Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 27
Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 2016 Fólk Viðtal 23
mig upp á nýtt. Það var hrikalega
erfitt. Ég hugsa oft til strákanna sem
eru að hætta og þurfa að fara að fóta
sig í lífinu. Þetta er löng brú að fara
yfir. Maður hugsar nefnilega ekkert
fram í tímann sem íþróttamaður.
Maður sér bara næstu Ólympíuleika
eða næsta Evrópumót. Þetta er allt
öðruvísi en daglegt líf. Það hefur
breyst mikið hjá mér.“
Logi stendur skyndilega upp og
segist ætla að lækka í útvarpinu.
Blaðamaður hafði reyndar ekki tek-
ið eftir því að það væri í gangi. En
ef lagt er við hlustir heyrist ómur af
því einhvers staðar innan úr húsinu.
„Ég er í alvöru með svo mikið ADHD
að ég heyri allt,“ segir hann hlæjandi
og sest aftur niður.
Fórnarlamb frægðarljómans
„Ég fór úr því að vera „high profile“
í að vera „low profile“. Ég var bók-
staflega alls staðar. Það kom ekki út
Séð og heyrt-blað án þess að ég væri
á forsíðunni. Ég var keyrandi um á
mótorhjóli með stelpur í gæsun, var
að auglýsa skartgripi, var skemmt-
anastjóri í veislum, hélt fyrirlestra
úti um allt land undir yfirskriftinni:
Það fæðist enginn atvinnumaður.
Ég er reyndar mjög stoltur af því og
það var gaman. En annars var það
fullt starf að gera greiða hér og þar,
mæta hingað og þangað. Ég hafði
varla tíma til að vinna,“ segir Logi
sem virðist, miðað við frásögnina, á
einhvern hátt orðið fórnarlamb að-
stæðna. Fórnarlamb frægðarljóm-
ans sem hann kunni svo vel að meta
í fyrstu. Svo varð athyglin of mikil.
„Ég fékk bara ógeð á sjálfum
mér. Það var ákveðin stund sem var
kornið sem fyllti mælinn. Ég stóð í
Hörpu og var að kynna tónleika fyrir
fullu húsi þegar það rann upp fyrir
mér að þetta væri búið. Ég hugsaði
með mér hvert ég væri kominn. Ég
var kynnir á tónleikum, af hverju í
ósköpunum?“ spyr Logi og baðar
út höndum til að leggja áherslu á
mál sitt. Þar sem hann stóð í Eld-
borgarsalnum áttaði hann sig á hve
fáránleg sú staðreynd var. Ástandið
var orðið svo súrrealískt að það var
varla að haldinn væri viðburður
án þess að Logi kæmi þar nálægt
með einum eða öðrum hætti. „Ég
var baksviðs með öllum tónlistar-
mönnunum eftir tónleikana, svo fór
ég heim þar sem ég ákvað að segja
stopp. Þetta var komið gott.“
Í kjölfarið tók hann nafnið sitt
úr símaskránni og var hvergi með
númerið sitt skráð. Hann hætti að
svara fólki nema það væri að spyrja
að einhverju sem skipti máli. Það
fannst honum mjög frelsandi. Að fá
að vera í friði.
Ætlar að sigra heiminn með
snjallsímaforriti
Logi viðurkennir að að sjálfsögðu
hafi hann notið þessara gífurlegu
vinsælda, hann spilaði með og lét
svo sannarlega ekki lítið fyrir sér
fara. En öllu má ofgera.
Hann segist finna fyrir því um
leið og hann gefur kost á sér, eins
og núna í EM-stofunni, þá fer allt í
gang aftur. Hann fékk til að mynda
um 70 til 80 skilaboð á Facebook
eftir fyrsta þáttinn. Þar voru boð
um ýmislegt og beiðnir um að taka
þátt í hinu og þessu. „Ég var bú-
inn að hugsa hvað það væri gott að
vera svona „low profile“. Þetta er allt
öðruvísi líf.“ Þegar blaðamaður spyr
hvort honum finnist þá óþægilegt
að athyglin beinist að honum aftur,
brýst fram glott og hann svarar: „Ég
er kannski ekkert að hata það.“
En þótt hann fíli athyglina langar
hann ekki að fara aftur á þann stað
að vera alltaf á milli tannanna á
fólki. Enda sé hann orðinn fjöl-
skyldumaður sem sé að sinna
sínum verkefnum. Hann sinn-
ir fjarþjálfun hjá fyrirtækinu sínu,
Fjarform.is, og er að ljúka meistara-
námi í forystu og stjórnun frá há-
skólanum á Bifröst.
