Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 7. janúar 2017 Fararstjóri: Guðrún Bergmann Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Draumaheimur Kaliforníu Fá ríki komast í hálfkvisti við Kaliforníu þegar kemur að fjölbreytileika, fjölmenningu og fegurð. Í ferðinni heimsækjum við San Fransisco, keyrum eftir hinni gullfallegu strandlengju til Los Angeles og virðum meðal annars fyrir okkur hið stórfenglega Grand Canyon í Arizona. Allir velkomnir á kynningarfund 10. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. sp ör e hf . 8. - 23. apríl Laxeldi Eldisfyrirtæki vilja framleiða alls tæplega 25 þúsund tonn af fiski í Ísafjarðardjúpi. Rækjuveiðimenn og stangveiði- félög meðal þeirra sem gagnrýna framkvæmdirnar. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Eldiskvíar, þar sem framleidd verða tæplega 25 þúsund tonn af eldislaxi og regbogasilungi, munu verða dreifðar út um allt Ísafjarðardjúp ef áform þriggja laxeldisfyrirtækja um framleiðslu eldislax í firðin- um ná fram að ganga. Þetta þýðir rúmlega tíföldun á framleiðslu eld- isfisks í Ísafjarðardjúpi. Dreifingu sjókvíanna um þennan dýpsta fjörð landsins má sjá á myndinni en eitt af eldisfyrirtækjunum, Arnarlax ehf., áformar meðal annars að vera með stóra sjókví úti fyrir Ós- hlíðinni, á milli Ísafjarðar og Bol- ungarvíkur. Þessar upplýsingar koma fram í tillögu að matsáætlun um laxeldið sem Arnarlax skilaði til Skipulags- stofnunar í byrjun janúar. Arnar- lax hyggst framleiða 10 þúsund tonn af eldislaxi í Ísafjarðardjúpi og verður þar með stærsti einstaki framleiðandi á eldislaxi í firðinum. Langstærsta kvíin verður við Ós- hlíðina en tvær minni kvíar eiga svo að verða við Drangshlíð og Eyjahlíð, úti fyrir Snæfjallaströndinni. Tek- ið skal fram að einungis einu sinni áður hefur laxeldi verið reynt í Ísa- fjarðardjúpi, fyrir meira en 20 árum og sluppu laxar þá úr kvíunum og veiddust víða um Vestfirði, meðal annars á Hornströndum. Í skýrslunni kemur fram að fjöl- margar athugasemdir hafa þegar verið gerðar við áform Arnarlax. Meðal annars hefur rækjuveiði- maðurinn Gunnar Torfason í Bol- ungarvík spurt spurninga um framkvæmdirnar en mikil og góð rækjumið eru í Djúpinu auk þess sem fulltrúar og lögmenn veiðifé- laga í laxám hafa gert athugasemd- ir við laxeldið vegna mögulegr- ar erfðablöndunar eldislaxsins og villtra íslenskra laxa. Ísafjarðardjúp teppalagt með laxeldiskvíum 16 eldiskvíar verða dreifðar um Ísafjarðardjúpið ef eldisfyrirtæki fá að hefja þar laxeldi á tæplega 25000 þúsund tonnum árlega. Mikill verðmunur á æfingagjaldi barna Neytendur Af öllum íþróttafé- lögum í Reykjavík er dýrasta æfingagjaldið í knattspyrnu hjá Fylki, bæði í yngri og eldri flokki barna. Ódýrast er að æfa fótbolta hjá KR og Þrótti. Síðustu tíu ár hafa æfingagjöld barna hækkað talsvert meira en samsvarar vísitölu neysluverðs og eru dæmi um að gjaldið hafi þrefaldast frá árinu 2005. Það ár var æfinga- gjald hjá öllum íþróttafélögum Reykjavíkur nánast það sama, um 30 þúsund krónur á ári. Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur frá árinu 2005 haldið utan um ár- gjald fyrir fótboltaæfingu barna hjá öllum íþróttafélögum Reykjavíkur. Þá munaði einungis fáeinum þús- undum króna á dýrasta og ódýrasta félaginu, óháð aldri barnsins. Í dag getur munur á verði félaga numið allt að tugum þúsunda króna. Í dag er æfingagjald á bilinu 67 þúsund til 100 þúsund krónur á ári. Æfingagjaldið er hæst hjá Fylki en þar er árgjaldið 99 þúsund krón- ur fyrir 2. flokk, 89 þúsund fyrir 3. flokk og 83 þúsund fyrir 5. flokk. Árni Jónsson, framkvæmdastjóri Fylkis, segir að margt geti skýrt verðmuninn á milli félaga. Hann ítrekar að íþróttafélagið sé ekki í gróðastarfsemi og að mikilvægt sé að líta á fjölda æfingatíma. „Sum af þessum liðum eru með minni æfingatíma og gjaldið miðast við fjölda tíma. Sum félög sleppa hálf- um mánuði og þá ertu að spara þér smá upphæð. Við drógum það lengi að hækka mjög verðið og við erum að ná okkur aftur á strik núna,“ segir Árni. Hann segir að gjöldin dekki fyrst og fremst launakostn- að. „Við lentum í skattaúttekt fyrir nokkrum árum. Við vorum það fé- lag sem var mest að þjarmað að gera alla að launþegum og fyrir okkur er það 20 prósent hækkun,“ segir Árni og bendir á það sé vel þekkt að í geiranum að þjálfarar séu verk- takar. Ódýrasta