Fréttatíminn - 07.01.2017, Síða 16

Fréttatíminn - 07.01.2017, Síða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 7. janúar 2017 hrósuðu fyrir það eitt að vakna á morgnana, ólíkt fyrirrennurunum, X-kynslóðinni sem ól sig víst meira og minna upp sjálf með lyklana um hálsinn. Sjálfhverfa selfí-kynslóðin er sögð hugsa lítið um að sá fræjum til framtíðar heldur vilji hún frekar fá viðurkenninguna um leið, like-ið þarf að koma strax í dag. Nýtt vinnusiðferði Y-kynslóðar Ólík viðhorf kynslóðanna til lífs- ins hafa mikið verið rannsökuð er- lendis, sérstaklega viðhorf þeirra til atvinnu og neyslu. Simon Sinek er bandarískur sérfræðingur á sviði vinnustaðamenningar og stjórnun- ar auk þess að vera vinsæll samfé- lagsrýnir. Eftir að hafa fylgst með Y-kynslóðinni og unnið með stjórn- endum víðsvegar um Bandaríkin er hans niðurstaða sú að þetta unga fólk sé erfitt viðureignar. Þau eru sjálfhverf, löt, ófókuseruð og tilætl- unarsöm. Hugsa meira um næsta frí en hag fyrirtækisins. Hann vill þó ekki kenna þeim sjálfum um hvernig fyrir þeim er komið, held- ur ofverndun foreldra þeirra, tækn- inni, óþolinmæði og vinnustöðun- um sjálfum því stjórnendur þeirra skilji ekki hvernig unga kynslóðin hugsi. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent á félagsvísindasviði HÍ, vill ekki taka jafn djúpt í árinni og Sinek en tekur undir það að stjórn- endur vinnustaða þurfi að laga sig að breyttum hugsunarhætti Y-kyn- slóðarinnar, annars sé hætta á árekstrum. Gylfi, sem hefur sér- Reynda kynslóðin (1922-1943) Reglur eru til að fara eftir Uppgangskynslóðin (Baby Boomers) (1946-1960) Lét reyna á reglurnar X-kynslóðin (1960-1980) Breytti reglunum Y-kynslóðin (1980-2000) Vill búa til nýjar reglur Z-kynslóðin (fædd eftir 2000) Y-kynslóðin setur vinnuna ekki í fyrsta sæti, heldur fjölskyldu og önnur persónuleg mál. hæft sig í vinnustaðamenningu og rannsakað upplifun íslenskra stjórnenda af því að vinna með ólíkum kynslóðum, segir það allt annað að stjórna Y-kynslóðinni en fyrri kynslóðum og að með henni eigi eftir að koma fram ný gildi og nýtt vinnusiðferði. Setja vinnuna ekki í fyrsta sæti Í rannsóknum Gylfa og nemenda hans kemur fram að stjórnendur íslenskra fyrirtækja segja Y-kyn- slóðina leggja mikla áherslu á ýmis fríðindi og sveigjanlegan vinnu- tíma. Ólíkt fyrri kynslóðum set- ur Y-kynslóðin vinnuna ekki í for- gang, heldur fjölskyldu og önnur persónuleg málefni. Kynslóðin hef- ur alist upp við miklar samfélags- breytingar, tækniframfarir, aukna menntunarmöguleika, fjölbreytt fjölskyldumynstur og foreldrar hennar hafa lagt mikið upp úr því að einstaklingarnir finni að þeir skipti máli og séu færir í flestan sjó. Þetta er fólk sem hefur vanist mik- illi endurgjöf og því er hvatning á vinnustöðum þeim mjög mikilvæg. Gylfi segir mikilvægt að stjórn- endur endurskoði fyrri stjórn- unarhætti því aldamótakynslóðin setji vinnuna ekki í fyrsta sæti. Þurfa mikla endurgjöf „Það þarf að samræma vinnu og einkalíf í ríkara mæli en nú er gert, gullúrið er ekki lengur mark- mið í sjálfu sér,“ segir Gylfi. „Það þarf að vera gaman í vinnunni, skemmtilegur mórall er ef til vill mikilvægari en góð laun. Stjórn- endur þurfa að koma fram við Y-kynslóðina eins og jafningja og þeir þurfa að kunna að veita endurgjöf, leggja sig fram um að leiðbeina, vera styðjandi og góður hlustandi.