Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 7. janúar 2017 Samfélagslegar afleiðingar lokun- ar útgerðarfélagsins Þórsbergs á Tálknafirði eru miklar. Verslunin í þorpinu lokar um mánaðamótin. Íbúarnir hafa áhyggjur af því að byggðin muni leggjast af. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Hluthafar útgerðarfélagsins Þórs- bergs á Tálknafirði seldu 1200 tonna kvóta sinn og fiskiskipið Kóp fyrir rúmlega 3.4 milljarða króna í lok sumarsins 2015. Missti þorp- ið þar með sinn stærsta vinnuveit- anda sem greiddi 60 starfsmönnum nærri 440 milljónir króna í laun frá haustinu 2014 til sölunnar á kvótan- um ári síðar. Í Tálknafjarðarhreppi bjuggu einungis 297 manns árið 2014 þannig að hlutfall starfsmanna Þórsbergs af heildaríbúafjölda var hátt. Kvótinn fór til útgerðarfé- lagsins Nesfisks í Garði. Tölulegar upplýsingar um kvótasöluna koma fram í ársreikningi Þórsbergs fyrir árið 2015. Hluthafarnir fengu greitt fyrir kvótann með krókaaflamarki og krókaflahlutdeild fyrir 2.2 millj- arða en tæplega 1.2 milljarðar króna voru greiddir út í peningum. Enginn varð ríkur Guðjón Indriðason útgerðarmaður er stærsti hluthafi Þórsbergs með tæplega 70 prósenta hlut en ríkis- fyrirtækið Byggðastofnun á tæp- an fjórðung í fyrirtækinu. Forstjóri Byggðastofnunar, Aðalsteinn Þor- steinsson, segir að fyrirtækið hafi ekki greitt neitt af söluverði eigna Þórsbergs út úr félaginu og að pen- ingarnir fyrir kvótann hafi verið notaðir til að greiða upp skuldir. Að- alsteinn segir að Þórsberg geri svo út línubát frá Tálknafirði þar sem krókaflamarkið er notað til veiða. „Þetta eru undir tíu starfsmönn- um núna. Auðvitað var þetta alveg svakalegur skellur á Tálknafirði því það voru þarna, þegar mest, lét um 60 starfsmenn í útgerðinni og frystihúsinu.“ Miðað við orð Aðalsteins varð enginn ríkur á kvótasölunni á Tálknafirði en málið sýnir hins vel brestina í kvótakerfinu og hversu ákvarðanir kvótahafa geta verið afdrifaríkar fyrir lítil byggðarlög á landsbyggðinni. Afleiðingarn- ar urðu þær að þorpið missti sinn stærsta atvinnurekanda og stór- útgerð lagðist af í plássinu. Spurn- ingin er hvort það sé endanlegt og að stór útgerð geri ekki aftur út þar. Í BEINU FLUGI FRÁ KEFLAVÍK BÚDAPEST WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá UNESCO, forna menningu og Spa/heilsulindir. Við bjóðum einnig uppá mjög góð heilsu/Spa hótel í Ungverjalandi allt árið, en flogið er tvisvar í viku. Ungverjar eru heimsþekktir fyrir sína heilsumenningu en upphaf hennar má rekja hundruð ár til forna. VERÐ 136.900.- per mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri og rúta til og frá hóteli. 12. – 19. JÚNÍ AÐEINS 8 SÆTI LAUS! Seldu kvótann burt frá Tálknafirði fyrir 3.4 milljarða Matvörubúðinni lokað Þá verður einu versluninni í þorp- inu lokað um næstu mánaðamót en hún er rekin í sama húsi og bens- ínstöð N1 þó olíufélagið reki ekki verslunina. Eigandi búðarinnar er að flytja til Reykjavíkur. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir lok- un verslunarinnar hafi ekki áhrif á rekstur N1 í þorpinu og að olíufélag- ið muni áfram reka sjálfsafgreiðslu- bensíndælu í þorpinu og vera með einn starfsmann á Tálknafirði sem meðal annars sér um þjónustu við þá útgerð sem enn er í plássinu. Íbúar á Tálknafirði munu því þurfa að fara rúmlega 20 kílómetra leið til Patreksfjarðar eftir nauðþurftum eins og mjólk og brauði. Stærri skellur 1995 Skólastjórinn í Grunnskólanum á Tálknafirði, Helga Birna Berthel- sen, segir að sem betur fer hafi flest- ir fyrrverandi starfsmanna Þórs- bergs fengið vinnu aftur og að því sé ekki atvinnuleysi í þorpinu. „Það eru ekki margir á atvinnuleysisskrá hér á Tálknafirði. Við höfum ekki orðið fyrir því að fólk hafi flutt héð- an í burtu vegna þess að Þórsberg lokaði. Um það leyti sem Þórsberg lokaði höfðu fjórar barnafjölskyldur með tíu börn á grunnskólaaldri ver- ið búnar að ákveða að flytja í burtu þannig að þegar skólinn opnaði aft- ur um haustið 2015 voru tíu færri nemendur í skólanum. Þetta er 1/5 hluti af fjöldanum. Þannig að þetta leit illa út fyrir þá sem vissu ekki betur. Við höfum hins vegar aðeins misst tvö börn úr skólanum vegna lokunar Þórsbergs.“ Helga Birna segir að Tálkna- fjörður hafi hins vegar orðið fyrir stærri skellum áður. „Fólk skilur þá ákvörðun að Þórberg hafi hætt starf- semi því reksturinn hafði gengið illa lengi. Okkar finnst mjög leiðinlegt að kvótinn hafi verið seldur í burtu. Við höfum hins vegar lent í þessu svo oft áður. Árið 1995 var skipið Tálkn- firðingur selt í burtu og þá misstum við rosalega mikinn kvóta í burtu og frystihúsið lokaði. Þá misstum við alveg rosalega mikið og Þórsberg þurfti í kjölfarið að stækka mikið til að vega upp á móti þessu og kaupa mikinn kvóta. Það var kannski of stór biti fyrir fyrirtækið.“ Leggst byggðin af? Einn íbúi á Tálknafirði, sem ekki vill koma fram undir nafni, segir að ástandið í þorpinu eftir lokun Þórs- bergs sé eins og „eftir Tsjernóbíl“ og hefur áhyggjur af því að byggð í plássinu muni leggjast af fyrr en seinna. Helga Birna tekur í svipaðan streng þegar hún fjallar um barn- eignir í þorpinu. „Yngstu börnin í þorpinu eru fædd árið 2014 og eru því rúmlega tveggja ára. Það er ekki vitað til þess að nein kona í bæn- um sé ólétt þannig að okkur fækkar rosalega hratt. Þarna er tveggja ára gat í skólanum hjá okkur því það er svo lítið af ungu fólki hérna. Unga fólkið okkar fer í burtu og kemur ekki til baka því þess bíður ekkert hérna. Auðvitað hef ég áhyggjur af því að byggðin hér geti lagst af.“ Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur íbúum í Tálkna- fjarðarhreppi fækkað um rúmlega tíu prósent frá árinu 2014. Þá voru þeir 297 en 267 árið 2016. Skólastjóri Grunnskólans á Tálknafirði segir ekkert barn hafa fæðst í þorpinu frá árinu 2014 þar sem svo lítið sé af fólki á barneignaraldri þar. Enginn af hluthöfum Þórsbergs varð ríkur á kvótasölunni árið 2015 þar sem félagið var skuldsett og var reiðufé sem fékkst í viðskiptunum notað til að greiða niður skuldir. Guðjón Indriðason er stærsti hluthafi Þórsbergs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.