Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 62
26 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017HEILSUTÍMINN Aldrei verið í jafn góðu formi Gísli Kristján Birgisson er eins og nýr maður eftir 100 daga lífsstílsáskorun á Hilton Reykjavík Spa þar sem hann léttist um 18,6 kíló. Nýtt námskeið hefst á mánudaginn. Unnið í samstarfi við Hilton Reykjavík Spa. Ég hef aldrei verið í öðru eins líkamlegu og andlegu formi. Maður var bara tekinn og gerður að nýjum manni á hundrað dögum,“ segir Gísli Krist- ján Birgisson rafvirki. Gísli skráði sig í 100 daga lífs- stílsáskorun á Hilton Reykjavík Spa síðasta haust og sér ekki eftir því. Hann léttist um 18,6 kíló á þessum hundrað dögum, fituprósenta hans lækkaði um 8,8% og ummálið um kviðinn minnkaði um 15 sentímetra. „Ég var 110,1 kíló þegar ég byrjaði í september og endaði í 91,5 kílóum nú í desember. Svo reyndar komu tvö kíló aftur yfir jólin en þau verða fljót að fara,“ segir Gísli í léttum tón. Gísli er 55 ára og ákvað að taka sig á þegar honum fannst hann vera orðinn of þungur og stirður og luralegur. „Nú er ég alveg gjör- breyttur í öllum hreyfingum og líður rosalega vel,“ segir hann. 100 daga lífsstílsáskorunin á Hilton Reykjavík Spa hentaði Gísla mjög vel. Þar fékk hann ráð- leggingar um mataræði, mælingar og leiðsögn í tækjasalnum auk þess sem boðið er upp á fyrirlestra. „Ég fékk alveg frábærar móttök- ur hjá þjálfurunum. Þau eru ólík og áherslurnar eru mismunandi þannig BATTERÍIN ENDURHLAÐIN Á BALÍ Tripical Travel býður upp á yoga- og heilsuferð fyrir konur til grænu eyjunnar Balí í mars. Fararstjórn verður í höndum Þóru Hlínar Friðriksdóttur og Maríu Dalberg. Unnið í samstarfi við Tripical Travel. Við ætlum að draga okkur frá hinni daglegu rútínu, skilja álagið og allt stress-ið eftir heima og endur- hlaða batteríin. Þetta snýst fyrst og fremst um að byggja sig upp og endurnæra líkama og sál – og um- fram allt að hafa gaman,“ segir Þóra Hlín Friðriksdóttir, yogakennari og hjúkrunarfræðingur, en hún og yogakennarinn og leikkonan María Dalberg eru búnar að skipuleggja yoga- og heilsuferð fyrir konur til eyjunnar Balí, í Indónesíu, dagana 7.-21. mars, í samvinnu við ferða- skrifstofuna Tripical Travel. Ferðin hefst við hvítu strand- lengjuna Nusa Dua, þar sem gist verður í fjórar nætur á hinu fimm stjörnu Nusa Dua Beach Hotel. Þar gefst þátttakendum meðal annars tækifæri til að læra indónesískan dans, sigla til hinna fögru Gilli eyja og snorkla í hlýjum sjó, svo fátt eitt sé nefnt. „Þetta er í raun og veru ágæt- is aðferð til að vinda aðeins ofan af þreytunni áður en við höldum á heilsu-setrið Shala Bali í lista- mannabænum Ubud í hjarta Balí, til að hefja sjálft yoga-prógrammið,“ útskýrir María. „Við Þóra erum báðar Ashtanga yoga-kennarar og munum því leiða hefðbundna Ashtanga tíma og Vinyasa tíma, sem eru byggðir á Ashtanga kerfinu, alla morgna við sólar- að úr varð skemmtilegt námskeið að öllu leyti. Viðmót starfsfólks- ins skipti mig líka miklu máli. Þarna er fólk virkilega tilbúið að hjálpa manni, viðmótið er hlýlegt og það er faglega að öllu staðið.“ Nýtt námskeið, Leiðin að betri lífsstíl, hefst einmitt á Hilton Reykjavík Spa á mánudaginn næsta, 9. janúar. Þeir sem standa sig best á námskeiðunum eru verðlaunaðir og Gísli var einmitt sigurvegari síðasta námskeiðs. Hann hlaut að launum árskort á Hilton Reykjavík Spa. „Nú kem ég til með að halda áfram. Ég fæ nýtt prógram og held áfram að nýta mér þessa rosa- lega flottu þjónustu. Síðan er ekki amalegt að fara í heitu pottana á eftir og fá axlanudd. Það er bara einstakt.“ upprás, eða klukkan 7, í opnum yogasal með dásamlegu útsýni yfir hrísgrjónakra. Og ljúkum þeim svo með djúpri slökun.