Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 23
Vel að merkja Kynningarblað Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is 29. janúar 2016 S ilkiprent flutti starfsemi sína í glæsilegt húsnæði í Grandatröð 3b í Hafnar- firði fyrir þremur árum. Sveinbjörn Sævar Ragnars- son, eigandi Silkiprents, hefur rekið fyrir tækið í 43 ár eða frá stofnun þess í september 1972 og hefur það verið fjölskyldufyrirtæki alla tíð. „Silkiprentun var okkar fag í byrjun en margt hefur breyst á þessum tíma. Það helsta er að silkiprentun hefur dregist saman vegna tilkomu „digital“ prentunar og eru nú lím- miðar, skilti, bílamerkingar og úti- fánar í minna upplagi „digital“ prentaðir en silkiprentuð í stærra upplagi,“ segir Sveinbjörn. Sérhæfa sig í fánum Silkiprent er fyrsta fyrirtækið til að framleiða útifána á Íslandi og allar götur síðan hafa allar breytingar á útifánum komið frá Silkiprent. „Við erum brautryðjendur í silkiprent- uðum útifánum hér á landi og er það enn okkar stærsti framleiðslu- þáttur. Við leitumst við að þróa fán- ana og finna bestu mögulegu lausn fyrir íslenskar aðstæður,“ segir Sveinbjörn. „Við höfum fundið frábært nýtt efni í útifánana sem er sérinnflutt frá Frakklandi. Það kemur í staðinn fyrir gatað efni sem við notuðum í mörg ár. Þetta efni hefur alla sömu eiginleika og eldra efnið. Eini munurinn er sá að það eru engin göt sem að þýðir marg- falt flottari prentun. Efnið er léttara sem gefur betri endingu og litur- inn er jafnsterkur báðum megin,“ segir Sveinbjörn. „Við bjóðum að sjálfsögðu upp á gataða efnið ef viðskiptavinurinn vill það frekar,“ bætir hann við. „Okkar sérstaða eru fánarnir. Við gerum ýmiss konar aðra fána eins og til dæm- is borðfána, hátíðarfána, strandfána og alla heims- ins þjóðfána“ segir Svein- björn. „En við erum auðvitað í öðru líka,“ segir hann í fram- haldinu. Merkja allt „Við merkjum allt,“ seg- ir Sveinbjörn. „Við merkj- um bíla, gerum skilti, rúllustanda, prentum límmiða, plastkort sem eru sams konar og greiðslukortin og ótal margt fleira,“ bætir hann við. „Við prentum til dæmis á striga líka. Bæði listaverk og ljósmyndir,“ segir hann. Auk þess segir Sveinbjörn frá MUTOH Digital-prentaranum sem hann notar til að prenta hágæða lit- myndir beint á límdúk og pappír. Um er að ræða hraðvirkan prentara sem prentar risamyndir í fjórum litum en með honum er tilvalið að prenta stórar myndir á bíla, skilti, segldúk og skreytingar í glugga sem þurfa að þola sólarljós. „Það er fátt sem við leysum ekki, við bjóðum til dæmis afhendingu á útifánum samdægurs pantir þú fána kl. 09.00, þá eru þeir tilbúnir kl. 16.00,“ segir Sveinbjörn. Silkiprent er opið alla virka daga frá kl. 09.00 til 17.00. n Silkiprent býður upp á einstaka sérhæfingu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.