Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 58
Losaðu þig við tóbakið með Kickup Guðmundur Már Ketilsson, eigandi Kickup á Íslandi, segir stóran hluta munntókbaksfíknarinnar felast í að hafa eitthvað undir vörinni. Unnið í samstarfi við Kickup á Íslandi Kickup eru orku- og vítamínpokar sem hugs-aðir eru fyrir þá sem vilja draga úr neyslu munn- tóbaks eða þurfa á aukinni orku að halda í amstri dagsins, en varan er flokkuð sem fæðubótar- efni. Guðmundur Már Ketilsson, eigandi Kickup á Íslandi, segir pokana þó aðallega ætlaða þeim sem vilja losna úr viðjum tóbaks- fíknarinnar. „Þetta er sérstaklega sniðugt núna því tóbaksdósin hækkaði um 60 eða 70 prósent um áramótin. Þú getur fengið um fjórar dósir af Kickup fyrir eina neftóbaksdós,“ segir Guðmundur. „Við höfum fengið svo mörg skilaboð frá fólki þar sem okk- ur er þakkað fyrir að bjóða upp á þessa vöru. Fólk var þá búið að reyna að margar leiðir til að hætta notkun tóbaks, til dæmis tyggjó og sprey, en ekkert gekk fyrr en það kynntist Kickup, vegna þess hver stór hluti fíknar- innar er að hafa eitthvað und- ir vörinni,“ segir Guðmundur og bendir á að þeir sem tekið hafa tekið í vörina, eða taka í vörina, þekki þessa þörf vel. „Ég man það bara sjálfur, þegar ég tók í vörina, þá setti ég oft í vörina þó nikótínþörfin væri ekki til staðar.“ Guðmundur segist meira að segja hafa fengið skilaboð frá fólki sem hefur notað Kickup til að draga úr reykingum eða losa sig við nikótíntyggjó. „Það er svo oft þannig að fólk tyggur tyggjóið og setur það svo undir vörina,“ útskýrir hann. „Þannig þetta hefur hjálpað mörgum að komast yfir erfiðasta hjallann. Svo ef fólk vill halda þessu áfram eftir að það er komið yfir fíknina þá er ekkert því til fyr- irstöðu. Það er ekkert óhollt við Kickup. Í einni tegundinni, Real White, er meira að segja Xylitol, sem er sama efni og er í tyggjói og verndar tennur og góm.“ Guð- mundur tekur jafnframt fram að varan innihaldi ekkert viðbætt koffín, heldur eingöngu náttúru- legt koffín sem unnið er úr tei og guarana. Kickup kemur í fjórum bragð- tegundum og fást pokarnir í langflestum apótekum, á öllum bensínstöðvum, 10-11, Iceland, Hagkaup og Bónus á höfuð- borgarsvæðinu, en sala í Bónus á landsbyggðinni hefst í næstu viku. Engin lög ná yfir aldurstak- markanir á vörum eins og Kickup en Kickup beinir þeim tilmælum til söluaðila að takmarka söluna við 16 ár. Sumir sölustaðir takmarka hana jafnvel við 18 ár. Kickup kemur í fjórum bragðtegundum og Real White inniheldur xylitol sem verndar tennur og góm. MS Léttmál – bragðgott og fljótlegt millimál Gæddu þér á bragðgóðu Léttmáli þegar hungrið lætur á sér kræla og njóttu þess að borða með góðri samvisku. Unnið í samstarfi við MS Við erum sífellt að reyna að finna hinn gullna meðalveg í mataræðinu og reynum flest að gera okkar besta á degi hverjum og vanda valið á því sem við neyt- um. Við viljum borða holla og fjölbreytta fæðu úr sem flestum fæðuflokkum og reynum hvað við getum að sneiða framhjá óholl- ustu þegar hungurtilfinningin lætur á sér kræla. Marga dreym- ir um að hafa nægan tíma til að útbúa millimál og nesti frá grunni en dagskrá hversdagsins er víða ansi þétt og því verður gjarnan lítið úr háleitum hugmyndum með tilheyrandi svekkelsi og skyndi- lausnum. MS Léttmál er ný kynslóð milli- mála og frábær kostur fyrir þá sem kjósa fljótlega, bragðgóða og umfram allt holla millimál- tíð í amstri dagsins. Fyrstu tvær vörurnar sem komnar eru á mark- að eru annars vegar Grísk jógúrt með döðlum, möndlum og fræjum og hins vegar Kotasæla með berj- um og möndlum, en báðar vörurn- ar eru hreinar í grunninn án hvíts sykurs og sætuefna ásamt stökk- um og hollum toppi. Léttmálin frá MS eru próteinrík, einstaklega handhæg og bragðgóð og auðvelt er að grípa þau með sér og neyta hvar sem er og hvenær sem er. Við val á innihaldi í toppanna, sem fylgja Léttmálunum, var vandað sérstaklega til verka. Topparnir voru sérvaldir og blandaðir hjá vottuðum birgjum og þess gætt til hins ýtrasta að tryggja besta mögulega hráefnið. Möndlur, ber, döðlur og fræ passa fullkomlega við hreina gríska jógúrt og hreina kotasælu og eru Léttmálin því handhægur og holl- ur kostur þegar þig langar í góða næringu í amstri dagsins. 22 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017HEILSUTÍMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.