Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 38
2 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017HEILSUTÍMINN Nýjar vörur Nýttu hreyfingu til að fá tíma fyrir sjálfan þig Rósa Soffía einkaþjálfari gefur byrjendum í ræktinni nokkur góð ráð. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is „Fyrst og fremst finnst mér mik- ilvægt að við séum ekki að hugsa um hreyfingu til þess að refsa okk- ur fyrir óhollt mataræði eða af því að okkur finnst við feit og ætlum að hlaupa af okkur spikið,“ segir Rósa Soffía Haraldsdóttir einka- þjálfari, sem heldur úti síðunni rosafitness.is og snapchatreikn- ingnum: rosasoffia. „Hreyfingu ætti að nota sem tækifæri til að fá smá tíma út af fyrir þig, hlaða batteríin og hlusta á tónlist. Hugsa. Hreyfing er í rauninni eitt það besta sem við getum gert fyrir okkur sjálf. Hvort sem við förum út að ganga, skokka, hjóla, förum í jóga, lyftum lóðum í ræktinni eða gerum æf- ingar á dýnu á stofugólfinu. Hver og einn þarf að finna þá hreyfingu sem hann elskar og þá verður það engin kvöð að hreyfa sig,“ segir Rósa og bendir á að Lýðheilsu- stofnun mæli með að minnsta kosti 30 mínútna hreyfingu á dag. Hér gefur hún byrjendum nokkur ráð: 1 Ekki mæta bara og gera eitthvað. Flestar líkams-ræktarstöðvar bjóða upp á fría tækjakennslu með þjálf-ara þar sem þú færð jafnvel æfingaprógram og þjálfarinn kenn- ir þér aðeins á salinn. Þetta er líka mjög sniðugt að notfæra sér ef þú ert algjör byrjandi í ræktinni og finnst tilhugsunin við að ganga alein í salinn yfirþyrmandi. 2 Fáðu þér æfinga-prógram. Hvort sem þú kaupir það af þjálfara eða býrð það til sjálf, þá er alltaf betra að vera að gera eitthvað markvisst í ræktinni. Annars er alltaf hætta á slugsi eða að fólk sé að gera sömu hlutina dag eftir dag og fái leið. 3 Farðu aðeins út fyrir þægindarammann, þar gerast hlutirnir. Til að fá þessa gleðitilfinningu sem fólk talar um í ræktinni, þá þarf að reyna á sig. Það gerist lítið ef þú gerir bara æfingar sem þér finnst þægilegar og tekur þyngdir sem þú getur lyft með léttum leik. Þú ert komin í ræktina til að fá hjartað til að slá örar, til að svitna og til að styrkja vöðvana, og til þess að það gerist þá þarf að reyna á sig. Stundum þarf að gretta sig og stynja aðeins til þess ;) 4 Vertu með góðan „playlista“. Ég nota sjálf spotify og á nokkra „playlista“ þar sem ég skiptist á að nota eftir því hvernig skapi ég er í. Stundum er maður í stuði fyrir rokk, stundum fyrir 90 óg þar fram eftir götunum. Góð tónlist gerir góða æfingu enn- þá betri. 5 Vertu í þægilegum og fallegum æfingafötum. Þetta finnst mér vera mjög mikilvægt atriði. Það er svo gaman að mæta í rækt- ina í nýjum fötum og hvetur mann oft til að fara ef maður á falleg æf- ingaföt sem þarf að nota. 6 Ekki hugsa um hvort aðrir séu að horfa á þig. Lang flestir eru í rækt-inni fyrir sjálfan sig og eru ekkert að spá í því hvað aðrir eru að gera. Nema þá kannski einna helst til að fá hug- myndir af æfingum eða dást að flottum æfingafötum. Ef einhverjir eru að mæta í ræktina til að dæma eða gera grín að öðrum, þá myndi ég frekar vorkenna því fólki heldur en að fá minnimáttarkennd gagn- vart því. Mættu bara með þitt æf- ingaplan, með tónlistina í eyrunum og ekki hugsa um hitt fólkið sem er þarna. 7 Finndu þér æfingafélaga eða prófaðu hópatíma. Það getur hjálpað mikið að þurfa að mæta á ákveðn-um tíma og að hafa félags- skap. Flestar stöðvar í dag bjóða upp á heilan helling af skemmti- legum og fjölbreyttum hópatímum sem hægt er að prófa. 8 Ef þú hefur kost á þá mæli ég líka eindreg-ið með því að skrá sig í einka- eða hópþjálfun. Þannig lærirðu að æfa almennilega, færð aðstoð með mataræði og þú verður að mæta á æfingu og gera það sem þér er sagt. En ég skil vel að þetta sé ekki möguleiki sem allir hafa kost á og þá bendi ég aftur á atriðin 6 sem ég nefndi hér að ofan. Rósa Soffía segir það aumkunarvert að dæma aðra í ræktinni og mælir með að mæta undirbúin/n með þægileg ræktarföt og góða tónlist í eyrun. 6 ástæður til að borða avókadó daglega Ekki láta kalóríu­ fjöldann og fituinni­ haldið blekkja þig. Í einu meðalstóru avókadó eru rúmlega 300 kalóríur og tæplega 30 grömm af fitu. Í rauninni er avókadó meira fita eða olía heldur en nokkurn tíma ávöxtur. Við fyrstu sýn lítur avókadó því ekki út fyrir að vera skynsamlegur kostur fyrir þá sem vilja grennast. En bíðum við. Avókadó inniheldur mikið magn af einómettuðum fitusýrum sem taldar eru gera kraftaverk í að bæta heilsu fólks, þar á meðal lækka kól- esteról í blóði, draga úr hungurtilf- inningu og minnka magafitu. Þá er avókadó að sjálfsögðu uppfullt af nauðsynlegum vítamínum. 1 Borðaðu eitt avókadó á dag til að draga úr kólesteróli í blóðinu og draga úr líkum á hjarta- og æða- sjúkdómum. 2 Matur ríkur af einómettuðum fitu- sýrum er líklegur til að draga úr fitusöfnun á maga, því hann heldur aftur af fitugeninu í stað þess að espa það upp. Prófaðu að nota avókadóolíu til að steikja upp úr. Hún er enn betri en jómfrúar ólífu- olía því hún þolir hærra hitastig. 3 Flestir sem eru í aðhaldi eru dugleg- ir að borða grænmeti, enda er það uppfullt af vítamínum, en inniheld- ur fáar kalóríur. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að með því að bæta smá fitu í salatið, eins og nokkrum sneiðum af avókadó, þá tekur líkaminn upp allt að fimm sinnum meira karótín. 4 Það er mikil fylling í avókadó og ef það er hluti af hádegismatnum þínum eru minni líkur á því að þú finnir fyrir svengd þegar líða tekur á daginn. 5 Svo virðist að þeir sem borða hálft avókadó á dag séu líklegri til að borða almennt hollari mat en aðrir. Líkamsfita þeirra virðist einnig vera minni en annarra og þeir sem borða reglulega avókadó eru ólíklegri til að þróa með sér efnaskiptasjúk- dóma. 6 Avókadó er uppfullt af vítamínum og heldur blóðsykrinum stöðugum. Þá virðist neysla á avókadó draga úr líkunum á að fólk þrói með sér sykursýki tvö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.