Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 18
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
18 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 2016
Ég er alveg
gáttuð á þessu
Takk fyrir,
góða fólk
Þannig að sam-
félagið er opið
Eitthvað er rotið í Danaveldi
Ásgerður Jóna um skemmdir sem unnar voru á húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands. – DV Jóna Sigrún er þakklát þeim sem komu henni til hjálpar í umferðinni. – DVGuðlaug Kristjánsdóttir segir Hafnarfjarðarbæ hafa tekið vel á móti hælisleitendum og flóttafólki. – DV
D
anskir stjórnmálamenn eru
margir hverjir sárir og svekktir
vegna frétta og skopmynda þar
sem þeim er líkt við nasista
fyrir að hafa komið á lögum sem
heimila yfirvöldum að hirða af flótta-
mönnum verðmæti sem eru umfram
10.000 danskar krónur.
Dönsku stjórnmálamennirnir
geta engu um það breytt að þessi lög
framkalla ósjálfrátt í huga heims-
byggðarinnar mynd af nasistum
sem hrifsuðu til sín eigur gyðinga.
Stjórnmálamennirnir sem hér um
ræðir segjast ekki ætla að gera upp-
tæka muni sem hafa tilfinningalegt
gildi, til dæmis giftingarhringi, og
ekki hyggjast þeir setja flóttamenn
í útrýmingarbúðir. Sjálfsagt ætlast
dönsk stjórnvöld til að umheimur-
inn virði þetta við þau.
Flóttamennirnir sem hafa streymt
til Evrópu lögðu ekki upp í langa
skemmtiferð með fullar hendur fjár.
Einhverjir kunna þó að vera með
verðmæti sem nú má hirða af þeim,
jafnvel ættargripi. Hver á að meta
tilfinningagildi þessara hluta? Og telst
það glæpur ef flóttamaður er með
Rolex-úr sem hann gat keypt þegar
allt lék í lyndi á hans heimaslóðum?
Þetta fólk yfirgaf heimili sín í von
um að fá athvarf meðal Evrópuþjóða
sem duglegar hafa verið að tala máli
mannréttinda. En fjálglegt tal er eitt,
gjörðir eru annað, eins og fjöldi flótta-
manna hefur nú komist að.
Danska frumvarpið virðist bein-
línis hafa verið sett fram til að letja
flóttamenn til að koma til landsins.
Auk þess sem taka má verðmæti frá
flóttamönnum fela lögin í sér að afar
erfitt er fyrir fjölskyldur flóttamanna
að sameinast í Danmörku. Það eitt
og sér ætti að verða til að flóttamenn
hiki við að leita til landsins. Danska
þinginu hefur þannig tekist það ætl-
unarverk sitt að gera Danmörku lítt
fýsilegan kost fyrir flóttamenn.
Eitthvað er rotið í Danaveldi. Þarna
er um að ræða ógeðfellda gjörð sem
misbýður fjölmörgum enda er hún
gjörsamlega úr takti við hugmyndir
um mannúð og mildi sem Norður-
landaþjóðirnar hafa svo oft talað
fyrir. Það vekur ósegjanlega furðu að
danska þingið skyldi samþykkja þessi
lög með miklum meirihluta atkvæða
og að fulltrúar jafnaðarmanna hafi
séð ástæðu til að samþykkja frum-
varpið. Oft bregðast krosstré … Danir
hafa orðið sér verulega til skammar
og danskir stjórnmálamenn ættu að
taka hina hörðu gagnrýni alvarlega
og blygðast sín í stað þess að barma
sér opinberlega, eins og þeir hafa gert
fyrir framan sjónvarpsmyndavélar.
Eygló Harðardóttir félagsmálaráð-
herra segist hafa verulegar áhyggjur
vegna þessarar stöðu í Danaríki.
Íslenskir stjórnmálamenn hafa afar
oft „verulegar áhyggjur“ sem hverfa
svo yfirleitt undraskjótt. Ríkis-
stjórn Íslands á að sjá sóma sinn í
því að koma á framfæri kröftugum
mótmælum til danskra stjórnvalda.
Nema svo vilji til að íslenska ríkis-
stjórnin sé hjartan lega sammála
þessum áherslum dönsku ríkis-
stjórnarinnar. Þá er illa komið. n
Rokkstjarna fædd
Steinþór Pálsson, bankastjóri
Landsbankans, sýndi á sér nýja
hlið í vikunni þegar háværir mót-
mælendur ruddust inn í bank-
ann. Steinþór skellti sér niður á
gólf og mætti mótmælendum.
Spessi ljósmyndari var í hópi
mótmælenda. Hann hafði sig
mikið í frammi og ætli þetta fólk
sér að breyta þjóðfélaginu og
bæta, mætti það temja sér meiri
kurteisi. Auðvitað nennti fólk-
ið svo ekki að hlusta á það sem
Steinþór hafði fram að færa. En
karlinn má eiga það að hann
sýndi hugrekki. Vegna þessa
hefur hrósi rignt yfir bankastjór-
ann auk þess sem ánægja starfs-
fólks hefur ekki leynt sér.
Hrannar ekki sáttur
Hrannar B. Arnarson, pistlahöf-
undur á Stundinni, var ekki sáttur
við miðilinn sinn þegar fjallað var
„tölvupóstsmál-
ið“ sem lesend-
ur DV þekkja vel.
