Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 7. janúar 2017
GOTT
UM
HELGINA
Tækni og tilraunaverk-
stæði
Krakkar jafnt sem fullorðnir eru
boðnir velkomnir á opið tækni-
og tilraunaverkstæði í Spönginni
þar sem forritun er í forgrunni.
Leiðbeinendur aðstoða gesti við
að prófa sig áfram með og læra
um smátölvuna Raspberry Pi,
Mincraft forritun, Scratch og ým-
islegt fleira sem sýnir krökkum
hversu einfalt forritunarmál er.
Hvar? Borgarbókasafnið í
Spönginni
Hvenær? Í dag klukkan 13
Hvað kostar? Frítt inn
Samtal um byggingar sem svið mannlífsins
Egill Sæbjörnsson og Andri Snær Magnason bjóða upp á samtal um byggingar, list og byggingarlist í Hafnar-
borg nú á sunnudaginn. Þeir félagar ræða togstreitu og samhljóm bygginga og listar og hvernig það gleymist oft
að byggingar eru ekki bara verkfræði og peningar heldur eru þær svið mannlífsins. Samtalið er öllum opið.
Hvar? Hafnarborg
Hvenær? Sunnudag klukkan 14
Hvað kostar? Frítt Frítt jóga á ODDSSON
Boðið verður upp á frítt jóga á ODDSSON hótel í dag. Nýttu fyrstu helgi
ársins í að knúsa sálina og skelltu þér í frítt sálarknús og teygðu á út-
limunum í leiðinni.
Hvar? ODDSSON, JL húsið
Hvenær? Í dag klukkan 17.30
Hvað kostar? Ekkert
Nýtt ár með Skítamóral
á Skaganum
Hljómsveitin Skítamórall fagnar nýju ári í Gamla Kaupfélaginu á Akra-
nesi nú um helgina. Hljómsveitin Handymen hitar upp fyrir móralinn en
hljómsveitin er skipuð starfsmönnum Hve, læknum og sjúkraflutnings-
mönnum. Ekki missa af tækifærinu að halda upp á nýja árið aftur með
ljúfum tónum Skítamórals.
Hvar? Gamla Kaupfélagið
Hvenær? Í kvöld klukkan 23.30
Hvað kostar? 2500 krónur
Þrettándasýning Svartra sunnudaga
Þrettándasýning Svartra Sunnudaga er að þessu sinni hin stórkostlega
kvikmyndin Starship Troopers í leikstjórn Paul Verhoeven. Það herjar
stríð milli manna og risavaxinna padda og enginn er óhultur. Frábærar
tæknibrellur og góð gagnrýni leikstjórans Verhoeven á amerískt samfé-
lag. Ekki láta þig vanta á hina árlegu þrettándasýningu í besta bíó bæjar-
ins.
Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? Sunnudag klukkan 20
Hvað kostar? 1600 krónur
Ást og angurværð
í Hörpu
Á sunnudag verður sannkölluð
sópranveisla í Hörpunni. Sópran-
söngkonan Valdís Gregory kemur
fram ásamt píanóleikaranum Evu
Þyri Hilmarsdóttur. Valdís kynnir
bakgrunn verka sem hún flytur á
tónleikunum með efnisskrá sem
rúmar hina hugljúfustu tóna jafnt
sem geislandi dramatík.
Hvar? Harpa
Hvenær? Sunnudag klukkan 17
Hvað kostar? Ekkert.