Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 7. janúar 2017 12 ára Flýr frá Afganistan til Írans, í vörubíl með smyglurum. Fær vinnu í Íran til 15 ára aldurs. 15 ára Fer til Tyrklands, þaðan sem hann gerir tvær misheppn- aðar tilraunir til að komast yfir til Grikklands á báti með smyglurum. 16 ára Kemst á árabáti til grísku eyj- unnar Samos. Gerir misheppn- aða tilraun til að komast til Ítaliu með flutningaskipi. Fær vinnu á Grikklandi við appel- sínutínslu. Þar sem hann er ennþá á barnsaldri fær hann inngöngu í skóla og vinnu á bensínstöð. 20 ára Reynir að komast til Ungverja- lands, núna í gegnum Serbíu og Makedóníu. Settur í fangelsi í mánuð Ungverjalandi. Send- ur frá Ungverjalandi til Serbíu, situr í fangelsi í mánuð. Sendur frá Serbíu til Makedóníu, situr í fangelsi í tvo mánuði. Sendur frá Makedóníu til Grikklands. 21 árs Fer með báti frá Lesbos til Ítal- íu, þar sem hann stoppar í einn dag áður en hann er sendur aftur til baka. Reynir að hoppa upp í lest á ferð, missir takið og slasar sig illa. Eftir slysið ákveður hann að reyna að lifa af í Grikklandi. Fær vinnu hálf- an daginn á bóndabæ. 25 ára Fær tímabundið hæli í Grikklandi sem hann þarf að endurnýja 2018. 26 ára Fær nóg af útlendingahatri, atvinnuleysi og óöryggi og ákveður að freista gæfunnar á Íslandi. Verður sendur aftur til Grikklands í næstu viku. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þegar Roholla Rezaei var tólf ára ákvað hann að flýja heimahagana í Afganistan. Draumur hans frá því hann var lítill dreng- ur var að verða bifvélavirki en aðstæður bláfátækrar fjölskyldu hans, sem er af hinum ofsótta minnihlutahópi Hazara, bauð ekki upp á neina drauma. Hann ákvað að skilja við fjölskyldu og freista gæfunnar, einn í Íran. Roholla var ennþá barn þegar hann kom til Írans og því auð- velt fyrir hann að fá vinnu. Hann vann í kjúklingaverksmiðju þar til hann var 15 ára gamall en þá fóru málin á flækjast. Lífið í Íran er Afgönum ekki auðvelt því þar er litið niður á Afgani og nær ómögulegt er að fá vinnu. Roholla var á þessum tíma ekki viss hvar hann vildi setjast að, hann vissi bara að hann vildi lifa af, og helst á betri stað. Hann ákvað að fara til Tyrklands, þaðan sem hann myndi svo reyna að komast á báti Veit ekki hvar ég á að vera 18 ára Missir vinnuna og allan stuðn- ing í Grikklandi við að verða fullorðinn. Hrunið skellur á. Fer til Ungverjalands, gangandi og í lest, handtekinn við komuna þangað. Gengur frá Ungverja- landi til Austurríkis, hand- tekinn þar og fangelsaður í 2 mánuði. Sendur frá Austurríki aftur til Ungverjalands. Send- ur frá Ungverjalandi aftur til Grikklands. Tólf ára gamall flúði Roholla Rezaei aðstæður sínar í Afganistan. Fjórtán árum og mörgum hættuförum síðar hefur hann ekki enn eignast samastað. Honum verður vísað úr landi í næstu viku. Frá Grikklandi til UngverjalandsFrá Grikklandi til Íslands Frá Ungverjalandi til Austurríkis Frá Grikklandi til Serbíu og Makedóníu Frá Íran til TyrklandsFrá Tyrklandi til Grikklands Frá Grikklandi til Ítalíu og aftur til baka, tvisvar til Grikklands. Ferðalagið varð lengra en hann ætlaði sér því síðan eru liðin 14 ár og enn hefur Roholla, sem er 26 ára í dag, ekki getað sest neinsstaðar að. Hvert sem hann kemur þá er honum alltaf vísað aftur úr landi, oft eftir að hafa setið í fangelsi. „Ég er búinn að vera fjórt- án ár á ferðalagi og enginn vill taka við mér. Ég veit ekki hvar ég á að vera, það á að senda mig aftur til Grikklands en þar bíður mín ekkert,“ segir Roholla sem er með tímabundið dvalarleyfi í Grikklandi til ársins 2018, eftir það tekur óvissan við. Að fara aftur til Afganistan er ekki inni í myndinni því þar bíða hans etnískar og trúarlegar ofsóknir, en Rohollah er kristinnar trúar í dag. „Ég er búinn að reyna að lifa af í Grikklandi en það er erfitt. Innflytjendur mega bara vinna hálfan daginn, það er erfitt að fá vinnu og svo er illa komið fram við okkur. Ástandið hefur versn- að hratt eftir efnahagshrunið og margir eru á móti innflytjendum. Ég fór að lesa um löndin í Norð- ur-Evrópu og sá að mig langaði til að reyna að setjast að á Íslandi,“ segir Roholla sem er búinn að vera hér í tæpt ár og sækja þrisvar um hæli en alltaf fengið neitun. Honum verður vísað úr landi í næstu viku. Rohallah Rezaei segist ekki vita hvert örlögin muni leiða hann. Eftir 13 ár á flótta um fjallgarða, fangelsi, höf og hraðbrautir datt honum í hug að kannski myndi Ísland taka á móti honum. Mynd | Hari P ORTRET T AÐGANGUR ÓKEYPIS Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is Handhafar Hasselblad-verðlaunanna 24. 9. 2016 –15.1. 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.