Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2016, Side 28
24 Menning Vikublað 26.–28. janúar 2016 Frásagnir aF Ferðalögum n ingvar Högni ragnarsson sýnir ljósmyndir frá Búkarest í rúmeníu í gerðarsafni n Katrín elvarsdóttir gefur út bókina Double Happiness með myndum frá Kína Þ essa dagana standa yfir tvær ljósmyndasýningar í Gerðarsafni í Kópavogi. Uppspretta er sýning á ljós­ myndum Ingvars Högna Ragnarssonar frá rúmensku höfuð­ borginni Búkarest og Margföld hamingja samanstendur af ljós­ myndum, efnum og hljóðverki sem Katrín Elvarsdóttir hefur fangað í Peking í Kína. DV hitti ljósmyndarana tvo og fræddist um sýningarnar, ljós­ myndun og fjarlæg lönd. Manngerð, villt náttúra Uppspretta er ljósmyndaröð sem Ingvar Högni Ragnarsson tók í Búkarest síðastliðið sumar, þegar hann var í vinnustofudvöl á vegum rúmensku menningarstofnunar­ innar ARCUB. Aðaláhersla sýningarinnar er á tvö manngerð náttúrusvæði í borginni. „Lacul Morii og Vacaresti eru uppistöðulón sem voru byggð á tímum Nicolae Ceausescu og kommúnismans. Þau áttu að verða að vatnsbólum borgarinnar. Lacul Morii var fyllt af vatni en Vacaresti reyndist hafa verið byggt á mýri þannig að aldrei var hægt að fylla lónið. Þar sem mun alvarlegri vandamál hrjáðu samfélagið á þessum tíma var svæðið bara skilið eftir autt og yfirgefið í tuttugu og fimm ár. Á þeim tíma hefur náttúran smátt og smátt tekið yfir svæðið og þar er eiginlega orðin til villt en manngerð „náttúru­delta.“ Þarna lifa 90 tegundir af fuglum, refir, snákar og fiskar í vötnum. Nú hafa borgaryfirvöld verndað náttúru svæðisins. Þetta er raunar einstakt svæði á heimsvísu, því það er inni í miðri höfuðborg. Þetta er manngerð, villt náttúra, ef slíkt er til,“ segir Ingvar Högni. Fólkið sem uppsprettur Nafn sýningarinnar segir hann þó ekki aðeins koma frá þessum tveimur manngerðu vatnsupp­ sprettum. „Þegar ég hafði ákveðið að vinna með það hvernig borg og náttúra mætast í Búkarest fór ég að leita uppi þessa staði. Á því ferðalagi hitti ég svo fólk sem varð uppspretta af sögunum sem ég segi, sögum af breytingum í borginni en líka af því sem hefur gleymst og staðið hefur í stað,“ segir Ingvar og nefnir til að mynda Ivan og kúna Floricu, sem búa við Lacul Morii, og Gabriel, sem býr í tjaldi í Vacaresti. „Í hvert skipti sem ég kom á svæðið kom ég við hjá honum með sígarettupakka og þriggja og hálfs lítra bjór í plast­ flösku. Hann varð vinur minn þó að við gætum aldrei talað saman.“ Annar hluti sýningarinnar er svo veggurinn utan um hið misheppn­ aða uppistöðulón sem er vettvang­ ur fyrir tjáningu borgaranna. „Ég hef unnið svipaða rannsókn á samskiptum almennings í hinu opinbera rými heima. Þá tók ég myndir í eitt ár á meðan búsáhalda­ byltingin stóð yfir, en þá gerðist ná­ kvæmlega ekki neitt á veggjunum á Íslandi, það gerðist allt á Face­ book­veggjum, sem er kannski nýi veggurinn okkar. En í Rúmeníu er enn verið að nota veggina í hinu opinbera rými í alls konar tjáskipti, þar eru sett fram pólitísk skilaboð og svo framvegis. Í graffitíinu berg­ mála sömu frasar og maður heyrir fólk nota þegar maður talar við það í eigin persónu: „Doing jobs we hate to buy shit we don‘t need“ og „Capru 4 Cash,“ sem þýðir málm­ ur fyrir pening. Það er það sem Róma­fólk gerir: brýtur niður tómar byggingar til að ná í brotajárn sem það selur svo fyrir pening,“ segir Ingvar Högni. Tvö- eða margföld hamingja Í næsta sal eru verk Katrínar Elvarsdóttur sem hún tók í Kína á árunum 2010 til 2014, en þau eru komin út í bókinni Double Happiness á vegum Crymogeu. „Ég fór í fyrsta skipti til Kína árið 2010 þegar ég og maðurinn minn vorum að ættleiða dóttur okkar. Þá ferðuðumst við um landið á eigin vegum áður en opinbera dagskráin okkar byrjaði. Þetta var allt svolítið „of mikið“, maður eiginlega trúði þessu ekki. En það var afskaplega sterk upplifun og miklu skemmti­ legra en ég bjóst við. Ég hafði búið í stórborgum í Bandaríkjunum en þetta var miklu meira en það. Þremur árum seinna bauðst mann­ inum mínum að fara að kenna í há­ skólanum í Peking og þá vorum við í borginni í heilan mánuð. Þá hafði ég tíma til að fara aftur á sömu staði og þá kviknaði þessi hugmynd; að vinna að sýningu. Eftir þá ferð var ég kominn með afar mikið af efni, en sá samt að ég þyrfti að fara einu sinni í viðbót til að klára,“ segir Katrín. En hvaðan sprettur þetta nafn, Margföld hamingja? „Það eru persónulegar ástæður. Verkefnið heitir raunar Double Happiness, Tvöföld hamingja, en það er þýð­ ing á kínversku tákni – sem er ham­ ingjutáknið tvítekið. Það er mjög al­ gengt að það sé notað á hátíðum, í brúðkaupum og nýársfögnuðum. Þetta var eiginlega eina kínverska táknið sem ég þekkti áður en ég fór út því það var mjög skemmtilegur bar í New York þegar ég bjó þar sem hét Double Happiness. Í Kína sá ég þetta úti um allt. Mér fannst þetta flott orð, en ég vildi breyta aðeins til á sýningunni, og fannst margföld hamingja hljóma fallegar á íslensku en tvöföld.“ Vitnum stöðugt í náttúruna Eins og í verkum Ingvars brýst náttúran inn í og verður þema í þessum stórborgarmyndum Katrínar. „Náttúran virðist alltaf geta troðið Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Þar sem mun alvarlegri vanda- mál hrjáðu samfélagið á þessum tíma var svæð- ið bara skilið eftir autt og yfirgefið í tuttugu og fimm ár. Ivan og Florica Maðurinn og kýrin sem búa við Lacu Morii í Búkarest. Mynd InGVar HöGnI raGnarsson Múslimi, sígauni, gyðingur Almenningur notar vegginn utan um hið misheppnaða uppistöðulón í Vacerasti til pólitískrar tjáningar. Mynd InGVar HöGnI raGnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.