Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 46
Sýrt grænmeti er allra meina bót Lærðu að sýra grænmeti og bættu heilsuna M jólkursýring er æva- gömul náttúruleg leið til að geyma grænmeti en sýrt grænmeti er löngu þekkt fyrir hollustu sína. Flestir kannast líklega við súrkál, en færri vita kannski að það hægt er að sýra næstum allt grænmeti. Sé það unnið með hefðbundnum aðferð- um kallar það fram ýmsar góðar bakteríur og mjólkursýrugerla sem eru góðir fyrir þarmaflór- una og í raun nauðsynlegir fyrir meltinguna. Vítamín varðveitast vel með þessari geymsluaðferð og aukast jafnvel. C-vítamín er eitt þeirra. Þá er sýrt grænmeti auð- meltanlegra en það ferska. Mjólkursýrubakteríur eru nátt- úrulega til staðar á grænmetinu en aðferðin snýst um að skapa réttar aðstæður til að þær nái yfir- höndinni og komi af stað gerjun. Til að prófa sig áfram í mjólkur- sýringu er engin þörf á sérstökum tækjum eða tólum. Í flestum eld- húsum er að finna það sem til þarf. Skurðarbretti, hnífur, grænmeti, salt og stór glerkrukka er nóg til að koma sér af stað. Mánudaginn 9. janúar næst- komandi, klukkan 17.30, mun súrkálsmeistarinn Dagný Her- mannsdóttir hefja erindaröðina Eldhúsdagar á bókasafninu, á Bókasafni Seltjarnarness, þar sem hún mun leiða gesti í ferðalag um undraheima súrkálsins og fræða um hollustu mjólkursúrsins. Þar að auki fá gestir að smakka á súr- metinu. Fyrir þá sem vilja ganga enn lengra og kynna sér mjólkursýr- ingu af alvöru, þá stendur Garð- yrkjufélag Íslands fyrir námskeiði í að sýra grænmeti miðvikudaginn 11. janúar, frá kl 18.30 til 22, í Síðu- múla 1 í Reykjavík. Það er Dagný sem heldur utan um námskeiðið og eys úr visku- brunni sínum, sem er botnlaus þegar kemur að sýrðu grænmeti. Hún heldur jafnframt úti facebook- -síðunni: Súrkál og annað mjólkur- sýrt grænmeti, þar sem áhugafólk um sýrt grænmeti skiptist á ráðum og uppskriftum. Skráning á námskeiðið er í gegn- um netfangið: gardyrkjufelag@gar- durinn.is eða í síma 853-9923. 10 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017HEILSUTÍMINN Mundu mig og ég man þig, hið gleymda næringarefni Kísill er lífsnauðsynlegt steinefni og hefur oft verið kallað hið gleymda næringarefni. Unnið í samstarfi við geoSilica Fyrirtækið geoSilica Iceland ehf. var stofnað árið 2012 af Fidu Abu Libdeh og Burkna Pálssyni og hefur það að markmiði að framleiða hágæða kísilríkar heilsuvörur, úr jarðhita- vatni jarðvarmavirkjana á Íslandi, til að stuðla að bættri heilsu. Fida og Burkni fengu hugmyndina út frá lokaverkefnum sínum í orku- og um- hverfisfræði við Háskóla Íslands og hafa nú þegar fengið fjölda viður- kenninga fyrir þróunarstarf sitt. Í lok árs 2014 kom á markað fyrsta varan frá geoSilica en það er hágæða 100% náttúrulegt íslenskt kísilsteinefni í vökvaformi, tilbúið til inntöku. „Náttúrulæknar og heilsusér- fræðingar mæla almennt með því að þeir sem taka steinefni í töflu- formi skipti reglulega um framleið- endur þar sem þeir notast oft við ýmisleg aukaefni sem geta safnast upp í líkamanum og því gott að skipta milli framleiðenda reglulega til að koma í veg fyrir slíkt. Annað gildir um steinefni sem eru í vökva- formi til inntöku,“ segir Fida sem er framkvæmdastýra fyrirtækisins og margverðlaunaður frumkvöðull. „Nú er ég ekki búin að skoða alla aðra framleiðendur til hlítar en við hjá geoSilica notumst ekki við nein aukaefni, hvorki í framleiðsluferli eða í lokaafurð og því er alveg ör- uggt að taka íslensk kísilsteinefni geoSilica allt árið í kring.