Þá er Logi búinn að vera að skrifa
snjallsímaforrit síðustu ár og fór
meira að segja og hitti fjárfesta í Sil-
icon Valley í Kaliforníu. „Ég ætlaði
að sigra heiminn og það var mjög
eftirminnilegt. Ég fór í höfuðstöðv-
ar Google og hitti þar fjárfesta. Ég
fór út um allt á mínum eigin verð-
leikum. Hafði engar tengingar, svip-
að og ég gerði í handboltanum.“ Um
er að ræða smáforrit sem Logi segir
að komi til með að bæta heilsu fólks
í heiminum og hann hefur fulla trú
á að ná langt með það. „Ég var bara
með söluræðu: „Þetta er ofboðs-
lega flott og þetta er að fara að virka,
viltu kaupa þetta?“ Þetta var mjög
eftirminnileg ferð sem þroskaði
mig mjög mikið. Mig langar svo að
færa mig yfir í þetta, að vera skap-
andi og búa til snjallsímaforrit. En
BS-ritgerðin mín fjallaði einmitt
um snjallsímaforrit.“ Logi segir allt
enn í vinnslu í Kaliforníu. Það er því
ekki útséð með að hann sigri heim-
inn. „Fólk mun sjá snjallsímaforrit
frá mér á þessu ári. Ég er búinn að
lofa þessu í tvö ár, en forritið kemur
100 prósent á þessu ári,“ segir hann
og þar með er það skrásett.
Klúður í markmiðasetningu á ÓL
Það stendur ekki á svari hjá Loga
þegar hann er spurður hvort hann
sé sáttur með sinn feril í handbolt-
anum. „Já, minn ferill var fullkom-
inn. Gjörsamlega fullkominn. Það
heppnaðist allt,“ segir hann dreym-
inn á svip og bros færist yfir andlitið.
Hann er stoltur af sínu. Toppurinn
var að sjálfsögðu að standa á verð-
launapalli á Ólympíuleikunum í
Peking árið 2008. „Þetta var rosa-
legt. Þvílíkt teymi sem við vorum.
Alveg ótrúlegir karakterar.“ Hann
segist þó vera svekktur yfir því að
þeir hafi ekki tekið gullið. Hann er
svekktur yfir því að liðið hafi aðeins
sett sér markmið um verðlauna-
pening, en ekki hreinan og beinan
sigur. Verðlaunapeningurinn var
í höfn þegar úrslitaleikurinn var
spilaður og því fór sem fór, að hans
mati.
„Við mættum ekkert í leikinn.
Þetta var ekki liðið sem var búið að
vera að spila alla Ólympuleikana,“
segir Logi og skefur ekkert utan
af því. Hann er jafnframt svekktur
yfir því að hafa rifið sig úr að ofan
eftir undanúrslitaleikinn því slíkt
hafði hann bara fyrir venju þegar
einhverju markmiði var náð. Hann
fagnaði of snemma í Peking. „Að
reyna að segja: Gott silfur er gulli
betra, það er bara kjaftæði. Það er
ekkert betra en gull.“
Þroskaðist af fasteignabraski
Logi viðurkennir að auðvitað hafi
atvinnumennskan ekki alltaf ver-
ið dans á rósum. Það var ýmislegt
sem kom upp á. Sumt alvarlegra en
annað. En þegar litið er til baka nær
ekkert af því að skyggja á raunveru-
legu gleðina sem fylgir frábærum
árangri.
Í Þýskalandi var Logi plataður
inn í fasteignaviðskipti í gegnum fé-
laga sinn hjá liðinu. Hann fjárfesti í
nokkrum íbúðum til útleigu og átti
að stórgræða á viðskiptunum. Fljót-
lega kom hins vegar í ljós að ekki
var allt með felldu. Hann og fjöldi
annarra handknattleiksmanna,
þar á meðal Íslendinga, höfðu ver-
ið sviknir. Logi tapaði miklum fjár-
munum í viðskiptunum og við tóku
löng málaferli sem lauk ekki fyrr
en nýlega. „Ég er búinn að ganga
frá öllu mínu. Þetta er búið að vera
fimm ára eyðimerkurganga en á
heildina litið held ég að þetta hafi
þroskað mig. Ég er sá maður sem ég
er í dag út af þessu. Auðvitað hefði
ég ekki viljað lenda í þessu á sín-
um tíma, en eftir á, þá var frábært
að þetta gerðist. Ég sé lífið með allt
öðrum augum. Ég hef ekki áhyggj-
ur af því sem ég get ekki breytt. Eitt-
hvað sem ég hafði áður. Ég var alltaf
að hafa áhyggjur af einhverju sem
skipti engu máli. Ég hugsa ekki einu
sinni um þetta mál lengur.“
Vildi bara vinna
Eins og Logi segir frá í bók sinni þá
varð hann mjög seint kynþroska og
það háði honum þó nokkuð. Hann
hætti meira að segja að æfa hand-
bolta um tíma og vissi ekki alveg í
hvorn fótinn hann átti að stíga. En
loksins þegar kynþroskinn fór að
láta á sér kræla fóru hlutirnir að ger-
ast. Hann vissi allt í einu nákvæm-
lega hvað hann vildi og ætlaði sér
að ná markmiðum sínum. Hann
vildi komast til þýska liðsins Lemgo,
sem var eitt það sterkasta í Evrópu.
