Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 25
Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 2016 Kynningarblað - Vel að merkja 3 Fyrirmyndar þjónusta hjá Skiltagerðinni Graf S kiltagerðin Graf er klassísk skiltagerð með nýtísku- legum tækjum og býður upp á mikið úrval skilta og geta viðskiptavinir lagt inn beiðni fyrir sérpöntunum ef þeir kjósa svo. Fyrirtækið er til húsa í Hjallahrauni 2 í Hafnarfirði og er í eigu feðganna Hermanns Smára- sonar og Smára Hermannssonar. Útbúa skilti fyrir heimili og fyrirtæki Skiltagerðin Graf hefur séð um að útbúa skilti fyrir hvort tveggja heim- ili og fyrirtæki á Íslandi frá um 1980. „Skiltin sem við höfum verið að gera hafa verið notuð til að merkja hurðir, skápa, póstkassa, skrifstof- ur og fleira en gaman er að segja frá því að meðal viðskiptavina fyrir- tækisins eru verslunin Brynja, Póst- urinn og Neyðarþjónustan í Skútu- vogi,“ segir Hermann. Sérhæfðir í innanhúsmerkingum „Við sérhæfum okkur í almennum innanhúsmerkingum,“ segir Her- mann. Sem dæmi nefnir Hermann merkingar fyrir húsfélög, á póst- kassa og hurðarmerki. „Einnig búum við mikið til minni skilti eins og sundlyklamerki, barmmerki og lyklakippur,“ bætir hann við. Í framhaldinu nefnir Hermann að þeir vinni verk jafnt fyrir einstak- linga og fyrirtæki á þessu sviði. Hafa framleitt fyrir hönnuði „Fablab er vinnustofa eða hug- myndasmiðja sem sveitarfé- lögin standa að þar sem graf- ískir hönnuðir fá vettvang fyrir hugmyndir sínar en þeir geta ekki farið í framleiðslu nema með okkar aðstoð,“ segir Hermann. „Við erum sem sagt með leysigeislavél hér hjá okkur sem gerir þessum hönnuð- um kleift að framleiða sínar hug- myndir þar sem þeir geta komið til okkar og fengið aðgang að þessari vél eða látið okkur vinna verk- efnið fyrir þá. Við höfum því feng- ið tækifæri til að aðstoða marga hönnuði við að búa til alls konar hluti sem þeir selja svo í bunkum,“ segir Hermann. Skiltagerðin Graf er opin alla virka daga frá kl. 09.00 til 17.00. n Myndir ÞorMar Vignir gunnarSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.