Hrannar sagði á
Facebook:
„Furðuleg frétt
af hálfu Stundar-
innar, þar sem
heift eða hefndarhugur gagn-
vart konunum sem stjórna lög-
reglunni litar öll skrif – e.t.v.
vegna lekamálsins. Fórnarlambið
gert að sökudólgi og öllu snúið á
haus. Stundin getur betur!“
M
eira en fimmtíu þúsund
Íslendingar hafa skrifað
undir kröfu um endur-
reisn heilbrigðiskerfisins,
þar sem þess er krafist að
11% af vergri landsframleiðslu verði
varið í heilbrigðismál. Ýmsir hafa
orðið til þess að gagnrýna að 11%
séu nefnd sem viðmið og ýmsir full-
trúar ríkisstjórnarinnar hafa spurt á
móti hvaðan eigi að taka peningana
og telja að þessi krafa kalli á niður-
skurð á öðrum sviðum.
Ég er ósammála þeim málflutn-
ingi. Ég tel mikilvægt að ríkisstjórn
og Alþingi leggi við eyrun þegar
stór hluti landsmanna skrifar und-
ir kröfu sem þessa. Krafan snýst um
að styrkja heilbrigðisþjónustuna og
snertir því eitt af grundvallaratrið-
um allrar stjórnmálaumræðu, þ.e.
hvert á umfang samneyslunnar að
vera og hvernig ætlum við að fjár-
magna hana.
Veikir tekjustofna
Staðreyndin er sú að allt frá því að
núverandi ríkisstjórn tók við völd-
um hefur hún markvisst gengið
fram í því að veikja tekju-
stofna ríkisins. Þar nægir
að minna á að eitt af
fyrstu málum ríkis-
stjórnarinnar var
að lækka veiði-
gjöld og hefur
útgerðin þannig
greitt tugmillj-
örðum minna
til þjóðarinnar
undanfarin þrjú
ár en ella. Þá má
nefna að ákveðið var
að framlengja ekki auð-
legðarskattinn og ekki heldur
orkuskattinn. Þá hefur tekjuskattur
á einstaklinga verið lækkaður.
Þessi staða hefur leitt til þess að
afgangur af ríkissjóði hefur orðið
mun minni en ef haldið hefði verið
áfram á sömu braut og mörkuð var
á síðasta kjörtímabili. Fyrir síðustu
kosningar, 2013, lögðum við Vinstri-
græn fram ríkisfjármálaáætlun sem
miðaðist við að skattar yrðu ekki
hækkaðir en haldið yrði óbreyttri
stefnu í tekjuöflun og þar með yrði
skapað svigrúm til að styrkja innviði
samfélagsins. Meðal áherslumála
okkar var að efla heilsugæslu og
byggja nýjan spítala, fyrir utan aðra
uppbyggingu á sviði heilbrigðis-,
velferðar- og menntamála.
Pólitískt val
Þegar stuðningsmenn ríkisstjórnar-
innar spyrja þá 50 þúsund Íslendinga
hvaðan þeir vilji taka fjármunina til
að efla heilbrigðiskerfið er eðlilegt
að benda á að allar þessar ákvarðan-
ir ríkisstjórnarinnar voru og eru póli-
tískt val en ekki nauðsyn. Það hefur
verið pólitísk stefna stjórnvalda að
lækka skatta, sem samrýmist svo sem
ágætlega þeirri hægristefnu
sem hún stendur fyrir; þ.e.
að draga úr umfangi
velferðar kerfisins og
samneyslunnar,
draga úr jöfnuði
með skattkerfis-
breytingum og
lækka skatta og
gjöld á þá sem
mest hafa milli
handanna.
Íslendingar virð-
ast vilja efla samneysl-
una og skoðanakannanir
sýna mikinn stuðning lands-
manna við öflugt, félagslegt heil-
brigðiskerfi, öflugt menntakerfi og
öfluga velferð. Stjórnmálamenn geta
ekki leyft sér annað en að hlusta á
þessar kröfur. Og þeir verða að vera
reiðubúnir að afla þeirra tekna sem
þarf til að tryggja samfélagsinn-
viði. Ég er raunar fullviss um það að
landsmenn eru reiðubúnir til þess að
leggja meira af mörkum til að byggja
upp heilbrigðisþjónustuna, mennta-
kerfið og velferðina, ekki síst ef þeirri
tekjuöflun er dreift með réttlátum og
sanngjarnari hætti þannig að hin-
ir efnameiri leggi meira af mörk-
um en þeir sem minna hafa. Það er
ábyrg stefna sem mun tryggja aukna
velsæld landsmanna allra til lengri
tíma. n
Krafan um aukna velsæld„Stjórnmálamenn
geta ekki leyft
sér annað en að hlusta á
þessar kröfur.
Katrín Jakobsdóttir
FormaðurVG
Kjallari
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Ríkisstjórn Íslands
á að sjá sóma sinn
í því að koma á framfæri
kröftugum mótmælum
til danskra stjórnvalda.
Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík / Hús Blindrafélagsins / Sími 552-2002
Sama veRð í 8 áR!
Linsur fyrir öll tækifæri
2500 kr.