“ „Y-kynslóðin er frábær og það er ekkert að óttast svo sem, en á vinnustöðum getur orðið núningur þegar ólíkar kynslóðir mætast og þess vegna er það mikilvægt, sér- staklega fyrir stjórnendur sem eru af uppgangs- og X-kynslóðinni að skilja væntingar og þarfir Y- kyn- slóðarinnar, vita og þekkja hvernig eigi að stjórna henni, huga betur að endurgjöfinni og átta sig á því að fyrri stjórnunarhættir eiga kannski ekki lengur við.“ Kynslóðir togast alltaf á Samkvæmt þessu ættu vinnustað- ir því að reyna að brúa kynslóða- bilið og hlusta á kröfur sjálfhverfu kynslóðarinnar. Y-kynslóðin lætur illa að stjórn, vill vinna minna og fara meira í frí en skiptir það ein- hverju máli? Hafa eldri kynslóðir ekki alltaf talið þá yngri vera lata og óstýriláta? Gylfi bendir einnig á að, að einhverju leyti sé þetta einmitt hlutverk kynslóðanna, að togast á. Kannski er það hlutverk þeirra yngri að efast um allt sem forver- ar þeirra sögðu og gerðu? Nú sýna aðrar rannsóknir að ungt barnafólk á Íslandi er undir allt of miklu álagi og nauðsynlegt sé að samræma bet- ur atvinnu- og fjölskyldulíf (Frétta- tíminn 10.3.2015, 07.04.2015). Hug- myndir dekruðu Y-kynslóðarinnar um betri vinnustaðamenningu, sveigjanlegri vinnutíma og styttri vinnuviku hljóma því alls ekkert svo illa. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í félagsfræði við HÍ, segir eldri kyn- slóðina þurfa að laga sig að breyttum hugmyndum Y-kynslóðarinnar um atvinnu til að ekki verði árekstrar. Y-kynslóðin leggur meiri áherslu á að upplifa hluti en að eignast hluti. Hún elskar að ferðast en hún elskar ennþá meira að deila myndum af ferðalögum. „Það þarf að vera gaman í vinnunni, skemmtileg- ur mórall er ef til vill mikilvægari en góð laun. Stjórnendur þurfa að koma fram við Y-kyn- slóðina eins og jafningja og þeir þurfa að kunna að veita endurgjöf, leggja sig fram um að leiðbeina, vera styðjandi og góður hlustandi.“ Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið upplysingar@reykjavik.is eða í síma 411 1111. www.reykjavik.is www.reykjavik.is Á vef Reykjavíkurborgar undir „mínar síður“ geta fasteignaeigendur: • skoðað álagningarseðil fasteignagjalda (eftir 30. janúar 2017) og alla breytingarseðla þar á eftir • skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda • gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur • óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum þar sem þeir verða, líkt og áður, ekki sendir út til greiðenda, 18-74 ára • sent inn erindi vegna fasteignagjalda Fasteignagjöld ársins 2017, yfir 25.000 kr., greiðast með níu jöfnum greiðslum á gjalddögum 1. febrúar, 4. mars, 2. apríl, 2. maí, 3. júní, 2. júlí, 2. ágúst, 2. september og 2. október. Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 1. febrúar. Fasteignagjöld í Reykjavík verða innheimt í netbönkum. Fasteignaeigendum er jafnframt bent á boðgreiðslur af greiðslukortum og á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum. Mínar síður á www.reykjavik.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.