æfingagjaldið er hjá KR og er það eina félagið þar sem verð- hækkanir í báðum aldursflokkum hafa verið í takt við vísitölu neyslu- verðs. Þar er árgjaldið 72 þúsund í eldri hópum og 67 þúsund í yngri hópum. Jónas Kristinsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir að KR hafi lagt áherslu á að verðhækkanir væru eðlilegar og í takt við almennt verðlag. Jónas Kristinsson, framkvæmastjóri KR, segir að félagið hafi lagt áherslu á að verðhækkanir séu eðlilegar. Fylkir 99.000 Eldri 83.000 Yngri Víkingur 88.000 Eldri 82.700 Yngri Valur 79.000 Eldri 84.300 Yngri Fram 80.000 Eldri 70.000 Yngri Þróttur 75.000 Eldri 67.000 Yngri KR 72.000 Eldri 67.000 Yngri Æfingagjöld íþróttafélaga Skattar Í niðurstöðum nefndar um aflandseignir kemur fram að fjármagnsflóttinn frá Ís- landi á árunum fyrir Hrun og mikil skattaundanskot í skjóli aflandseigna byggðist upp vegna slælegrar stefnu stjórnvalda þegar þeim hefði átt að vera ljóst í hvert stefndi. Í skýrslunni segir: „Á sama hátt og Rannsóknarskýrsla Alþingis leiddi í ljós ákveðin lausatök í opinberri umgjörð um fjár- málakerfið á þessum tíma, virðast íslensk skattalög hafa gefið meira svigrúm til flutnings eigna úr lögsögunni með löglegum hætti en víða annars stað- ar, en eftirfylgni og gagnaskrán- ing á þessu sviði hélt ekki í við hraðan vöxt fjármagnsflutninga. Sem dæmi má nefna að Banda- ríkin innleiddu CFC-löggjöf á sjöunda áratug síðustu aldar og Danir, Svíar og Norðmenn fyrir 2004, en henni er ætlað að hindra leynd og skattsniðgöngu með málamyndaeignarhaldi í gegn- um aflandssvæði. Á Íslandi tóku reglurnar aftur á móti ekki gildi fyrr en 2011, þegar allt var um garð gengið.“ Íslenska ríkið verður af skatttekjum upp á 2,8 til 6,5 milljarða króna á hverju ári vegna notkunar Íslendinga á skattaskjólum og aflandssvæðum í heiminum. Önn- ur meginniðurstaða skýrslunnar er að uppsöfnuð eign Íslendinga í skattaskjólum hafi numið 350 til 810 milljörðum króna á árunum 1990 til 2015. Þá telur starfshópur- inn að fyrirtæki á Íslandi hafi kom- ið á milli 140 og 160 milljörðum króna óskattlögðum úr landi með svokallaðri milliverðlagningu þar sem fyrirtækin sjálf ákveða að láta hagnað myndast hjá tengdum félögum erlend- is til að sleppa við skatt- greiðslur á Íslandi. Starfshópurinn bendir á að mest öll aflands- notkunin hafi átt sér stað fyrir ís- lenska efnahags- hrunið en að umfangið hafi minnkað eftir það. | ifv / gse Stjórnvöld ýttu undir undanskot Geir H. Haarde og Davíð Oddsson réðu mestu um efnahagsstjórn og skattastefnuna í aðdraganda fyrir Hrunið. Menning Búast má við fleiri íslenskum þýðingum í útlöndum á næstu mánuðum og ári. Í heild voru veittir samtals styrkir til 92 þýðinga úr íslensku og hafa styrkir vegna erlendra þýðinga aldrei verið fleiri og má því bú- ast við menningarútrás á næstu mánuðum og ári. Aldrei hafa fleiri umsóknir borist til Miðstöðvar ís- lenskra bókmennta um styrki til þýðingar á erlend mál. Listamannalaun voru tilkynnt í gær, en þar kom fram að á árinu 2016 voru 97 umsóknir frá erlend- um útgefendum til afgreiðslu, þar af 19 til þýðinga á íslenskum verkum á norræn tungumál, sem er aukning frá fyrra ári, en þá voru umsóknir um þýðingar á erlend mál 90 tals- ins. Til úthlutunar á árinu voru 15 milljónir króna auk um 5,5 millj- óna króna sem Norræna ráðherra- nefndin leggur til þýðinga úr ís- lensku á norræn tungumál. | vg Útrás íslenskra rithöfunda hafin Hólmsheiðarfangelsi hefur verið tilnefnt til evrópsku Mies van der Rohe hönnunarverðlaunanna í nú- tímabyggingalist. Í umsögn kem- ur fram að hönnun fangelsisins sé niðurstaða náins samráðs við fanga þar sem tilgangurinn var að skapa sjálfbært fangelsisins hvað snertir umhverfi, félagslega þætti og betrun vistmanna. Verðlaunin eru talin með virtustu verðlaunum á sviði byggingarlistar í heiminum. Auk Hólmsheiðafangelsis- ins er stækkun Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar tilnefnd til verðlaunanna. Harpa hlaut verðlaunin árið 2013. Lengi hefur verið beðið eftir Hólms- heiðarfangelsi en það á sér áratuga aðdraganda. Páll Winkel fangelsis- málastjóri segir ánægjuefni hve vel tókst til að samræma öryggi, mann- úð og hagkvæmni í einni byggingu. Aðstaða er fyrir 56 fanga í fangels- inu. | hjf Fangelsið tilnefnt til verðlauna Arkitektúr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.