hægt Þetta var akkúrat það sem hún þurfti. Henni tókst að breyta al- Sólveig var orðin alltof þung og mjög veik af MS sjúkdómnum þegar hún breytti um lífsstíl. Hún er nú 50 kílóum léttari en þegar hún var hvað þyngst, en mestu máli finnst henni skipta að hafa öðlast nýtt líf án lyfja. Kílóin sem fuku voru bara bónus. gjörlega um lífsstíl og hefur náð að viðhalda honum síðustu ár ásamt því að bæta sífellt við sig meiri þekkingu. Nú er hún sjálf farin að starfa fyrir Heilsuborg og breiðir út boðskapinn um heilbrigðan lífs- stíl á bloggsíðu sinni og facebook ásamt því að vera í sjúklingasam- tökum EASO – European Associ- ation for the study of obesity. „Það eru fimmtíu kíló sem eru farin, en það sem mér finnst best við að hafa breytt um lífsstíl, það er að hafa eignast nýtt líf og verða lyfjalaus. Ég var á mörgum lyfjum út af MS sjúkdómum. Meðal annars til að halda mér vakandi, svo ég gæti sofið og sérstökum MS lyfjum sem ég þurfti að sprauta mig með einu sinni í viku. Svo tók ég verkja- lyf alla daga til að halda verkjunum í skefjum. Í dag tek ég ekki neitt af þessum lyfjum. Það er svo frábær tilfinning að hafa byggt upp líkama sem var nánast ónýtur. Þetta átti ekki að vera hægt.“ Sólveig hafði reynt ýmsar lausn- ir áður en hún tók skrefið og fór í Heilsuborg, en fannst ekkert virka. „Ég keypti mér reglulega líkams- ræktarkort, eins og svo margir, og var búin að prófa allt. Ég er meistari í megrunum og byrjaði snemma. Sem ég lítið barn þá fór ég með mömmu í megrunarmið- stöðina Línuna þar sem maður var vigtaður og púað eða klappað eftir því hvort grömmin höfðu farið upp eða niður.“ Fór að þyngjast eftir slys Sólveig segist þó í raun alls ekki hafa verið feitur krakki. Það var ekki fyrr en hún lenti í bílslysi þegar hún var 10 ára og það brotn- uðu þrír hryggjarliðir í bakinu á henni að hún fór að þyngjast, enda var hún látin liggja mikið fyrir og mátti lítið gera. Nokkrum árum síðar, þegar hún var farin að geta hreyft sig meira, lenti hún svo í skíðaslysi þar sem annað hnéð brotnaði og hinn fóturinn brákað- ist. Þá tók við enn meiri hvíld og kílóunum fjölgaði. „Upp frá því var ég alltaf mjög þung. Mér tókst reyndar að fara upp og niður og náði kílóunum af mér með því að svelta mig í megr- unarkúrum. En þegar ég lít til baka þá finnst mér þetta hafa verið of- beldi. Það er ógeðsleg aðferð að létta sig með þessum hætti.“ Sólveig greindist með MS sjúk- dóminn þegar hún var þrítug og þurfti þá aðeins að fara að hlusta á líkamann. Hún þurfti að minnka við sig vinnu og hvílast vel. „En þá fór ég að hlaða meira á mig. Ég gat lítið hreyft mig og varð rosalega veik af sjúkdómnum í langan tíma. Ég var föst í vítahring sem ég kunni ekki að koma mér út úr. Ég kunni bara að fara í megrun. Ég kunni ekkert annað.“ Þá hefur Sólveig glímt við rós- roða sem getur blossað upp af slæmu mataræði. „Ég var alltaf eldrauð í framan. Stundum var ég svo slæm að það lak vökvi úr and- litinu á mér. Það var eins ég hefði brunnið. Ég var alltaf á sýklalyfj- um út af þessu. En ég fæ þetta ekki lengur.“ Gat ekki staðið upp sjálf Þegar Sólveig var á námskeiðinu hjá Heilsuborg fór áhugi henn- ar á hreinum og hollum mat að aukast og hún fór sjálf að afla sér þekkingar á því sviði. Sótti meðal annars matreiðslunámskeið bæði hér heima og erlendis. Nú ræktar hún sitt eigið grænmeti og krydd- jurtir í garðinum sínum. „Það er ótrúlegt hvað matur getur hjálpað til. Maður getur borðað af sér kíló- in og ég gerði það einmitt. Þetta hefur líka haft ótrúlega góð áhrif á fjölskylduna. Sonur Sólveigar, sem er þrettán ára og þjáist af flogaveiki, var líka of þungur. Þegar hún var búin að stunda breyttan lífsstíl í ár þá var hann tilbúinn til að prófa. „Hann er grannur strákur í dag og þarf ekki lengur að taka flogaveikilyfin, samkvæmt læknisráði. Hann hefur ekki fengið flog núna í tæp tvö ár.“ Þegar Sólveig byrjaði í Heilsu- borg gat hún ekki lagst á gólfið og staðið sjálf aftur upp. Hún æfði sig heima. Lagðist niður og skreið meðfram húsgögnunum aftur upp. Mánuði síðar gat hún lagst niður og staðið upp án stuðnings. Í dag æfir hún að minnsta kosti fimm sinnum í viku, lyftir þungum lóð- um án þess að blása úr nös og gerir burpees æfingar. „Þetta sýnir bara að það er allt hægt,“ segir hún kím- in. Ég skráði mig á endanum og mætti, en guð minn góður ég skammaðist mín svo mikið. Mér fannst þetta hræði- legt. Ég átti engin leikfimiföt og þau voru ófáanleg í svona stórum stærðum. Ritmennska – helgarnámskeið 27.-29. janúar Getur það hjálpað einstaklingum að skrifa sig frá erfiðum tilfinningum? Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur leiðir þátttakendur í að nálgast skapandi skriflega lýsingu á andlegri líðan. Verð: 59.000 kr Núvitund – mindfulness, 1. febrúar Átta vikna námskeið hefst 1. febrúar og er til 22. mars Námskeið í núvitund við verkjum, kvíða, þunglyndi og streitu. Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð. Unnið er í lokuðum hópum 12-16 einstaklinga. Kennt er í átta skipti, einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Þátttakendur þurfa að gera ráð fyrir daglegum heimaæfingum á milli tímanna. Verð: 60.000 kr. Sorgin og lífið – 5.-12. febrúar Vikudvöl fyrir þá sem hafa orðið fyrir ástvinamissi og eru að vinna úr sorg sinni 5.-12. febrúar 2017 Sorg er eðlileg í kjölfar ástvinamissis en oft gerist það að sá sem syrgir á erfitt með að vinna sig til sáttar í sorgarferlinu. Sorgin hefur ólíkar birtingarmyndir en einkenni geta verið líkamleg, tilfinningaleg, hugræn og félagsleg. Verð: 145.000 kr. Námskeið á nýju ári Grænumörk 10 - Hveragerði - heilsustofnun.is Nánari upplýsingar í síma 483 0300 eða heilsa@heilsustofnun.is Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands 14 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017HEILSUTÍMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.