Og þangað fór hann.
„Það er vinnusemin sem skipt-
ir máli. Allir þessir strákar þarna
úti sem eru að stefna á að verða at-
vinnumenn í fótbolta, þeir geta það.
Sama hvort þeir koma úr brotn-
um fjölskyldum eða eiga ekki pen-
ing fyrir skóm. Ef maður vill eitt-
hvað nógu mikið, þá getur maður
það. Það er alveg ótrúlegt. Ég er lif-
andi dæmi um það. Ég fór gjörsam-
lega alla leið,“ segir hann sjálfsör-
uggur. „Það var aldrei stefnan hjá
mér að verða bestur í heimi, en ég
vildi vinna allt. Það snerist allt um
að vinna. Sama hvort mitt hlutverk
í leiknum væri 60 mínútur eða 30.
Ég vildi bara verðlaun. Ég hélt virki-
lega að við yrðum heimsmeistar-
ar, að við yrðum Evrópumeistarar
og Ólympíumeistarar. Ég held að
ég hafi öðruvísi hugsunarhátt en
margir aðrir. Ég hugsa aldrei til þess
að andstæðingurinn sé með sterkt
lið,“ útskýrir Logi.
„Logi, þú ert frábær“
„Ég er með ofsalega gott sjálfs-
traust og tala mig mikið upp. Kon-
an mín hlær ennþá af því á morgn-
ana þegar ég tala við sjálfan mig í
speglinum. Ég geri þetta líka alltaf
áður en ég fer í viðtöl í sjónvarpinu.
Eins og fyrir EM-stofuna, þá fór ég
inn á klósett og sagði: „Logi, þú ert
frábær. Þú ert alveg með þetta.“ Við
getum talað svona við sjálfið okk-
ar og þetta virkar. Þetta veitir mér
vellíðan.“
Eftir sex ár hjá Lemgo sneri Logi
aftur heim. Þá var öxlin orðin mjög
slæm og hann hafði lítið sem ekkert
spilað mánuðum saman. „Ég kom
heim og vann Íslandsmeistaratitil-
inn með FH. Ég var búinn að segja
það í viðtali nokkrum árum áður að
ég ætlaði að enda ferilinn á því. Það
var fullkomið. Ég lokaði þessu og
sagðist vera hættur. Þetta var bara
eins og í ævintýri.“ Lokamarkmiðið
var í höfn og það mátti ekki seinna
vera. Meiðslin voru farin að hrjá
hann andlega, hann gat ekki sofið
og tók mikið af verkjalyfjum til að
halda sér gangandi. Verkurinn í öxl-
inni var stöðugur.
Bindið setti Ísland á hliðina
Líkt og áður sagði er Logi þekktur
fyrir að fara sínar eigin leiðir. Hann
gerir það ekki meðvitað, heldur er
það bara hans persónuleiki. „Ég
hef aldrei verið talinn eðlilegur. Ég
er öðruvísi. Ég geri hlutina án þess
að spá í hvað fólki finnst. Eins og
að mæta með gullbindi í sjónvarp-
ið. Það setti Ísland á hliðina. Ég er
búinn að fá að heyra að þetta verði
fyrsta atriðið í næsta Skaupi. Svo
fékk ég boð um að leika í kvikmynd
með Ingvari E. Sigurðssyni,“ seg-
ir Logi hlæjandi. Hann hafnaði þó
boðinu. Segist ekki hafa tíma fyrir
slíkt. En allir ásælast bindið. Vilja
fá að prófa eða fá það lánað í
Frelsandi að vera i friði
Þó að Logi kunni vel að meta
athygli þá langar hann ekki að
fara aftur á þann stað að vera
alltaf á milli tannanna á fólki.
Myndir ÞorMar Vignir gunnarsson
300 þúsund króna bindi Logi segist alls ekki vera ríkur þótt hann hafi keypt sér rándýrt
bindi. Hann kom út í mínus eftir fasteignabraskið í Þýskalandi og hefur þurft að vinna sig upp.„Ég stóð í
Hörp u og
var að kynna
tónleika fyrir
fullu húsi þegar
það rann upp
fyrir mér að
þetta væri búið.