Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 2016 Kristinn búinn að bóka flugið heim Ameríkufarinn Kristinn Jón Guðmundsson ætlar að kveðja New York í febrúar Þ að er búið að kaupa flugmiða heim í kringum 20. febrúar og í þetta skiptið er ekki hægt að hætta við því ég er búinn að tilkynna þetta á ýmsum stöðum,“ segir Kristinn Jón Guð­ mundsson, aðspurður hvort eitthvað sé að frétta af áformum hans um að flytja heim eftir sjálfskipaða útlegð í New York sem hófst haustið 1986. „Tilfinningarnar eru blendnar. Annars vegar er mikil tilhlökkun en einnig depurð að sumu leyti því ég er að fara að skilja við marga sem ég mun að öllum líkindum aldrei sjá aftur.“ Stendur við loforðið Kristinn sagðist í viðtali í jólablaði DV vera staðráðinn í að snúa aftur heim og segja skilið við New York þar sem hann hefur búið síðustu 29 ár sem ólögleg­ ur innflytjandi. Var þar stiklað á stóru um það sem á daga Kristins í stór­ borginni hefur drifið. Hann starfar í dag sem sendisveinn hjá efnalauginni Perry Process Cleaners á Manhattan en hélt upphaflega til borgarinnar í þeim tilgangi að svala útþrá og leita að ástinni. Fjölskylda hans og vinir hafa áður keypt fyrir hann flugmiða heim og þegar það viðtal var tekið stefndi hann að heimför í lok þessa mánað­ ar. Kristinn er staðráðinn í að standa við orð sín en stefnir nú að heimkomu eftir rúmar þrjár vikur. „Núna verður þetta að gerast enda eru margir einstaklingar heima á Ís­ landi sem ég þarf að hitta áður en það verður of seint. Ég geri ráð fyrir að ég verði mjög ringlaður fyrstu dagana og vikurnar en ég hef ekkert skipulagt hvernig fyrstu dagarnir heima verða,“ segir Kristinn og bætir við að hann eigi síður en svo erfitt með að skipta um umhverfi. „Ég er hins vegar svo fastur og van­ ur þessari vinnu sem ég er í en hún er sú eina sem ég hef haft þar sem menn kunna að meta það sem ég geri eða þar sem er þörf fyrir mig.“ Kristinn hefur ekki sagt vinnuveit­ anda sínum, sem greiðir honum 20 Bandaríkjadali fyrir dagsvinnu, um 2.600 krónur, og borgar fyrir herbergi sem hann leigir í New Jersey, að hann hafi tryggt sér flugmiða heim. „Hann gæti hugsanlega látið mig flakka. Þá þarf ég að finna mér eitt­ hvað að gera í þrjár vikur og gæti þurft lán. Því yrði ég ekki hrifinn af, því lán þarf að borga aftur. Ég lifi einungis frá degi til dags. Það var nú rafmagns­ laust hérna í gær og allir sendir heim klukkan 14.02. Ég veit því ekkert hvað ég fæ borgað fyrir þann dag.“ Heldur sínu striki Sendisveinninn svarar aðspurður að hann hlakki mikið til að fá aftur hangikjöt, bjúgu og jafning. Kristni þykir líklegt að hann þurfi að fá sér síma í fyrsta skipti þar sem hann eigi svo marga vini og kunningja sem muni vilja hafa samband. „Ætli ég fari svo ekki í Fossvogs­ kirkjugarð en ég ól nú manninn þar,“ segir Kristinn og rifjar upp að hann hafi unnið í garðinum. „Nú eru komnar þarna ýmsar ömmur og afar, sem voru sprell­ lifandi, með leiði. Svo ætla ég að heimsækja ákveðna menn sem eru í slæmu ástandi og einnig Halldór Carlsson, sem er einn af mínum æskuvinum og sá sem hóf að vinna að því að koma mér aftur heim. Það hefur nú loksins borið árangur. Ég kem með flestar bækurnar mínar heim og ég ætla mér að halda mínu striki í mínum rifnu fötum og vona að ég verði ekki settur inn á Klepp,“ segir Kristinn og hlær. n Ameríkufarinn Kristinn Jón Guðmundsson hefur ekki séð heimaland sitt í rúm 29 ár eða síðan hann flúði stefnulaust hark hér heima, þá 24 ára að aldri. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Núna verður þetta að gerast enda eru margir heima á Íslandi sem ég þarf að hitta áður en það verður of seint K aj Anton Larsen, 23 ára Ís­ lendingur búsettur í Noregi, hefur verið metinn sakhæfur af norskum yfirvöldum. Kaj Anton situr nú í gæsluvarðhaldi en hann er grunaður um að hafa beitt tveggja ára íslenskan dreng, sem einnig er búsettur í Noregi, alvarlegu ofbeldi í október í fyrra. Morgun­ blaðið greinir frá. Líkt og DV greindi frá á sínum tíma átti meint árás sér stað á heimili móður barnsins, í bænum Lye, í lok október. Drengurinn var þá í umsjá Kajs Antons á meðan móðir drengs­ ins var í vinnu. Móðir barnsins fór með það á spítalann og kom Kaj þangað stuttu síðar. Þær skýringar sem Kaj Anton gaf læknum á áverkum barnsins þóttu ótrúverðugar og langt frá því að koma heim og saman við áverk­ ana. Því var hringt á lögreglu sem handtók Kaj Anton og situr hann enn í gæsluvarðhaldi. Geðmat hefur nú borist yfirvöldum og samkvæmt því er Kaj Anton sakhæfur. Saksóknaraembættið óskaði einnig eftir skýrslu barnasálfræðings, en sérfræðingar voru fengnir til þess að taka skýrslu af drengnum. Kaj Anton segist saklaus og fullyrðir að barnið hafi dottið tvisvar. „Hann er saklaus og hann hefur það skítt í fangelsinu. Hann má ganga frjáls um ganga fangelsisins en fær ekki að senda bréf eða fá heim­ sóknir,“ sagði Frode J. Folkestad, lög­ fræðingur Kaj. Kaj Anton hefur á síðustu fjór­ um árum verið dæmdur hér á landi í samanlagt 40 mánaða fangelsi, í þremur aðskildum dómsmálum. n johannskuli@dv.is Kaj Anton Larsen metinn sakhæfur Grunaður um að hafa misþyrmt tveggja ára dreng Kaj Anton Larsen Hefur verið metin sakhæfur og situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa veitt tveggja ára barni alvarlega áverka. Mynd FAcebooK Mistök að munnhöggvast Kári Stefánsson segir það hafa verið mistök að munnhöggvast við Sigmund Davíð Gunnlaugs­ son forsætisráðherra. Hann segir það draga athyglina frá því sem máli skiptir, að endurreisa heilbrigðis­ kerfið. Þeir Sigmundur hafa átt í nokkurri rit­ deilu vegna kröfu Kára og undirskrifta­ lista þar sem farið er fram á að 11 prósent af vergri þjóðarfram­ leiðslu renni til heilbrigðismála. „Til þess að geta brugðist við því á mynd ar leg an hátt þarftu stuðning fólks ins í land inu,“ segir Kári sem bætir því við að það vanti margt til þess að gera bragarbót á, með­ al annars lyf, ný tæki og fleira fag­ fólk. „Það er fá rán legt að sjúk ling­ ar sem koma meidd ir eða sjúk ir inn á slysa varðstofu þurfi að byrja á því að draga upp kred it kort,“ segir hann og hvetur Sigmund til að verða sá forsætisráðherra sem endurreisir heilbrigðiskerfið. Vill ekki verða forsætisráðherra Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sækist ekki eftir því að verða ráðherra á næsta kjör­ tímabili, fái Píratar um­ boð til að sitja í ríkisstjórn. Þetta sagði hún í Síð­ degisútvarp­ inu á Rás 2 í gær, fimmtu­ dag. Píratar hafa aldrei mælst með meira fylgi en samkvæmt skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins njóta þeir fylgis 42 prósenta kjósenda. Hún sagðist enn fremur aðeins hafa áhuga á að sitja áfram á þingi ef kjörtímabilið verður stutt. „Ég vil bara ítreka það að ég er ekki að sækjast eftir að verða forsætisráð­ herra.“ Hún vill að á stuttu þingi verði ný stjórnarskrá lögfest, sem feli í sér miklar breytingar. www.sportvik.com Skíðahjálmar gleraugu áburður sköfur brynjur ofl Sigti þrengingar heyrnarhlífar gleraugu töskur ofl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.