Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Page 11
Fréttir 11Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 2016 H ópur fjárfesta hefur á síð­ ustu vikum sýnt því áhuga að kaupa meirihluta í Fáfni Offshore. Ekki hafa fengist upplýsingar um hverja er að ræða né hvaða hluthafa þeir vilja kaupa út. Samkvæmt heimildum DV eru eigendur danska sjávarútvegsfyr­ irtækisins Sirena A/S, sem á 2,8% hlut í Fáfni í gegnum dótturfélag sitt Opt­ ima Denmark ApS, óánægðir með samskipti sín við stjórnendur Fáfn­ is. Fyrirtækið rekur sérútbúna fimm milljarða króna olíuþjónustuskip­ ið Polarsyssel, dýrasta skip Íslands­ sögunnar, og er með annað í smíðum. Jóhannes Hauksson, stjórnar­ formaður Fáfnis og framkvæmdastjóri Akurs, stærsta eiganda fyrirtækisins, vildi ekki svara því hvort tilboð í ráð­ andi hlut í fyrirtækinu hefði borist. Boe Spurré, framkvæmdastjóri Sirena, vildi heldur ekki svara spurn­ ingum blaðsins. Aftur á móti hafn­ aði Jóhannes því ekki að tilboð hefði borist og Boe ekki að fyrirtæki hans hefði lýst áhuga á að auka hlutafé sitt í Fáfni. Lífeyrir í hlutafé Framtakssjóðurinn Akur, sem er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Ís­ landsbanka og VÍS, er stærsti eigandi Fáfnis með 30% hlut. Sjóðurinn fór inn í hluthafahópinn í nóvem­ ber 2014 þegar hann lagði fyrirtækinu til 1.260 millj­ ónir króna í hlutafjáraukn­ ingu. Framtakssjóðurinn Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða, fjár­ málafyrirtækja og fagfjárfesta, er næststærsti hluthafinn með 23% hlut samkvæmt nýjasta árs­ reikningi Fáfnis. Þar á eftir kem­ ur Fafnir Holding ehf. með 21% en það er í eigu Steingríms Erlingssonar, stofnanda og fyrrver­ andi framkvæmdastjóra Fáfnis. Hin­ ir fimm hluthafarnir, þar á meðal Sjávarsýn ehf. sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrver­ andi forstjóra Glitnis, og Hayvard Ship Invest AS, sem eru í eigu norsku skipasmíðastöðvarinnar Hayvard, eiga minna en 10%. Olíuverð hrunið Steingrímur Erlingsson var rekinn frá Fáfni í desember síðastliðnum en hann hafði fram að þeim tíma verið andlit fyrirtækisins út á við. Jóhannes Hauksson tók við stöðu stjórnar­ formanns nokkrum vikum síðar af Bjarna Ármannssyni sem hafði þá sinnt hlutverkinu í rúma fimm mánuði. Þeir hafa ekki viljað tjá sig um stöðu fyrirtækisins sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu­ og gasborpalla auk annarra verkefna á norðlægum slóðum. Mikil lækkun olíuverðs hefur leitt til verkefnaskorts hjá mörg­ um fyrirtækjum sem þjónusta olíu­ iðnaðinn og samkvæmt fréttaflutn­ ingi, sem stjórnendur Fáfnis hafa ekki gert athugasemdir við, er fyrirtæk­ ið einungis með eitt verkefni í hendi. Þar er um að ræða samning við norska ríkið um að Polarsyssel sinni gæslustörfum við Svalbarða. Fáfnir tilkynnti í apríl 2014 að fyrir­ tækið hefði samið um smíði á öðru skipi, Fáfni Viking. Áform þess gerðu þá ráð fyrir að flotinn ætti eftir að stækka enn frekar þannig að hann teldi þrjú til fjögur skip. Afhendingu Víkingsins hefur verið frestað nokkrum sinnum en upphaflega stóð til að Fáfnir fengi skipið í mars á þessu ári. Tunna af Norðursjáv­ arolíu (e. Brent Cru­ de) kostaði um 109 Bandaríkjadali þegar skipið var pantað. Hún hef­ ur síðan þá fallið um 70% í verði og síðustu vikur kostað um 30 dali. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is vilja meiri- hluta í FáFni M ál nígerísks hælisleitanda sem handtekinn var þann 23. júlí í fyrra, grunaður um að hafa smitað konur vís­ vitandi af HIV­veirunni, er enn í rannsókn og er óljóst að svo stöddu hvenær henni lýkur. Þetta segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlög­ regluþjónn hjá rannsóknardeild lög­ reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem staðfestir að gögn, sem óskað var eftir erlendis frá vegna rannsóknar málsins og beðið hafði verið eftir, séu komin. Ekki er gefið upp hvers eðlis þessi gögn voru að öðru leyti en að þau tengist rannsókn málsins. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, var úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald, einangrun og far­ bann í sumar eftir að upp komst um málið. Hann kom til landsins í september 2014 og óskaði eftir hæli hér á landi en þeirri beiðni hans var hafnað í mars í fyrra. Samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurðinum hafði maðurinn verið í sambandi við tvær konur hér á landi en málið komst upp tveimur vikum fyrir gæsluvarð­ haldsúrskurðinn þegar kona frá Sviss hringdi í fyrrverandi kærustu mannsins og upplýsti hana að mað­ urinn væri smitaður af HIV. Konan fór í próf og reyndist smituð af HIV. Við rannsókn á manninum fékkst staðfest að hann væri kominn með annað stig sjúkdómsins, alnæmi. Hin kærastan reyndist einnig smituð en niðurstöður mannsins bentu til að hann hefði verið smitaður í fimm til tíu ár og viðurkenndi hann að hafa átt samneyti við fleiri konur en þessar tvær. Þess ber að geta að maðurinn ber því við að hafa ekki vitað að hann væri smitaður. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að meðal gagna sem lögreglan þurfi að afla erlendis frá varði manninn og heilsufarssögu hans. Þá þurfi að hafa uppi á þeim konum sem tengist mál­ inu og taka af þeim skýrslur. Friðrik Smári vildi ekki gefa upp hvort stað­ fest væri hversu margar konur væru smitaðar. Maðurinn hefur verið frjáls ferða sinna síðan í sumar. n mikael@dv.is Erlend gögn í HIV-máli komin Rannsókn ekki lokið í máli nígerísks hælisleitanda sem sakaður er um að hafa smitað konur Engin niðurstaða Óljóst er hvenær rannsókn lýkur. Danskur hluthafi ósáttur við samskipti við stjórnina Jóhannes Hauksson Polarsyssel Skip Fáfnis sinnti meðal annars verkefnum fyrir Gazprom í Rúss- landi og Shell í Bretlandi áður en lækkun olíuverðs setti strik í reikninginn. Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta Umhverfisvænir pokar sem brotna niður í umhverf inu Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 • Umhverf isvænu plastpokarnir f rá PMT eru ekki maíspokar • Þe ir eru með skaðlaust d2w íblöndunarefni • d2w breyt ir plastpokunum að líf tíma þe irra loknum svo að þe ir samlagist nát túrunni á sama hát t og laufblað Við bjóðum uppá alls kyns gerðir af umhverfisvænum plastpokum. Íslensk plastfyrirtæki sem vilja gerast umhverfisvænni geta jafnframt fengið hjá okkur íblöndunarefni. Pokar í s töðluðum stærðum eða séráprentaðir Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.