“ Þóra bætir við að tímarnir henti byrjendum jafnt sem lengra komnum enda sé það markmið þeirra Maríu að bjóða allar konur velkomnar með í ferðina. Svo sé það bara undir hverri og einni konu komið hvað hún sé reiðubúin að ganga langt í yoga-iðkuninni meðan á dvöl stendur. Þið talið um kvennaferð, endurspeglar dagskráin það? „Jú, hún er alveg sérsniðin að kon- um. Suma eftirmiðdaga mun hópur- inn til dæmis sameinast á vinnu- stofum og í systrahringjum, þar sem við ætlum að fara í styrkleika- og veikleikagreiningu og sjálfskoðun. Hvað felst í því að vera kona, er til dæmis ein spurning sem við ætlum að spyrja okkur og hvert erum við að stefna í lífinu og svo framvegis. Þannig gefst okkur einstakt tæki- færi til að byggja hverja aðra upp í góðum félagsskap og nærandi umhverfi, njóta þeirra fjölmörgu heilsumeðferða sem verða í boði og auðvitað borða hollan mat.“ En María segir að í Ubud sé ara- grúi veitingastaða sem bjóði ljúf- fengan mat á sanngjörnu verði, þar á meðal vegan- og grænmetisstaðir, auk þess sem lífrænt morgun- verðarhlaðborð verði innifalið í sjálfum pakkanum, þannig að allar konur ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Og eitt af því sem er svo á döfinni er heimsókn til galdramanns? „Já, það er kannski rétt að taka fram að Balíbúar eru mjög andlega sinnaðir,“ útskýrir Þóra brosandi. „Þannig að okkur finnst kjörið að nota tækifærið og heimsækja balískan galdramann og fá að vita hvað hann hefur að segja.“ Hún bendir á að íbúarnir séu kurteisir og elskulegir og eyjan sjálf dulúðug, friðsæl og fögur. „Dvöl mín þar í fyrra hafði djúpstæð áhrif á mig, en fyrir mér ganga skemmti- legustu ferðirnar út á að kynnast ólíkri menningu og trú,“ segir hún og bætir við að frá því á síðasta ári sé hana því búið að dreyma um að heimsækja eynna aftur í góðum hóp. Þess vegna hafi Balí meðal annars orðið fyrir valinu. Það er greinilega mikil tilhlökk- un í ykkur. „Já, við erum auðvitað spenntar að sjá muninn á hópn- um, hvað hann verður úthvíldur og endurnærður í lokin,“ segir María. 100 daga lífsstílsáskorun hefst mánudaginn 9. janúar. Mælingar á tveggja vikna fresti, ráðleggingar um mataræði (matardagbækur) og þrír fyrirlestrar hjá þjálfaranum og næringarfræðingnum Agnesi Þóru Árnadóttur. Leiðsögn í sal og persónuleg aðstoð. Tímar eru klukkan 17.30 alla mánudaga og miðvikudaga og klukkan 16.30 á föstudögum. Innifalið í verði er aðgangur að Spa, handklæði við komu og herðanudd í heitum pottum. Skráning og nánari upplýsingar má fá á netfanginu spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090. Hilton Reykjavík Spa er heilsu- lind sem veitir fyrsta flokks þjón- ustu í rólegu og þægilegu and- rúmslofti. Hilton Reykjavík Spa hefur upp á að bjóða frábæra aðstöðu til líkamsræktar. Meðlimir fá aðstoð þjálfara í sal og aðgang að opnum tímum. Þeir hafa aðgang að útiað- stöðu, heitum pottum og gufu, og fá herðanudd í pottum. Þá fá þeir handklæði við komuna. Leiðin að betri lífsstíl Frábær heilsulind Fólk frá öllum heimshornum sækir bæinn Ubud til að iðka yoga, borða góðan mat og njóta lífsins. Nokkur framúrskarandi yoga-stúdíó eru í bænum sem þær Þóra og Mar- ía segjast geta mælt með. En þess má geta að heilsusetrið Shala Bali er búið öllum helstu þægindum og geta þátttakendur valið um eins eða tveggja manna herbergi. Þóra Hlín, til hægri, kennir Vinyasa yoga á Hilton Reykjavík Spa, býður fyrirtækjum upp á yoga-námskeið og er jafnframt hjúkrunarfræðingur. María Dalberg kennir Ashtanga yoga í Sólir jóga- og heilsusetri og býður upp á yoga-námskeið fyrir fyrirtæki ásamt því að vera leikkona og framleiðandi. Saman eiga þær og reka Yogastund og hafa reynslu af heilsu- og yogaferðum, meðal annars til Indlands, Thaílands og Balí. Gísli Kristján Birgisson náði frábærum ár- angri í 100 daga lífsstílsáskorun á Hilton Nordica Spa. Hér er hann með þjálfurun- um Patrick og Bjarti sem ásamt Agnesi Þóru Árnadóttur hvöttu hann áfram. Mynd | Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.