“ Kísillinn er eitt algengasta stein- efni jarðar og rannsóknir hafa sýnt að fólk er ekki að fá nægilega mikið af þessu mikilvæga steinefni úr fæðunni, sérstaklega ekki kon- ur. „Því mæla sérfræðingar með aukinni inntöku kísils með kísil- fæðubótarefnum, sérstaklega í ljósi þess að kísilupptaka líkamans minnkar með aldrinum,“ segir Fida. Hún segir kísilinn hafa margþætt áhrif. „Kísillinn styrkir allan bandvef og stuðlar að skilvirkari mynd- un kollagens í líkamanum. Hann styrkir því húð og spilar mikilvægt hlutverk í steinefnabúskap beina. Hann styrkir einnig neglur og hár og getur minnkað hárlos. Reynslan hefur sýnt að þessi áhrif koma fram á fyrsta mánuði sem fólk tekur kísilsteinefnið okkar. Við höfum einnig heyrt frá mjög mörgum sem hafa fengið töluverða bót á gigtar- verkjum. Síðast en ekki síst þá eru margar rannsóknir sem benda á að sterkt samband milli kísilinntöku og aukinnar beinþéttni og þá sérstak- lega hjá eldri konum.“ Íslenska kísilsteinefnið frá geoS- ilica hefur slegið í gegn á Íslandi þrátt fyrir ungan aldur fyrirtæk- isins. „Við erum í flestum apótek- um og heilsuverslunum en einnig í Hagkaupum, Nettó og Fjarðar- kaupum. Margir ferðamenn eru hrifnir af vörunni og við erum því líka í Duty Free og Jarðhitasýningu ON við Hellisheiðarvirkjun þar sem hráefnaframleiðsla fer fram. Við erum einnig með eigin vefverslun inn á geosilica.is og erum komin með samninga og byrjuð að selja í Bandaríkjunum.“ Fida skýrir þessar vinsældir með því hversu einstök varan sé. „Við erum að framleiða 100% náttúru- legan íslenskan jarðhitakísil úr jarð- hitavatninu frá Hellisheiðarvirkjun. Þetta er algjör nýjung og engin sambærileg vara til á heimsvísu. Lítil selta jarðhitavökvans á svæð- inu tryggir mjög litla kornastærð kísilsins sem bætir upptöku hans í líkamanum og þess vegna finnur fólk almennt fyrir áhrifum strax á fyrstu flösku.“ Fida Abu Libdeh, framkvæmdastýra geoSilica, segir að í vörum fyrirtækisins séu ekki nein aukaefni. geoSilica framleiðir hágæða kísilríkar heilsuvörur úr jarðhitavatni jarðvarmavirkjana á Íslandi. Verkir í liðum? Fæst án lyfseðils í apótekum • Inniheldur Glucosamin súlfat • Duft í skammtapokum • Leyst upp í vatni – auðvelt að taka inn • Nær bragðalaust – með sætuefnum • Einn skammtur á dag • Ódýrari valkostur Við vægri til meðalsvæsinni slitgigt í hné Notkunarsvið: Glucosamin LYFIS er notað til að draga úr einkennum vægrar til meðalsvæsinnar slitgigtar í hné. Ekki má nota lyfið ef um er að ræða ofnæmi fyrir glucosamini, einhverju öðru innihaldsefni lyfsins eða fyrir skelfiski, þar sem glucosamin er unnið úr skelfiski og ef um er að ræða meðfæddan efnaskiptasjúkdóm (fenýlketonmigu). Gæta skal sérstakrar varúðar: Einstaklingar með sykursýki, astma, alvarlegt lifrar- eða nýrnavandamál, óþol fyrir einhverjum tegundum sykurs eða eru á natríumskertu fæði skulu leita ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Einnig þarf að útiloka að um sé að ræða annan liðsjúkdóm. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki liggja fyrir nægilegar upplýsingar um notkun og því skal ekki nota Glucosamin LYFIS á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf. Skömmtun: Fullorðnir, einnig aldraðir: Innihald eins skammtapoka á dag, helst með mat. Algengustu aukaverkanir: Ógleði, kviðverkur, meltingartruflanir, vindgangur, hægðatregða og niðurgangur. Lesið vandlega fylgiseðil sem fylgir lyfinu. SmPC: Febrúar 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.