Fréttatíminn - 07.01.2017, Page 49

Fréttatíminn - 07.01.2017, Page 49
13 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017 HEILSUTÍMINN Rauðrófusafi Rauðrófusafi er þekktur fyrir hreins- andi áhrif sín á blóð, ristil og meltingu. Safinn hefur reynst vel fyrir konur sem þjást af fyrirtíðar- spennu. Hann er líka talinn góður við hinum ýmsu kvill- um eins og þvag- blöðruvandamál- um og nýrna- og gallsteinum. Hann veitir náttúrulega hreinsun á einfald- an en jafnframt öfl- ugan hátt. 1-2 glös á fastandi maga er nóg til að bæta og styrkja hreinsikerfið til muna. Rauðrófusafinn er hollur orku- drykkur og einstaklega góður fyr- ir þá sem þurfa langvarandi jafna orku, t.d. hlaupara og íþrótta- fólk. Rauðrófusafinn frá Beutels- bacher er mjólkursýrður safi sem er ferskpressaður úr nýupptekn- um lífrænt ræktuðum demeter rauðrófum. Mjólkursýring hjálpar til við að mynda örver- ur sem valda náttúru- legri gerjun og mynda L+ mjólkursýrugerla sem hafa verulega góð áhrif á líkamann. Fyrir þá sem vilja bragð- bæta rauðrófusafann er tilvalið að blanda honum saman við líf- rænan eplasafa. Eplaedik Eplaedik hefur löngum verið þekkt fyrir góð áhrif á meltingu, brjóst- sviða og aukna slímmyndun í lík- amanum. Það gerir líkamann basískari og hjálpar til við hreinsun líkamans ásamt því að vera náttúrulega vatns- losandi. Eplaedikið frá Beutelsbacher er ekki hitameðhöndl- að og er því nátt- úrulega skýjað. Það er dregið úr ógerjuðum eplasafa sem pressaður hefur verið úr ferskum demeter eplum. Epla- edikið er kaldunnið til þess að varðveita mikilvæg næringarefni. Prófið að byrja daginn á vatns- glasi með 2 msk af eplaediki og finnið áhrifin. Trönuberjasafi Trönuber eru vel þekkt fyrir heilsu- bætandi eiginleika og eru hvað þekktust fyrir að vera góð vörn gegn blöðrubólgu. Þau koma í veg fyrir að bakteríur festi sig við þvagblöðruvegginn og komi af stað bólgum og þvagfærasýkingu. Því er trönuberjasafi eitt af helstu náttúru- lækningameðulum gegn blöðrubólgu og öðrum þvagfærasýkingum. Að auki er trönuberjasafi stútfull- ur af andoxunarefnum og styrkir ónæmiskerfið með því að hjálpa til við að hreinsa út eiturefni sem safnast fyrir í líkamanum. Trönu- ber eru frekar súr og bitur og því er Beutelsbacher trönuberjasafinn sætaður með frúktósa úr vín- berjum og agaveþykkni. Safinn er demeter vottaður og 100% lífrænn, hann inniheldur engin rot- varnarefni, litarefni, sætuefni eða erfðabreytt efni. Til að fyrirbyggja þvagfærasýkingu er mælt með að drekka a.m.k. eitt glas á dag. 0,2 L 0,77 L0,77 L 0,77 L 0,75 L Unnið í samstarfi við Innnes Oft er mikið álag á lík-amanum, ónæmiskerf-inu og meltingarkerf-inu – sérstaklega eftir þá miklu matarveislutíð sem nýafstaðin er. Til þess að að- stoða líkamann við að losa sig við óæskileg eiturefni og bjúg, er auk holls mataræðis gagn- legt að innbyrða grænmetis- og ávaxtasafa sem búnir eru þekkt- um heilsubætandi eiginleikum. En það er ekki sama hvernig safar það eru. Best er að drekka lífræna, kaldpressaða safa sem ekki innihalda neinn viðbætt- an sykur og ekki eru búnir til úr þykkni. Beutelsbacher býður upp á 15 mismunandi grænmet- is- og ávaxtasafa sem margir hverjir eru sérlega gagnlegir í hreinsun líkamans. Demeter er hæsti gæðastimpill sem til er á lífrænum vörum Beutelsbacher safarnir eru all- ir 100% lífrænir og fjölmargir þeirra eru einnig með „demet- er“ vottun. Demeter er vottun fyrir lífaflsræktun (biodynamic agriculture) og er hæsti gæða- stimpill sem til er á lífrænum vörum. Hún nær út fyrir hefð- bundnar reglugerðir um lífræna ræktun. Lífaflsræktun er heild- ræn nálgun til landbúnaðar sem grundvallast á heildarsýn sem nær yfir vistfræðilega, hag- fræðilega og félagslega þætti landbúnaðarframleiðslu. Næringin varðveitt og náttúran vernduð Vel er vandað til framleiðslu á Beutelsbacher söfum með eins fáum framleiðslustigum og kostur er til þess að halda í sem mesta næringu úr hráefn- inu. Engin rotvarnarefni, ensím eða önnur aukefni eru notuð við framleiðslu safanna og eru þeir allir settir á vistvænar, endur- nýtanlegar glerflöskur. Í öllu framleiðsluferlinu er áhersla lögð á orkusparnað og notk- un endurvinnanlegra efna. Keppikefli þeirra er að gæta SAFAR SEM HREINSA Beutelsbacher býður upp á 15 mismunandi grænmetis- og ávaxtasafa sem margir hverjir eru sérlega gagnlegir í hreinsun líkamans. Beutelsbacher safarnir eru allir 100% lífrænir og fjöl-margir þeirra eru einnig með „demeter“ vottun, en það er hæsti gæðastimpill sem til er fyrir lífrænar vörur. Sítrónusafi Volgt sítrónuvatn á morgnana kem- ur meltingunni af stað fyrir daginn. Sítrónuvatn skolar út óæskilegum efnum og eitur- efnum úr líkam- anum. Það fær lifrina okkar til að framleiða gall sem er sýra sem meltingin okkar þarf á að halda. Sítrónur eru einnig háar í steinefnum og vítamínum og því er glas af heitu sítrónuvatni frábær byrjun á degi hverjum. Til þess að vera viss um að sítrónuvatnið þitt hafi þessa gagnlegu eiginleika er mikilvægt að tryggja að leifar af skaðlegum aukefn- um séu ekki að finna á sítrónunni. Beutels- bacher sítrónusafinn er 100% hreinn safi kaldpressaður úr dem- eter sítrónum. Auðvelt er að setja 1-2 msk út í volgt vatn og drekka á tóman maga strax í morgunsárið. 0,2 L 0,2 L 0,75 L 0,75 L Beutelsbacher býður upp á fjölmargar tegundir af lífrænum grænmetis- og ávaxtasöfum. umhverfisins og þau auka frjósemi jarðvegsins með skiptiræktun, grænum áburði og rotmassa. Lífaflsræktun í landbúnaði hefur mjög góð áhrif á jarðveg- inn, vatnið og umhverfið allt. Með þessari ábyrgðar- kennd fyrir heilbrigðri náttúru, betri lífs- skilyrðum og hágæðavörum, vonast Beu- telsbacher til þess að stækka hóp þeirra sem velja vörur út frá heildaráhrifum þeirra á menn, umhverfi og sam- félag.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.